Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

Athyglisverður erlendur dómur

Var að spá í að skrifa um femínistaefnið bleikt og blátt, en þá rakst ég á þessa dóma og ákvað að það væri mun skemmtilegra að skrifa um þá en hið margumritaða efni, hvort að börn eigi að vera klætt í bleikan og bláan lit við fæðingu. Cool En öll munum við eftir Brennu-Njálssögu og Gunnari á Hlíðarenda en hann beið bana þar sem að kona hans Hallgerður langbrók neitaði að gera honum lokk úr hári sínu.

„Gunnar mælti til Hallgerðar: „Fá mér leppa tvo úr hári þínu og snúið þið móðir mín saman til bogastrengs mér.“ Hallgerður svarar á móti: „Liggur þér nokkuð við?“ Gunnar mælir: „Líf mitt liggur við, því að þeir munu mig aldrei fá sóttan meðan eg kem boganum við.“
En þessir tveir dómar hér að neðan eru kannski að hluta til skyldir atburðarásinni hjá Gunnari nema hvað þeir gerast mun síðar.
Málsatvik eru sambærileg í báðum málum og gerast í og rétt eftir seinni heimstyrjöldina. Um var að ræða þýska hermenn sem voru heima hjá sér í stutt leyfi. Konur þessara hermanna hafa seinnilega verið orðnar leiðar á mönnunum sínum, allavega þá tilkynntu þær til yfirvalda að mennirnir hefðu haft óviðurkvæmileg orð um Hitler og Nasistastjórnina. Þær vissu mæta vel að þetta myndi hafa afar alvarlegar afleiðingar fyrir viðkomandi aðila og væntanlega yrðu þeir dæmdir til dauða. Í báðum tilvikum voru þeir dæmdir til dauða, en í stað þess að framfylgja dómnum þá voru þeir í staðinn sendir til Rússlands til að berjast í fremstu víglínu. Enda var mikið mannfall þar og ansi ólíklegt að þeir kæmu tilbaka. En öllum að óvörum þá sneru þeir aftur og um leið og stríðinu lauk fóru þeir í mál við fyrrum konur sínar og dómarana sem höfðu dæmt þá til dauða.
Dómstólinn komst að því að lögin væru kúgandi og óréttlát. En hinsvegar hefðu þau verið sett á réttan máta. Því var dómarinn sýknaður en konan dæmd fyrir misneytingu á því að nota sér kúgandi lög til að ná fram illgjörnum endi á hjónabandinu.
Í seinna málinu, sem kom til kasta dómstólanna aðeins seinna, fór fyrir Hæstarétt árið 1952, var komist að þeirri niðurstöðu að annaðhvort væri bæði eiginkonan og dómarinn sekur eða hvorugt, annað væri ekki hægt. Því að dómarinn hafði tekið mark á þessum lögum og ekki virt friðhelgi heimilisins né tjáningarfrelsið í raun. Maður á að hafa leyfi til að segja skoðanir sínar á sínu eigin heimili við sinn eigin maka. því hefði dómarinn í fyrra málinu og báðum í reynd verið saknæmur fyrir refsivert gáleysi í dómsúrskurði sínum. því bæri að dæma bæði eiginkonuna og dómarann fyrir frelsissviptingu og tilraun til mandráps á hermanninum.
JÁ KÖLD ERU KVENNARÁÐ ÉG SEGI EKKI  ANNAÐ!!!!!

Blondínur gera menn heimska!!!!!!!!!!!!

 marilyn-monroeRakst á skemmtilega frétt í Aftonbladet, en þar greinir frá rannsókn sem gerð var í París. Í þeirri rannsókn kemur fram að menn koma fram við fólk eins og það telur að það sé. sbr. "Det här bevisar att människor som konfronteras med en stereotyp vanligtvis uppför sig i enlighet med den, säger Thierry Meyer, en av de forskare som lett studien."

Þannig að vilji maður eignast gáfaða kærustu þá er eins gott að horfa ekki á þessar ljóshærðu. Devil Halo Dökk hærð, ljós hærð, dökk hærð, ljós hærð....

Eins og stendur í greininni, hvað kallarðu blondínu með tvær heilasellur? Ólétt blondína að sjálfsögðu. Grin

En ein stúlka tjáði mér um daginn Blonde´s have mure fun. Sú er með mjög mikið ljóst hár, sagðist einu sinni hafa litað það dökkt og þá hafi bara kvenfólk reynt við hana. Cool  Sú stúlka er reyndar alls ekki heimsk,reyndar bráðvel gefin, en ég verð kannski heimskur ef ég umgengst hana mikið. Þetta er erfitt líf. Jæja farinn að læra fyrir heimspekipróf sem er á morgunn.


Búinn að vera of lengi á þingi

Kolbrún Halldórsdóttir er að hefja sitt þriðja tímabil á þingi. En einhvern veginn spyr maður sig að því hvort að hún sé ekki búinn að vera of lengi. Er hún ekki bara kominn á endastöðina? Ég held að svo hljóti að vera. Allavega þegar þingmenn eru farnir að berjast gegn því að börn séu merkt á fæðingardeildinni, annars vegar stelpur með bleiku armbandi og strákar með bláu, þá er eitthvað mikið að. En hún er með fyrirspurn til heilbrigðisráðherra um þetta mál. Á ég virkilega að trúa því að stjórnarandstæðingar finni ekki merkilegri mál til að berjast fyrir og hafa eftirlit með. Það hlýtur að þýða bara eitt. Við erum auðsjáanlega með frábæra ríkisstjórn!!! Allavega að mati Kolbrúnar Halldórsdóttir hjá VG. Ekki get ég lesið neitt annað út úr þessari fyrirspurn hennar.

 

Þingmenn, vinsamlegast komið með alvöru mál til að berjast fyrir, hættið að eyða peningum skattborgaranna í bull og vitleysu.


Hercules og lögin

Dworkinn vill meina að í hverju máli fyrir sig sé til ein rétt regla. Kenning hans er Hippocrates en hann miðar við að Hercules finni ávallt réttu regluna í hverju máli, en hann gerir sér grein fyrir því að mennskir menn séu ekki eins og Hercules en við eigum hinsvegar að reyna að vera eins og Hercules.

Sýn Dworkins á dómarann er ekki eins og Hart, hann sér ekki dómarann sem einhvert opinbert bákn sem til vara búi til lagareglur, heldur sé dómarinn útvörður einstaklingsréttinda og réttinda minnihlutahópa.

Grunnurinn í hugmyndafræði Dworkins er að hafna því að lögin séu bara tæki til að ná pólitískum verkum, hann hafnar því í riti sínu taking rights seriously. Hann gerir skýrar grein á milli réttarfarslegum og þjóðfélagslegum markmiðum en hjá raunsæismönnum rennir þetta saman. Hvað eru þjóðfélagsleg markmið? Réttindi er það sem við eigum að líta til. Dworkinn hugsar alltaf um sig í dómarasætinu og ef þú ert dómari þá áttu ekki að hugsa um þjóðfélagsmarkmið, en þjóðfélagsmarkmið hvetur til málamiðlunar til að ná fram einhverskonar heildarhag. Við eigum ekki að meta reglur út frá því hver er hagkvæmnin af því, þannig að dómarinn á ekki að búa til reglur út frá hagkvæmni þjóðfélagsins.  Það kemur dómaranum ekkert við hvort að úrskurðurinn sé þjóðfélagslega hagkvæmur hann á að vera það staðfastur að dæma eftir lögunum og reglum laganna.


Hvaðan koma lögin? Heimspekihugleiðingar

Á þessari önn hef ég tekið kúrs sem ber rangheitið Almenn Lögfræði IV, hérna upp á Bifröst, en er í raun réttarheimspeki.

Þar erum við að læra um nokkrar kenningar um hvaðan lögin koma. Til hvers eru lög til, eða eru þau almennt til? Þurfum við lög? Eigum við yfirleitt að hafa lög eða eru lög gagnslaus? Eru lögin kannski bara stjórntæki fyrir yfirvöld til að halda borgurum i skefjum á meðan að þau ná sínum markmiðum fram.

Náttúruréttur er ein af þessum stefnum. Þar lærðum við meðal annars um mann sem heitir Tómas Af Aquino, hann sá ástæðu til að skrifa bók, Summa Theologia, um Guðfræði og lögin, hann náði að vísu ekki alveg að klára bókina en sú bók nam 60 bækur í Skírnisbroti er hún var endurútgefin í London 1966 (að vísu er sú útgáfa bæði á latnesku og ensku). En hann taldi að meðal annars væru til:

  1. Eilíf lög
  2. Eðlislög
  3. Mannalög

Hann vildi meina að eilífu lögin kæmu frá Guði, þau væru ekkert annað en sú tegund guðlegrar visku sem stýrir athöfnum og hreyfingum, eilífu lögin væru lög guðs þar sem að mannalögin nái einungis til skynsemi gæddra skepna sem lúta manninum.

Eðlilögin tilheyra allar hneigðir manna svo sem holdleg fýsn, samfarir karls og konu, menntun og afkvæmi ásamt reiði. Okkur væri eðlislægt að hafa samfarir til að eignast afkvæmi sem væri okkur svo eðlislægt að hugsa um þau, fæða, klæða og mennta.

Mannalög væru þau væru byggð á skynsemi og leidd af eðlislögunum. Ef lög væru ekki skynsöm og siðferðislega réttlát, þá væru það ólög. Þeim bæri ekki að taka mark á.

Eins var farið í vildarrétt, þar eru menn á öndverðu meiði varðandi náttúrurétt og vilja meina að siðferði hafi ekkert að gera með lögin. Lög séu bara lög, burt séð frá því hvort að þau séu siðferðislega réttlát eður ei. Borgurum beri að fara eftir lögunum, annars skuli þeim refsað. Ef þú fylgir ekki lagabókstafnum þá skuli bara refsa þér, skiptir engu máli hvort að lögin séu siðferðislega réttlát eður ei. Lög eru bara lög og ekkert kjaftæði meira með það.

Nú ok þá eru Marxistar eftir, ath ekki rugla þeim saman við kommúnisma.

Lögin í huga marxista eru ekkert annað en valdatæki stéttarkúgarana. Þau eru hálfgert ofbeldistæki sem ríkjandi stétt notar til að viðhalda sínum hlut. Þróunarkenningin skv. marxistum kenningunum er ekki þægileg því að hún segir að þróunin verði í ákveðnum stökkum með byltingum Öll vísindi væru dæmd til að detta úr leik, þar sem að það fyndist alltaf eitthvað betra. En Marx tengdi þetta við hagkerfið og vildi meina að framleiðsluöflin væru að þróast í gegnum hagkerfið en þjóðfélagsöflin, pólitík osfrv væri yfirborðið en hitt ynni á undirborðinu.

Lenin taldi ekki hægt að koma á kommúnisma einn tveir og þrír og lagði til að hafa sterkt flokksræðið og sterk ríkisvald, þar með víkur hann mikið frá kenningum Karl Marx. Það tókst ekki að afnema lögin því það þurfti að klára stéttarbaráttuna. Hin opinbera hugmyndafræði til 1937 var að nota þurfti lögin til að ná fram markmiðunum. Þannig að það reyndi meira á lögin sem tæki ríkisvaldsins og voru lögin réttlæt til að ljúka stéttarbaráttunni og síðan áttu þau að deyja út. En lög eru óþörf þar sem að allir eru jafnir.

Fleiri stefnur komu til en ég ætla að bíða með þær.

Spurning hvort að einhver af þessum stefnum er réttari en hin.

  1. Koma lögin frá Guði og skiptir siðferði þeirra máli? Svo segir Tómas af Aquino
  2. Eru lög bara lög óháð siðferði?  Svo segia vildarréttarmenn s.s. Hart
  3. Eru lögin ekki bara valdatæki stéttarkúgara? Svo segir Karl Marx
  4. Eru lögin ekki bara óþörf ef allir eru jafnir? Lenín vildi meina það.

Svarið hver sem vill.


Landafræðikennsla í USA

Þarf nokkuð að segja meira?!!!!!!!!!!! Grin


Heimskir glæpamenn

Einhvern veginn hefur mér ávallt þótt gaman að horfa á lögguþætti. Sérstaklega sanna lögguþætti. Á þessari heimasíðu, Court tv red má sjá heimska glæpamenn fremja glæpi og reyna að stinga lögregluna af, meira að segja má sjá naut stinga lögreglubíl sem er eitthvað sem lögreglumenn lenda ekki í dagsdaglega.

Myndin hér að neðan er þó fengin að láni af annarri heimasíðu, en þarna hefur lögreglan ekið á símasjálfsala og tekið hann með sér. CoolPoliceDrivers.jpg


Slæmur dagur

Nú man ég af hverju ég vildi ekki gerast pípari.

Hvað var lögreglan að elta?

Hvor er þyngri, pabbinn eða barnið?


Jafnrétti og femínistar

Ég hef stundum verið að velta fyrir mér hvað femínistar séu að gera, fyrir hverju eru þær að berjast. Svo ég ákvað að gera örlitla rannsókn á málinu. Tek fram LITLA rannsókn. En á heimasíðu femínistafélags Íslands, segir: "Femínisti er karl eða kona sem veit að jafnrétti kynjanna hefur ekki verið náð og vill gera eitthvað í því." Í markmiðum félagsins kemur svo eftirfarandi fram:

"Markmið Femínistafélags Íslands er að efla gagnrýna og femíníska umræðu á öllum sviðum þjóðlífsins og berjast gegn hverskonar birtingarmyndum kynjamisréttis."

Þetta er mjög fallegt og gott málefni í alla staði, að berjast fyrir jafnrétti og bæta land og þjóð. Að sumu leyti hafa þær gert góða hluti, en einhvern veginn hefur mér virst að femínistar í dag séu að berjast fyrir röngum málefnum. Til dæmis þegar ég les um að eitt af fyrstu verkum þingkonunnar Steinunnar Valdísar sé að berjast fyrir samþykki þingsályktunartillögu um breytingu á stjórnarskránni til að breyta orðinu "Ráðherra" þannig að bæði konur og karlar geti borið það til jafns. Hún kemur ekki einu sinni fram með tillögu að nafni, nema að það sé minister, sem hún virðist mjög hrifin af. Er ekki til mikilvægari málefni til að berjast fyrir á hinu háttvirta alþingi.Ætlar hún þá líka að berjast gegn orðinu Herranótt, Formanni, forseti, vélstjóri, skipstjóri osfrv. Hvaða rugl er þetta?

Eins hafa feminístar verið að berjast gegn vændi. Atli Gíslason lögfræðingur vill til dæmis fara hina sænsku leið eins og sjá mátti í Silfri Egils. Þar er ég algjörlega sammála Brynjari Níelssyni lögmanni um að hún er eins heimskuleg og hægt er. Eins og hann segir, þetta er eins og að dæma fíkniefnakaupandann en ekki fíkniefnasalann, það væri jafnvitlaust. Annað hvort dæmir maður báða aðila eða hvorugan. Ef þú vilt berjast gegn mannsali þá eru lög til sem banna slíkt.

Í dag frétti ég að femínistar fagni ógurlega því að borgarráð tók ólögmæta ákvörðun um að neita öllum nektardansstöðum um rekstrarleyfi. Fer Sóley Tómasdóttir þar fremst í flokki.

Í sama þætti af Silfri Egils bendir Arnþrúður Karlsdóttir á að femínistafélag Íslands er aðallega fyrir sérréttinda hópa. Það er fyrir konur sem hafa náð góðum árangri í lífinu. Til þess eins að þær komist í stjórnir félaga. Maður spyr sig af því hvort að slíkt sé ekki rétt þegar maður sér frumvarp þar sem að lagt er til hina norsku leið, það er að valdahlutfalli í stjórnum félaga skuli vera að lágmarki 40% konur og karla. Skal það gilda um opinber hlutafélög svo og fyrirtækja sem ríki og sveitarfélög eru aðaleigendur að.

Ég er fylgjandi jafnrétti kynjanna, en ég er á MÓTI forréttindum. Ég tel að það eigi ávallt að ráða hæfasta einstaklinginn í starfið, hvaða máli skiptir hvort að það er karl eða kona? Því get ég ekki séð að það skiptir neinu máli hvort að það sé karl eða kona í stjórnum fyrirtækja á meðan að sá hæfasti er ráðinn.

Eitt að lokum, nú er Rúv opinbert hlutafélag, ekki hef ég séð neinn gera athugasemdir við það að í "kvennastarfinu" þulan, starfi eingöngu konur. Nú um daginn var verið að ráða nýjar þulur og þrátt fyrir að eina karlþulan til margra ára hafi verið að hætta ásamt annarri þulu, þá var samt sem áður eingöngu ráðnar kvenkyns þulur. Ekki heyrist bofs frá feminístum út af þessari ráðningu, enda virðist sem að jafnréttið gildi eingöngu á annan veginn hjá þeim eða geta karlmenn kannski ekki sagt: "Næst á dagskrá er..." með sómasamlegum hætti?

Góðar stundir.


Gönguhópurinn Leifur Lost

Glanni 5

Gönguhópurinn Leifur Lost fór í fallegu veðri út að ganga. Göngumenn létu frost og kulda ekki stoppa sig enda eins og áður segir veðrið með einsdæmum fallegt og blankalogn. Þessar myndir voru teknar á símann minn og gæðin náttúrulega eftir því. En fleiri myndir úr göngutúrnum má sjá hér.


Næsta síða »

Höfundur

Leifur Runólfsson
Leifur Runólfsson
Hér mun höfundur blogga um sín hugarefni. Vert er þó að geta þess að hann mun forðast í lengstu lög að blogga um sín persónuleg málefni enda á slíkt ekki heima á bloggsíðum.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • pamela anderson
  • pamela anderson
  • island3
  • her
  • island1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband