Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008

Stæði fyrir trjágróður

Stæði

Þarna hefur einhver skiltagerðamaður ákveðið að setja skllti niður svo að trjágróðurinn vissi hvar þeirra stæði væri.


Nú er vetur - bráðum kemur sumar

Reykjavík

Þessa mynd tók ég er ég gekk upp á Úlfarsfell fyrir nokkrum árum.

Einu sinni var ég líka farþegi í jeppa er ók þarna upp.


Norðurárdalur

Norðurárdalur

Hvað skal segja? 

 


Uppbyggileg réttvísi

Í fjölmiðlum og á ýmsum bloggsíðum er oft talað um að það eigi að þyngja dóma yfir afbrotamönnum. Að eina lausnin á glæpahneigð sé þynging refsingar, því þyngri því betri. Það er eins og fólk haldi virkilega að sakborningar íhugi áður en að þeir fremji glæp hvort að það liggi við honum allt að 2 ára fangelsi eða allt að 10 ára fangelsi. Ég fullyrði að fæstir glæpamenn séu að spá í viðurlögum við glæpnum er þeir ákveða eða fremja glæpinn. Í undantekningartilfellum spá þeir kannski í það, en það er þá eins og ég segi undantekning. Þessu til rökstuðnings bendi ég á Bandaríkin, á fáum stöðum í heiminum eru viðurlög jafn ströng við glæpum og þar, en samt stór hluti þjóðarinnar í fangelsi og ekkert bendir til að fangelsisvist dragi úr glæpum.

Hvað er til ráða? Er það skilorðsbundnir dómar og sektir? Að mínu mati eru skilorðsbundnir dómar hálfgagnlausir einir og sér. Sektir hafa einnig mjög takmarkað að segja og oft á tíðum er þá verið að refsa röngum aðila. Dæmi ef að barn er dæmd í sekt fyrir brot á hegningarlögunum og amma barnsins borgar það nú til að barnið þurfi ekki að fara í fangelsi, þá er í raun verið að refsa ömmunni en ekki barninu sem átti að fá refsinguna.

Ég las ansi merkilega grein að mínu mati í Afmælisriti Jónatans Þórmundssonar sem kom út núna fyrir jólin, en þar skrifar meðal annars Beth Grothe Nielsen grein sem ber nafnið OPBYGGELIG RET. Hún vitnar í rannsókn eftir Balvig, Flemming frá 2006 (Danskernes syn på straf) sem sýnir að flestir Danir vilja ekki refsiþyngingu eftir að þeir hafi verið upplýstir. Síðan segir hún sögu 2ja danskra drengja (16 ára) sem fóru út í Læsö og eyðilögðu þar legsteina, brutu rúður og fleiri skemmdarverk. Fyrir þetta athæfi fengu þeir dóm. En dags daglega heimsóttu drengirnir yfirleitt föður annars þeirra, þar sem að annar drengurinn bjó. Þar drukku þeir vodka með pabbanum og horfðu á vídeó.

Nú svo tekur hún annað dæmi frá Saskatchewan,Kanada. En þar höfðu tveir ungir drengir (13 og 14 ára) kveikt í útihúsi sem stóð við hliðina á einbýlishúsi. Það var ekki þeim að þakka að eldurinn náði ekki í einbýlishúsið og þeir náðust svo á hlaupum. Í ljós kom að þeir höfðu verið að reykja sígarettur og hugsanlega hass, ásamt því að vera að leika sér með eldspýtur og kveikt í stól í gamni og réðu svo ekkert við eldinn sem breiddist út mjög hratt. Í stað þess að dæma þá í fangelsi eða stofnun sem hefði vel verið hægt ákvað fórnarlömbin, hjónin sem áttu húsin, að nýta sér uppbyggilega réttvísi. Haldinn var fundur með aðstandendum drengjanna, foreldrum og systkinum, slökkviðlismanni og lögreglumanni. Farið var yfir málið og talað út um það. Annar drengurinn reyndi að sýna hörku á meðan að hinn var nánast í tárum.

Dómurinn var á endanum sá að drengirnir skyldu passa skólann sinn. Þeir skyldu safna í sínum frítíma ákveðinni upphæð sem skyldist telja til skaðabóta og afhent fórnarlömbunum, lögreglumaðurinn mun taka þessa drengi með sér á ráðstefnur til annarra skóla til að fræða um afleiðinga glæpa. Slökkviliðsmaðurinn mun taka drengina og fara með þá á námskeið um brunahættu og hvernig á að slökkva bruna. Foreldrarnir lofuðu að fylgjast betur með þeim.

Þarna fræðast drengirnir um hættuna sem þeir voru valdir af, ásamt því að borga tilbaka til samfélagsins. Kanadíska hugmyndin kemur frá Indíánum og eins hafa frumbyggjar Nýja -Sjálands, Maorar einnig notast við þessa leið í gegnum tíðina.

Það er ósköp einföld lausn að henda fólki í fangelsi og refsa fólki. En ég tel að það sé sjaldnast besta og ódýrasta lausnin.  Betra sé að bjóða sakborningum uppá einhverskonar meðferð. Til dæmis að gefa fíkniefnaneytendum kost á að fara í fíkniefnameðferð og svo framhaldsmeðferð. Auðvitað geri ég mér grein fyrir því að ekki munu allir koma betri út, en nánast enginn kemur betur út eftir fangelsisvist og því miður leiðast ansi margir aftur út í glæpi sem hafa setið inni.

Viljum við hafa status qou eða viljum við bjóða upp á einstaklingsbundna meðferð fyrir hvern sakborning? Að sjálfsögðu þurfum við að koma sakborningi í skilning um að taki hann ekki meðferðarúrræðið og eins ef að hann brjóti það þá bíður hans ekkert annað en fangelsi.

Mitt persónulega álit er að betra sé að betrumbæta manninn en að refsa honum. Fangelsi séu í raun einungis fyrir allra harðskírustu glæpamennina.

Góðar stundir


Meiri snjór, meiri snjór

Bifröst janúar 2008 001

Bílinn minn.

Bifröst janúar 2008 002

EIns og sést á gæðunum þá eru þessar myndir teknar á símann minn.


Spurning um að grilla

Bifröst janúar 2008 007

Var að spá í að grilla. Horfði út um gluggann og sá þá móta fyrir grillinu. En einhver vandræði var með að opna svalahurðina. Jæja ég grilla bara síðar. Í kvöld notaði ég bara lean mean fat grilling machine!!! 


Hver er maðurinn?

 

 

Þessi maður fæddist í Borgarnesi þann 19 janúar árið 1892 og hefði því orðið 116 ára í dag ef hann væri enn á lífi.

En hver er maðurinn og fyrir hvað er hann þekktur?


Til hamingju Kata

Ætla bara að óska Kötu til hamingju með enn einn sigurinn. En ég varð þess heiðurs aðnjótandi að keppa með Kötu í ræðumennsku hér um árið, að sjálfsögðu sigruðum við og fengum stórann bikar, enda Kata fæddur sigurvegari og frábær ræðumanneskja. Að vísu held ég að Kata sé ekki eins ánægð með þennan sigur.

Það er sjálfsagt erfitt að vera Kata er að svona viðurkenningum kemur!!Cool

 Góðar stundir.


Myndir

Nokkrar myndir frá jólunum og áramótunum fyrst og fremst fyrir fjölskylduna og krakkana.

http://leifsi.blog.is/album/Jologaramot2007/

 Góðar stundir


Næsta síða »

Höfundur

Leifur Runólfsson
Leifur Runólfsson
Hér mun höfundur blogga um sín hugarefni. Vert er þó að geta þess að hann mun forðast í lengstu lög að blogga um sín persónuleg málefni enda á slíkt ekki heima á bloggsíðum.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • pamela anderson
  • pamela anderson
  • island3
  • her
  • island1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband