Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

Húsið og ströndin

Picture Sony 2 043

Á þetta fallega hús rakst ég á, á ferð minni um Lettland hér um árið. Það mætti halda að þetta hús væri úr einhverri ævintýrasögunni þar sem að prins og prinsessa kæmu fyrir. Kannski búa prins og prinsessa í því, veit lítið um það, en það færi þá allavega vel um þau.

Picture Sony 2 044

Í göngufæri við húsið var svo þessi líka ævintýralega strönd. Kannski að fólkið hafi komið með skjaldbökunni til Lettlands og byggt sér þetta hús úr trjáviðnum sem er þar?

Eitt er víst að ég væri alveg til í að eiga svona hús við ströndina. Best að láta sig dreyma áfram.

Góðar stundir


Kostagripur í kreppu

Mikið er talað um kreppu þessa daganna, ekki veit ég hvort að hún mun vara lengi eður ei. En auðvitað vonar maður að hún muni vara sem allra styst.

Á þennan kostagrip rakst ég á bílasölunni í Borgarnesi fyrir um það bil ári síðan. Kannski að þeir hafi séð kreppuna fyrir og því fundist tilvalið að fá þennan grip á svæðið til að selja í kreppunni. Enda líklegt að verktakar og aðrir er þurfa að grípa til svona stórtækra vinnuvéla muni ekki hafa miklar fjármuni á milli handanna í kreppunni. Reyndar gætu þeir þurft að lappa aðeins upp á gripinn áður en hægt verður að nota hann. En þess skal tekið fram að ég er ekki viss hvort að kostagripurinn sé enn til sölu eða hvort að hann hafi selst frá því er ég sá hann á sölunni.

DSC00181


Refsiramminn og dómarinn.

Eftir að dómarinn hefur ákveðið að dæma mann sekan þá er hans stærsta vandamál að ákveða hversu þungur sá dómur skuli vera, hvort að hann skuli vera fangelsisdómur, skilorðsbundinn að hluta eða öllu leyti eða bara hreinlega sekt. Sjá nánar hvernig W.E.v.Eyben sér vandamálið. 

„...den vejledning, dommeren kan opnå ved at studere lovens strafferammer, når han i det konkrete tilfælde skal udmåle straf, er meget ringe. Enten er remmerne så vide at den ukyndige dommer föler sig som en person, der uden at have lært at svömme kastes ud fra en båd midt på åbent hav. Han skimter kysterne i det fjerne, men han ser intet holdepunkt, som han kan klamre sig til. Eller også er rammerne så snævre, at den kyndige dommer föler sig som en habil svömmer, der anbringes i en svömmesele, hvor han haldes stædigt fast af en svömmelærer, der ikke tör tillade svömmeren at tage svömmetag på egen hand. Og svömmeren ser ingen anden udvej end at sprænge den sele, som han er blevet anbragt i.“[1]  


[1] W.E.v. Eyben, Strafudmåling, Kaupmannahöfn 1950, bls 173.   


Tónleikar

Fór á tónleika á föstudaginn langa til styrktar XA-Radíó. Verð að viðurkenna að ég hef aldrei hlustað á þessa útvarpsstöð, en þarna voru margir þekktir tónlistarmenn að spila. Ég og vinkona mín ákváðum á síðustu stundu að fara. Vorum fyrst ekki viss um hvort að það væru til miðar, en jú jú við fengum miða og ákváðum að mæta rétt fyrir opnum til að tryggja okkur góð sæti víst að þau voru ekki númeruð. Hefðum því miður ekki þurft að hafa áhyggjur af því, því satt að segja voru afskaplega fáir mættir.

En þeir tónlistarmenn sem spiluðu voru eftirfarandi:

Bubbi

Pikknikk

KK

Ellen og Eyþór

Einar Ágúst

Poetrix

og Páll Óskar.

Kynnir kvöldsins var Davíð Þór Jónsson

Þetta voru ágætis tónleikar, hefði að vísu verið skemmtilegra að hafa fleiri áhorfendur. Ef þetta hefði verið raunveruleikaþáttur þá hefði ég sent Bubba heim. Hann spilaði einhver voðalega drungaleg lög sem ég þekkti ekki. Allt í lagi að taka kannski eitt af þekktari lögunum einnig, en hann spilaði 3 lög og fannst mér hann mjög þungur í brún eitthvað. Einar Ágúst kom mér aðeins á óvart, en mér hefur fundist nýja platan hans, bara leiðinleg. En hann var bæði með húmor fyrir sjálfum sér og stóð sig bara fantavel. Eins stóð Poetrix sig vel, hafði gaman að honum þó svo ég sé ekki mikið fyrir hipphopp eða rapp tónlist. Pikknikk voru í smá vandræðum með sándið, en þetta er lofandi dúett, KK er alltaf ágætur, Ellen og Eyþór voru frábær. En performer kvöldsins var Palli að öllum ólöstuðum, en hann náði upp feiknastuði í lokinn.

Góðar stundir


Esjan

Jæja gott fólk, síðastliðinn sunnudag fór ég upp Esjuhlíðar í frábæru veðri. Fór reyndar ekki alveg upp á toppinn, lét mér nægja að fara að skriðunum.

Er ég kom að þessari brú þá fannst mér eins og hún væri í styttra lagi. En kannski að það sé bara orðin svona mikil landeyðing við annan enda brúarinnar af ágangi göngufólks.

Við þennan stiga staðnæmdist ég og var lengi að spekúlera í því, hvort að ég ætti að ganga yfir hann eða öðru hvorumegin við hann. Þá er spurning hvorum megin sé betra að fara, hægra megin eða vinstra megin? 

Kannski að hann hafi verið settur fyrir ljósmyndara, þannig að þeir gætu séð yfir eitthvað. Nema að einhvern tímann hafi verið girðing þarna! Gæti verið skýringin.

Útsýnið af Esjunni er ágætt. Eins er Esjan frábært fjall til að ganga á og ná upp þoli. Það er líka miklu skemmtilegra að ganga upp Esjuna en að fara í einhvern líkamsræktarstað. Er ég var að verða kominn upp að skilti 4, sæll og ánægður með árangur minn, en jafnframt orðinn frekar þreyttur og sveittur, haldiði ekki að það hafi komið maður gangandi eins og ekkert væri upp fjallið sem væri ekki í frásögur færandi nema hvað hann var með ungabarn á bakinu og gekk þetta eins og ekkert væri. Þarna sat barnið í stólnum/bakpokanum eða hvað þetta heitir með snudduna og sólgleraugu á meðan að pabbi hans labbaði þarna upp. Eiginlega var ekki hægt annað en að dást að þeim. Því miður náði ég ekki mynd af þeim.

En um páskanna ætla ég að halda áfram með mastersritgerðina mína sem fjallar um ólögmæltar refsilækkunarástæður og svo ætla ég allavega einu sinni upp Esjuna líka.

Fleiri myndir frá Esjunni má sjá í myndaalbúminu sem er aðeins neðar vinstra megin á síðunni.

Góðar stundir


Bifröst. Próf. Borgarnes/Akranes. Esjan.

Jæja, dagurinn í dag byrjaði á því að keyra upp á Bifröst til að taka eitt próf. En það var próf í einkamálaréttarfari II hjá honum Einari Karli. Held að prófið hafi gengið ágætlega þó svo að ég hafi ekki fengið alveg þær spurningar sem ég vildi. En ég fékk fyrst að tala um milliliðalausa sönnunarfærslu og svo um kröfugerð fyrir félagsdómi. Á leiðinni í bæinn, kom ég við bæði í Borgarnesi og á Akranesi, til að láta póstinn vita að ég væri fluttur, skipta um lögheimili og ná svo í nýtt skattkort.

Svo lá leið mín að rótum Esjunnar, en þegar þangað var komið strippaði ég úr jakkafötunum og fór í önnur þægilegri föt og gekk upp Esjuna. Fór reyndar ekki alveg alla leið upp, lét nægja að fara upp í 392 metra hæð og sneri þá við, enda þurfti ég að koma við í fatahreinsun fyrir lokun meðal annars.

Í kvöld var svo farið á fund um fyrirhugaða ferð á Hvannadalshnjúk og líst mér bara betur og betur á þá ferð. Sérstaklega leist mér vel á þegar farastjórinn sagði að það væri RANGT að maður þyrfti að vera í formi lífs síns til að fara þarna upp, vissulega væri betra að vera í góðu formi en aðalmálið væri að hafa úthald. Þetta væri ekki eins erfitt og menn héldu. Svo að nú er spurning um að leggjast bara með fætur upp í sófa og slappa af. hehehe Nei nei, ég stefni á að fara upp Esjuna reglulega núna á næstunni. Svo ef einhver vill labba upp hana með mér, þá er það velkomið.

Set inn myndir síðar er ég verð komin með netið í fartölvuna mína og búinn að finna allar snúrur eftir flutninganna.

Góðar stundir


Klipping

haircut-~-haircut

Þar sem að ég var orðinn nokkur hárprúður og hafði farið í vinnuna á mínum eigin bíl þá ákvað ég að skoða aðeins bæinn og fara í klippingu. Fann rakarastofu, þar sem að eldri maður var að klippa,gott og vel mér veitti ekki af klippingu.  Áður en ég settist í stólinn hafði konan hans hringt og spurt hvenær væri von á honum. Jú jú hann sagðist alveg fara að koma, ætlaði að klippa mig og loka svo. Ok, gott mál hugsaði ég. Við röbbum aðeins saman um hvernig klippingin ætti að vera og hann byrjar að klippa kemur þá inn annar kúnni, rakarinn tjáði honum að hann skyldi klippa hann, enda hafði hann víst komið fyrr um daginn er rakarinn hafði skroppið frá. Rakarinn sagði mér allt um son sinn, virðist vera greindar strákur. En á köflum talaði hann bæði hratt og óskiljanlega að mínu mati, en ég lét sem ekkert væri. Svo byrjaði gemsinn hans að hringja, á endanum svarar hann og ÖSKRAR í símann; "ég má EKKERT vera að því að tala við þig" og sleit samtalinu. Svo er hann eiginlega búinn og tekur upp rakhnífinn til að raka hálsinn, var heillengi að bakstra eitthvað við hnífinn og byrjar svo að raka og það FAST, svo segir hann er hann heldur hnífnum að hálsinum á mér "ég veit að þú kemur aftur..." ekki hvarflaði að mér að segja honum á þessum tímapunkti að ég væri nú ekki jafnviss um það, kæmi bara i ljós. En hann rakaði hálsinn svo FAST að það er langur skurður á hálsinum eftir hnífinn. Svo í þokkabót var svo hræðilega mikil svitalykt af manninum að ég var að kafna á meðan á klippingunni stóð.

Spurning hvort að ég eigi að þora til hans aftur næst þegar ég þarf í klippingu?

Yfirleitt slappa ég vel af í klippingu, en þarna var spennustigið full hátt.

Góðar stundir


Elgur með fæðingarþunglyndi!!!!

Elgur

Í norska bænum Harpefoss sem liggur nokkrar mílur norður af Lillehammer, gerði elgskú sig lítið fyrir og hljóp á hús og beið bana.

Ég hef heyrt talað um að kvenfólk fái fæðingarþunglyndi en þetta er í fyrsta sinn sem ég heyri af elgskú með slíkt þunglyndi. Hvaða önnur ástæða gæti verið fyrir því að elgurinn hljóp á húsið og drap sig? Í fréttinni er tekið fram að eins árs kálfur hennar hafi flúið að vettvangi og að það hafi þurft að aflífa kálf í maga hennar.

Svo geta þeir sem hafa áhuga á skaðabótarétti spáð í það hver beri ábyrgð á tjóninu sem elgurinn olli á húsinu og kostnaðinn við að koma hræinu í burtu og þrífa blóðið.

En um þessa frétt er hægt að lesa hér.


Private road

Einkavegur

On the road to nowhere or maybe not. Who know what will be? What will be will be.

Stundum er bara gaman að bulla. Smile

Góðar stundir


HÆTTUR

Taxi

Jebb ég er hættur að keyra "TAXI" og aðra leigubíla. Í framtíðinni mun ég vonandi eingöngu setjast inn í leigubíl sem farþegi. Stundum gat verið gaman að keyra leigubílinn og spjalla við fólk, sérstaklega þegar maður fór til að mynda lengri ferðir með erlenda ferðamenn. Fór nokkrum sinnum gullna hringinn og það var alltaf jafn gaman. En stundum var ekkert gaman að keyra, eins og í gærkvöldi/nótt á síðustu vaktinni minni. En þá tek ég fjórar manneskjur upp við Player´s og ek þeim í skipasund, en á leiðinni byrjaði einn farþeginn sem sat fyrir miðju aftur í að æla og æla. Angry Er ég náði að stoppa út í kanti var hann dreginn út með hausinn og sagt að liggja þarna á meðan að vinur hans reyndi að þrífa þetta eftir bestu getu. Ég ætla rétt að vona að ælupúkinn sé bæði með samviskubit og timburmenn í dag. En þetta þýddi ósköp einfaldlega fyrir mig að vaktinni var lokið hér með. Ég fór upp í Fellsmúla og þreif bílinn ALLANN hátt og lágt, en einhvern veginn fannst mér lyktin setja fast i bílnum, eins kemst maður í gríðarlegt óstuð þegar svona lagað gerist,  svo ég skilaði bílnum bara og hafði smá rifur á rúðunum til að lyktin færi. Óþolandi svona lið sem getur ekki passað sig í drykkju og ælir hvort heldur er í bíla eða annarsstaðar. En það var langt síðan að síðast hafði verið ælt í bíl hjá mér. Woundering  Svekkjandi líka að enda svona, sérstaklega sökum þess að það var nóg að gera.

Bílinn sem myndin er af er eldri bíl sem ég keyrði fyrir þann aðila sem ég ók alltaf fyrir, en bílinn sem ég var á undanfarið er í raun alveg eins, bara nýrri og silfurgrár að lit.

Góðar stundir


Næsta síða »

Höfundur

Leifur Runólfsson
Leifur Runólfsson
Hér mun höfundur blogga um sín hugarefni. Vert er þó að geta þess að hann mun forðast í lengstu lög að blogga um sín persónuleg málefni enda á slíkt ekki heima á bloggsíðum.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • pamela anderson
  • pamela anderson
  • island3
  • her
  • island1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 22497

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband