Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Fjöllin hafa vakað...

DSC00928

...syngur Bubbi. Esjan hefur vakað með sínum tígurleika yfir Höfuðborgarsvæðið í gegnum tíðirnar. Eitt af fallegri fjöllum landsins og líklegast það fjall sem er mest klifið hér á landi. Sjálfur hef ég farið nokkrar ferðir þangað upp og fleiri eru væntanlegar.

Góðar stundir


Kirkjan

DSC00914

Í dag er sunnudagur, á sunnudögum er ætlast til þess að fólk flykkist til messu í kirkjum landsins. Verð að viðurkenna að ég man bara ekki hvenær ég fór síðast i messu. Líklegast hefur það þó verið er sonur minn fermdist hér um árið. En ég er nokkuð viss um að það verði engin messa í þessari kirkju í dag enda stendur ný og stærri við hlið þessara, um það bil þaðan sem myndin er tekinn. En þetta er gamla Reykholtskirkjan.

Góðar stundir


Losun

DSC00932

Bara svo að það sé á hreinu, þá er bannað að losa, alveg sama í hvaða formi sú losun er.

Ætli það sé einnig bannað að losa í tunnuna?

Ætli ruslakallarnir hafi leyfi til að losa tunnuna?


Keðjan

DSC00931

Rakst á þennan hlut er ég gekk út í Geldinganes fyrir skömmu. Hvað þetta gerir, eða hver tilgangurinn er með þessu hef ég ekki hugmynd um. En þessi hlutur er vel keðjaður niður.

Er þetta kannski "keðjubréf"?

Eitt vakti þó athygli mína, hin hliðin var mun betur máluð. En hún var svona orange á litinn, eins og strætó.

Góðar stundir


Upphaf refsivistar á Íslandi

Margt breytist í áranna rás, eitt af því er hvað þykir refsinæmt. Sumt sem þóttu stórglæpir áður fyrr þykir okkur í dag alveg sjálfsagður hlutur eða allavega þykir okkur ekki eigi að refsa fyrir viðkomandi verknað. Þannig breytist siðferðið og lögin með.

Fram til ársins 1761 voru engin fangelsi til á Íslandi, því þurfti að senda fanga utan til refsivistar fyrst í stað, þá til Danmerkur. Fyrsta lagaboðið sem vitað er af er konungsbréf frá 16. desember 1625. Þar var boðið að senda skyldu konur, sem vildu ekki segja til faðernis barna sinna, til afplánunar í spunahúsinu í Kristjánshöfn. (Heimild: Jónatan Þórmundsson (1992) Viðurlög við afbrotum). Já það breytist margt með tímanum, sem betur fer yrði nú engin kona í dag send í fangelsi hér á landi fyrir að upplýsa ekki hver barnsfaðirinn væri.

Gleðilegt sumar.

Góðar stundir


Refsingar. Ber að þyngja þær, minnka þær eða eru þær mátulegar.

Oft heyrum við fólk hneykslast á að einhver refsing sé ekki nægilega þung, sjaldnast heyrum við að refsingar séu of þungar. Ekki nema þegar Íslendingar eru teknir erlendis, þá er eins og þjóðin fari á annan endann og tali um grimmúð annarra þjóða í garð sakborninga, sbr. sakborningurinn sem sat í einangrun i Færeyjum. 

Refsing er í eðli sínu mjög þungbær fyrir sakborning og þá alveg sérstaklega í formi fangelsisvistar, sem hefur einnig í för með sér flekkun mannorðs viðkomandi aðila. En stundum getur réttindamissir verið sakborningi þungbærri en fangelsisrefsing, en það er nú í undantekningartilfellum að ég myndi ætla.

En hérna er refsiramminn fyrir nokkra glæpi skv. alm.hegningarlögunum nr. 19/1940

173. gr. a. Sá sem flytur inn eða selur fíkniefni allt að 12 ára fangelsi. 

194. gr. nauðgun 1 ár til 16 ára fangelsi. 

217. gr. Sem er minniháttar líkamsárás, sektir eða fangelsi allt að 1 ári.

218. gr. Sem er meiriháttar líkamsárás þá er refsingin allt að 16 ára fangelsi

211.gr. Mannsbani lágmark 5 ár, lengst ævilangt.

Þess skal tekið fram að þetta er refsiramminn, þar er ekki þar með sagt að hann sé fullnýttur þegar sakborningar eru dæmdir, enda á einungis að fullnýta þá í sérlega viðurstyggilegum málum.

Væri forvitnilegt að vita hvað fólki finnst, er þetta nægjanlega þungar refsingar, ber að þyngja þær eða lækka þær. Auðvitað getur verið mismunandi á milli brotaflokka, þarna tók ég einungis nokkra brotaflokka.

Góðar stundir

 


Góður staður

Landsþing JCI á Reykjanes 2007 011

Einu sinni var ég fenginn til að gerast liðstjóri þessa ræðuliðs. En um var að ræða úrslitakeppni á landsþingi hjá JCI. Landsþingið sjálft var haldið á Reykjanesi, en þar er gamall héraðsskóli og já sundlaug sem er heitari en heitasti pottur sem ég hef farið í.

Er kom að taka lokaæfinguna og þá einu sem var tekinn á staðnum, þá fór ég að spá í hvar ég gæti haldið hana.Woundering Ég sá ekkert svæði í héraðsskólanum/hótelinu sem mér leist á. Því ekki vildi ég að við yrðum fyrir truflun, né að hitt ræðuliðið myndi sjá eða heyra til okkar. En á endanum fannst lausnin. Já ég helt síðustu ræðuæfinguna á þessari líka fínu bryggju. Ef viðkomandi ræðumaður hefði í stressi tekið einu skrefi of mikið afturábak þá hefði viðkomandi endað í sjónum. Grin Þess má geta að ræðuæfingin tókst stórkostlega vel og keppnin ágætlega. Enda bárum við að sjálfsögðu sigur úr býtum.

Landsþing JCI á Reykjanes 2007 045

Hér má sá mynd frá verðlaunaafhendingunni, reyndar er þessi mynd ekkert voðalega góð. Enda tók ég hana ekki. haha

Góðar stundir


Dagurinn í dag

Var upp á Bifröst í dag í Réttarsögu hjá Sigurði Líndal. Tíminn var mjög skemmtilegur. En er ég ók undir Esjuna á leiðinni heim þá dauðlangaði mig að stoppa, hoppa út úr bílnum og labba upp Esjuna eða allavega eitthvað upp Esjuhlíðarnar. En ég lét það ógert í þetta sinn. Enda brjálað að gera núna, milliskil á mastersritgerðinni, próf í Sifjarétti hjá Láru Júlíusdóttir og svo 20 bls ritgerð í Réttarsögunni hjá Sigurði Líndal. Svo ég ákvað að Esjuferðin yrði að bíða betri tíma í þetta sinn. Eins hef ég líka hætt við ferðina á Hvannadalshnjúk af persónulegum aðstæðum, sem verður ekki farið út í nánar hér. Spurning að ég plati gönguklúbbinn minn, Gönguklúbbinn Leifur Lost, til að fara í ferð upp á Hvannadalshnjúk að ári.

En núna ætla ég að fara að lesa Hjúskaparlögin nr. 31/1993.

Góðar stundir


Vinnuaðstæður

DSC00151

Þessir tveir verkamenn hafa þá vinnu að festa og losa skemmtiferðaskipin er þau koma til Haíti. En þangað fór ég fyrir ári síðan.

DSC00152

Eftir að búið er að losa skemmtiferðaskipið þá eru mennirnir skyldir eftir á þessari bauju, eða hvað þetta kallast. Veit ekki hvort að þeir þurfi að bíða þarna lengi eftir næsta skipi eða hvort að þeir séu sóttir í millitíðinni.LoL Allavega er eins gott að það sé gott samkomulag á milli þeirra, annars er hætta á að öðrum yrði hent í sjóinn og fengi að dúsa þar þangað til að hinum sterkari myndi þóknast eða utanaðkomandi hjálp myndi berast. 

Veit ekki hvort að íslensk vinnulöggjöf myndi samþykkja þessar vinnuaðstæður, en eitt er víst að ég myndi ekki vilja skipta um vinnu við þá. En ég hef sjálfur stóra skrifstofu fyrir mig einan og toppaðstæður að öllu leyti. Eina sem þeir hafa framyfir mína vinnu er að þeir verða sólbrúnir í vinnunni og vinna utandyra í góðu veðri. Ætla rétt að vona að þeir þurfi ekki að vera þarna í vondum veðrum. Woundering 

Góðar stundir


Skemmtilegt skilti

DSC00003

Rakst á þetta skemmtilega skilti í Manchester Conneticut Usa í fyrra. Man ekki lengur hvað var verið að auglýsa, en skiltið er skemmtilegt og segir jafnvel mikinn sannleika. Því þekkingin fer ekki, en ástin á það til að hverfa, eins góð og hún samt er.

Góðar stundir

 


Næsta síða »

Höfundur

Leifur Runólfsson
Leifur Runólfsson
Hér mun höfundur blogga um sín hugarefni. Vert er þó að geta þess að hann mun forðast í lengstu lög að blogga um sín persónuleg málefni enda á slíkt ekki heima á bloggsíðum.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • pamela anderson
  • pamela anderson
  • island3
  • her
  • island1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband