Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

Skotvopn

Fékk svohljóðandi sms í morgun:

Skotvopn titt er tilbuið til afgreiðslu. Höfum opid frá 10-18 alla virka daga og 10-17 laugardaga. Kvedja Ellingsen

Þess má geta að ég hef ekki byssuleyfi, á ekkert skotvopn og hef aldrei pantað mér skotvopn. Ég bjallaði nú í þetta símanúmer og einu viðbrögðin sem ég fékk var, ó, við höfum seinnilega slegið inn vitlaust símanúmer eða skráð vitlaust símanúmer á pöntuninni.

Við skulum allavega vona að þeir tékki vel á hverjir sækji skotvopnið.

Góðar stundir

 

 


Mætt

Petra Íris Júli 2008 007

Jebb, Petra Íris er einnig komin til landsins. Henni langaði í ís með dýfu, fékk það og tyllti sér niður á Austurvöllinn.

Fram að mánaðarmótum verður hún að passa hjá frænku sinni austur í Vík í Mýrdal, en mun koma til mín um helgar, ásamt Hannesi Ragnari bróður sínum og verður þá reynt að gera eitthvað skemmtilegt.

Góðar stundir


Bæjarins Beztu

Bæjarins beztu

Var á röltinu niðri í bæ í dag með krökkunum mínum er við gengum framhjá bæjarins beztu sáum við fagurlegan skreyttan bíl og fólk sem var betur klædd en aðrir. Óska ég þessum sem öllum öðrum brúðhjónum sem voru að gifta sig i dag, innilega til hamingju með daginn, að sama skapi vonum við að brúðurin hafi orðið södd af pylsunni.

 

SteggurSíðan fórum við á handboltalandsleik, og þar var þessi steggjaður í hálfleik. En varamenn íslenska landsliðsins tóku sig til og dúndruðu boltanum i hann.


Geitur

GeiturSíðustu viku hef ég verið að taka mitt síðasta fag í Háskólanum á Bifröst, ásamt því að vinna við mastersritgerð mína. Er ég gekk á föstudagsmorguninn út á bókasafn þá mættu mér geitur, ég fór að spá í hvort að ég hefði eitthvað ruglast og væri kominn í Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri í stað þess að vera að stunda laganám við Háskólann á Bifröst. Halo

 

 

 

 

GamaldagsSíðar um daginn, ákvað ég að taka smá pásu frá bókasafninu og skrapp í skólann sjálfan, þá fór ég að spá í hvort að ég væri heilli öld á undan samtímanum, allavega fannst mér það miðað við klæðaburð skólasystkina minna.

Í raun minnir þetta mig á myndina Back to the future.

En ástæðan fyrir geitunum og klæðaburði samnemenda mína var 90 ára afmælis Bifrastar, en samt verð ég að viðurkenna að ég er ekki að ná tengingunni við geiturnar.Woundering

 


Hundahald

Lengi hafa menn deild um það hvort að það eigi að vera leyft hundahald eður ei. Sumir vilja alls ekki leyfa hundahald í bæjum og þorpum á meðan að aðrir geta ekki án dýra/hunda verið. Núna er ég að skrifa mastersritgerð á sviði refsiréttar og er talsvert að skoða Alþingistíðindi. Er núna að skoða alþingistíðindi frá 1869, um þáverandi hegningarlög og rakst þar á tilskipun um hundahald á Íslandi.

Tilskipun um hundahald á Íslandi.

Vér Kristjan hinn níundi, af guðs náð Danmerkur konungur, Vinda og Gauta, hertogi í Slésvik, Holtsetalandi......

svo kemur 1.grein

Sérhver húsbóndi skal skýra frá á ári hverju, í kaupstöðunum um fardaga og í sveitunum á hreppaskilaþingum á vorin, fyrsta sinn árið 1871, hversu margir hundar séuá heimili hans, hvort sem hann á þá sjálfur eða einhver annar. Fjögli hundarnir á árinu, þá er hann skyldur að segja lögreglustjóranum í kaupstöðunum og hreppstjóranum til sveita til þess, áður 3 vikur séu liðarn. Að því er snertir hunda þá, sem heima-aldir eru, skal frstur þessi talinn frá því, er þeir eru orðnir fullra 4 mánaða, og að því er snertir aðfengna hunda, frá þeim degi, er þeir komu á heimilið.

2.grein.

Löreglustjórarnir í kaupstöðunum og hreppstjórarnir í sveitum skulu árelga á hreppaskilaþingum á vorin ásamt allt að 4 mönnum, sem kaupstaðar- eða hreppsbúar kjósa, ákveða, hversu marga hunda hver húsbóndi þurfi til þess að hirða nautpening sinn, hesta eða sauðfé, og til þess að verja tún og engjar. Fyrir hvern hund, sem haldinn er fram yfir hina ákveðnu tölu, skal eigandi gjalda 2 ríkisdali á ári.

3.grein.

Lögreglustjóri sá eða hreppstóri, sem í hlut á, skal halda sérstaka bók, og rita þar í tölu og nöfn allra húsbænda í kaupstaðnum eða hreppnum, og skal þar um leið tilgreint, hversu marga hunda hann haldi, og skýrt frá, hvort greiða eigi gjald fyrir hundana eður eigi. svo skal hann og sjá vandlega um, að ekki sé neinstaðar í kaupstaðnum eða hreppnum haldnir aðrir hundar eða fleiri en þeir, sem leyfilegt er að hafa afjgaldslaust samkvæmt 2. grein, eða sem sagt hefir verið til til greiðslu hins lögboðna gjalds. fyrir hvern annan hund, sem hittist, skal eigandinn gjalda 5 ríkisdala fésekt; fær uppljóstramaðurinn annan helming sektarinnar en sveitarsjóðurinn hinn helminginn, og ber eigandanum þar á ofan að greiða hið lögboðna gjald fyrir hundinn. Finnist enginn eigandi að slíkum hundi, skal hundurinn drepinn.

4.grein.

Skyldur er hver sá, sem lætur slátra skepnu, er sullir finnast í, að grafa þegar í stað slátur það sem sullmeingað er, að meðtöldum hausum af höfuðsóttar-kindum, svo djúpt í jörð niður, að hundarnir geti ekki náð því, eða að brenna það. Brot gegn ákvörðun þessari varðar 1-5 rd. sekt, og fær sá annan helming sektarinnar, er uppljóstrar, en sveitarsjóðurinn hinn.

5.grein.

Af upphæð gjalds þess, sem um er rætt í 2.grein, sbr. 3.grein, skal fyrst taka kostnaðinn til að útvega bók þá, sem nefnd er í 3. grein. Af afgangnum fær lögreglustjóri sá eða hreppstjóri, sem í hlut á, annan helmginn, en sveitarsjóðurinn hinn helminginn. Gjaldið skal greitt í fyrsta sinn árið 1872; gjalddagi þess er hinn sami og annara sveitargjalda, og má taka það með lögtaki, ef það er ekki greitt í tækan tíma.

6.grein.

Fyrir tekjum þeim, sem sveitirnar fá samvkæmt þessari tilskipun, skal gjörður sérstakur reikningur á hverju ári, og skal fylgja honum til sönnunar eptirrit af bók þeirri, sem getið er um í 3. grein; skal reikningur þessi vera fylgiskjal emð aðalsveitarreikningum.

7.grein

Með mál þau, sem rísa út af brotum á móti ákvörðununum í tilskipun þessari, skal farið sem almenn lögreglumál.

Eptir þessu eiga allir hlutaðeigendur sér þegnalega að hegða. Gefið í vorum konunglega aðsetursstað Kaupmannahöfn 25. júnimánaðar 1869.

Undir vorri konglegu hendi og innsigli.

 

Fróðlegt að sjá svona gamlar tilskipanir þó svo að þær séu ekki í gildi lengur. Allavega virðist hafa verið framsýni í alþingismönnum þarna eða hvað?


Ekki skíta í bíó

Síðasta laugardagskvöld fór ég og sonur minn í bíó saman. Fórum að sjá myndina Wanted. Fórum á tíu-sýninguna í álfabakkanum.

Ekki ætla ég að gagnrýna myndina, enda les ég aldrei kvikmyndagagnrýni, tel að fólk eigi að fara í bíó bara ef því langar að fara á viðkomandi mynd en ekki hvort að einhver gagnrýnandi segir að hún sé góð eða slæm. En nóg um það.

Við settumst niður aftarlega í salnum með popp og kók eins og vera ber er maður fer i bíó. Fljótlega eftir að myndin hefst verðum við varir við þessa líka fúlu lykt. Ég spurði nú son minn hvort að hann hafi verið að reka við, en hann neitaði því. Jæja við héldum áfram að horfa og aftur kom þessi lykt og aftur og aftur. Svo kom kom loks hlé. Þá vonuðum við svo heitt og innilega að viðkomandi aðili sem gerði ekki annað en að reka við myndi láta sig hverfa úr salnum eða í hið minnsta fara á klósettið að skíta, þannig að þessi ólykt færi. Ég get svarið það, ég held að það hefði verið minni lykt ef að maðurinn hefði bara hreinlega skítið í salnum. En jæja eftir hléið hófst myndin af nýju og enn og aftur gaus líka upp þessi ógeðslega lykt og það ekki einu sinni eða tvisvar, heldur mjög reglulega. Verð að segja að við nutum ekki myndarinnar eins og vera bar sökum þessara lyktar, en fljótir vorum við að koma okkur út og í ferskt loft. 

Einhvern tíma var verið að reyna að markaðssetja kvikmyndir með lykt, ef það hefur verið í líkindum við þessa lykt þá skil ég vel að það hafi ekki gengið. 

Næst þegar ég fer í bíó ætla ég rétt að vona að ég lendi ekki í svona ógeði aftur.

Góðar stundir.


Höfundur

Leifur Runólfsson
Leifur Runólfsson
Hér mun höfundur blogga um sín hugarefni. Vert er þó að geta þess að hann mun forðast í lengstu lög að blogga um sín persónuleg málefni enda á slíkt ekki heima á bloggsíðum.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • pamela anderson
  • pamela anderson
  • island3
  • her
  • island1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband