Rústir og strönd

DSC00322

Í kulda og kreppu á Íslandi hugsar maður til betri tíma og hlýrri landa. Þessi mynd var tekin í Mexico vorið 2007. Ég átti dagstund í Mexico, skoðaði Maya rústir í cancun og sá svo þar þessa fínu strönd.

DSC00327

Góðar stundir


Börnin okkar

Miðvikudaginn 18 apríl 2007 varð stórbruni í miðbæ Reykjavíkur. Þáverandi Borgarstjóri, Vilhjálmur hljóp út af skrifstofunni sinni, fékk bæði hjálm og jakka frá slökkviliðinu og fylgdist vel með öllu saman. Fór í viðtal í beinni og tjáði borgarbúum og öðrum landsmönnum að hér yrði strax byggt upp að nýju um leið og logar yrðu slökktir. Götumyndin yrði látin halda sér og byggðar byggingar í sama anda og þær sem brunnu. Ekki voru allir sáttir við að það skyldu byggja eins byggingar og fyrir var. En allir vildu samt sjá til þess að uppbyggingin hæfist eins fljótt og hægt væri.

Október 2008 011

Til að verja því að fólk færi sér að voða við brunarústirnar var byggð girðing í formi veggjar umhverfis rústirnar til að halda forvitnu fólki frá. Fljótlega fékk einhver þá snilldarhugmynd að taka myndir af börnunum okkar, börnum sem búa á Íslandi og munu erfa Ísland. Voru þessar myndir settar á girðinguna sem hylur brunarústirnar.

Október 2008 012

 

Ef fer sem horfir þá munu þessi börn ekki erfa neitt nema brunarústir í miðbænum, bankakerfi sem er hrunið og skuldir erlendis eftir hina miklu útrás okkar íslendinga sem fór frekar ílla að endingu.

Við skulum vona og trúa því að betur fari, þó svo að það líti ekki vel út í dag. Nú verðum við bara að bretta upp ermar og fara í uppbyggingu og ágætt væri að byrja á því kannski að byggja upp miðbæinn.

Góðar stundir


Leikið sér út á Gróttu.

AAA009A

Tók þessa mynd fyrir mörgum árum síðan af dóttur minni, þar sem að hún var að leika sér út á Gróttu. En þarna hékk fiskur til þerris í gamla daga. Kannski að hann geri það enn við og við.


Á vegi mínum varð...

...risa stór mjöltankur, er ég skrapp til Grindavíkur í dag.

Október 2008 001

Meira að segja sendibílinn sem ekur þarna framhjá sýnist pínulítill við hlið tanksins.

Október 2008 002

Já hann er stór tankurinn, enda sagður vera 12 metra á hæð (eða ummál) og 27 metra á lengd (eða hæð þegar hann er uppréttur).

Október 2008 003

Tankurinn tekur aðeins í, enda ku hann vera ein 90 tonn að þyngd. Ekki á hverjum degi sem svo þungir hlutir eru á ferð um götur landsins.

Október 2008 004

Vagninn sem notaður var við flutninginn er víst 60 hjóla þó svo að ég hafi ekki talið hjólin sjálfur persónulega.

Þarna hafa menn ákveðið að taka sér hvíld yfir daginn og spurning hvort að þeir haldi áfram akstrinum í kvöld eða um helgina.

Góðar stundir


Gluosniu g

DSC00275

Rakst á þessa fasteign í Litháen hér um árið. Þess skal getið að ég fjárfesti ekki í henni né neinni annarri fasteign þar. En þessi eign er kannski dæmigerð fyrir kommúnismann, því lítið viðhald hefur verið á fasteigninni og hún gerð eins ódýr og möguleiki var á. En þess ber að geta að það voru margar fallegar fasteignir líka í Litháen, fasteignir sem ég hefði alveg getað hugsað mér að eiga. En við skulum vona að kreppan á Íslandi verði ekki svo mikil að ljósastaurar munu ryðga nánast i sundur og hús fara í algjöra niðurníðslu. Að vísu eru ýmis hús í miðbæ Reykjavíkur sem mætti taka í gegn. En nóg um það að sinni.

Góðar stundir


Gjárétt

September 2008 065

Gjárétt er friðuð rétt í Reykjanes fólkvanginum. En þangað er stutt göngufæri frá Heiðmerkurvegi er maður kemur inn í Heiðmörkina frá Garðabænum. Þangað er vel þess virði að ganga og skoða minjarnar frá fyrri tíð.

Núna er ég farinn út að ganga með gönguhópnum Leifsa Lost.

Góðar stundir


Family picture

DSC00016

Hluti af skyldmennum mínum sem búa í Bandaríkjunum ásamt sjálfum mér og systur minni sem býr hér á landi. Systir mín sem býr úti tók seinnilegast myndina.


Reykjanes fólkvangur

September 2008 085

Gekk í dag um Reykjanes fólkvang, eins og stendur á vörðunni hér að ofan. Einhver sem er sennilega ólæs hefur séð ástæðu einhvern tímann til að kveikja eld við vörðuna þannig að sótið hefur sést á skiltið að hluta til.

September 2008 083

En skiltið ósköp einfaldlega býður fólki velkomið og biður það um að sýna góða umgengni. Enda er skemmtilegra að njóta náttúrunnar ef að umgengnin er góð. En þetta er stórkostlegur staður og fleiri myndir munu birtast frá þessum stað síðar.

Góðar stundir


Birnir

September 2008 061

Komst að því í dag er ég fór út að ganga að allir Birnir á Íslandi eiga sér lund. Rakst á þennan gróðurlund er ég var á gangi sem ber nafnið Björnslundur, kannski að ísbirnirnir sem komu hingað til lands fyrr á árinu hafi verið á leið í Björnslund, svo er spurning hvort að Björn Bjarnason dómsmálaráðherra fari oft í þennan lund. Hann hefði allavega gott af því svona annað veifið, enda útivera meinholl.

En skyldi einhversstaðar vera til Leifslundur?

Góðar stundir


80

Ágúst 2008 047

Petra Íris ánægð í bílnum, enda ekur pabbi hennar á löglegum hraða sem er 80 kílómetra á klukkustund eins og sjá má út um gluggann.

Góðar stundir


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Leifur Runólfsson
Leifur Runólfsson
Hér mun höfundur blogga um sín hugarefni. Vert er þó að geta þess að hann mun forðast í lengstu lög að blogga um sín persónuleg málefni enda á slíkt ekki heima á bloggsíðum.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • pamela anderson
  • pamela anderson
  • island3
  • her
  • island1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband