12.2.2008 | 17:40
Nafnabreytingar, lögrétta og lögsögumaður alþingis.
Fór áðan á ansi skemmtilega málstofa sem haldinn var í Háskólanum á Bifröst. En þar var Sigurður Líndal lagaprófessor með erindi sem bar heitið: Alþingi á Þingvöllum.
Kom hann þar fram með meðal annars hugmyndir um að taka upp gömul nöfn á ýmsu tengdu starfsemi Alþingis. svo sem að kalla þingsalinn lögréttu og að forseti alþingis yrði kallaður lögsögumaður, reyndar taldi hann að stytta mætti það í lögmann. Persónulega líst mér betur á lögsögumanninn. En fyrrum þingmaður var þarna á staðnum og reyndar annar fyrrum varaþingmaður. Gat ég ekki heyrt betur en að þeim lítist vel á þessar hugmyndir, allavega tjáði Bryndís Hlöðversdóttir að sér þætti þetta áhugaverðar hugmyndir sem ætti fyllilega rétt á sér að skoða.
Eins kom Sigurður Líndal með hugmyndir um að setja Alþingi á þingvöllum að sumri til, það er á sama tíma og Alþingi var sett hið forna, þar sem að forsætisráðherra myndi flytja hélstu stefnumál sinnar ríkisstjórnar og síðan yrði fundi frestað og haldið áfram að hausti í Reykjavík.
Að mínu mati eru þessar hugmyndir bæði mjög þjóðlegar og áhugaverðar. Auðvitað eru ákveðin vandkvæði við að setja þing á þingvöllum, spurning hvort að það þyrfti að reisa hús undir það, því ekki getum við treyst á gott veður og ófært er að láta alþingismenn hýra í roki og rigningu við setningu þings. En vissulega væri þetta þjóðlegt og áhugavert.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.2.2008 | 20:40
Flott hús...
...jebb, þetta hús er mjög flott að utan og enn flottara að innan. En ég tók þátt í smiði þessa húss, eitt sumar er ég var að þvælast í Stockholm. Inn í þessu húsi var allt til alls, æðislegt nuddhornbaðkar, flott eldhús, arinn ofl. Eigandi þessa húss kvaðst vera umboðsmaður Bruce Springsteen í Evrópu. Hann mætti reglulega með bjórkassa og pizzur fyrir okkur. Á sama tíma tókum við þátt í smiði annars húss sem tölvunarfræðingur átti, hann var ekki eins liðlegur. Sá hafði lesið bók um smíðar og fylgdist í smáatriðum með öllu saman og setti út á ef hluturinn var ekki gerður eins og stóð í bókinni hans. Enda gekk hans hús mun hægar í byggingu.
Ég komst að því að ég ætti enga framtíð við smíðar og sneri aftur heim til Íslands. Enda er ÍSLAND BEZT Í HEIMI. Í haust mun ég ljúka Mastersgráðu í lögfræði, kannski mun ég einn góðan veðurdag láta byggja hús fyrir mig, en ég mun sleppa því að lesa mig til um hvernig skuli byggja hús og láta verktakana um það.
Góðar stundir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.2.2008 | 12:43
Það rigndi mikið í nótt...
...en einhvern veginn efast ég um að Norðurá í Norðurárdal hafi flædd upp fyrir bakka sína á þessum stað í ánni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.2.2008 | 10:46
Framtíðar jólatré....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.2.2008 | 16:29
Lögmenn og siðferði
Oft á tíðum skilur fólk ekki hvernig lögmenn geti tekið að sér að verja sakborninga. Sérstaklega þá sakborninga sem hafa framið gróf og alvarleg brot. Til að mynda barnaperra og morðingja. Margir halda að lögmenn séu gjörsamlega siðblindir ef þeir taka að sér að verja slíka menn. En þar fer fólk í raun villu vegar, því að lögmaðurinn er í raun ekki að verja brot þessara manna heldur er hann að verja réttvísina. Það er að sakborningurinn fái réttlát réttarhöld. Hann á að sjá til þess að allt komi fram sem getur komið sakborningi til refsilækkunar og að saksóknarinn fari ekki út fyrir sitt svið, heldur notist eingöngu við þau lagalegu úrræði sem eru til staðar. Þannig á lögmaður að efla rétt og hindra órétt eins og kemur fram í 1.gr. siðareglna lögmannafélagsins, síðan segir í 8.gr. að lögmaður skuli leggja sig fram um að gæta hagsmuna skjólstæðinga sinna. Ber honum að vinna það starf án tillits til eigin hagsmuna eða persónulegra skoðana osfrv.
Góðar stundir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.2.2008 | 18:02
Hvildartími ökumanna bara fyrir suma ekki fyrir alla eða hvað?
Er atvinnubílstjóri og atvinnubílstjóri ekki það sama? Eru sumar stéttir af atvinnubílstjórum betur treystandi en öðrum stéttum af atvinnubílstjórum til að meta áhrif þreytu á hæfni sína til aksturs?
Ökumenn sem aka um á rútum og flutningabílum skulu skv. 44.gr.a umferðarlaganna (lög nr. 50/1987) hlíta reglum um hvíldartíma sem ráðherra setur. Í reglugerð nr. 662/2006 hefur ráðherra sett svo nánari reglur um hvíldartíma þeirra sem aka um á bifreiðum með ökurita. Þarna er tiltekið nákvæmlega hversu margar klukkustundir á viku ökumaður má aka viðkomandi bifreiðum, hversu langa hvíld hann þurfi á að halda áður en hann ekur aftur af stað. Þessar reglur eru settar til að auka öryggið í umferðinni. En það eru fleiri atvinnubílstjórar sem aka mikið og lengi í umferðinni en þeir sem aka bifreiðum með ökuritum. Til dæmis leigubílstjórar. En það furðulega er að það eru engar slíkar reglur til um hvíldartíma leigubílsstjóra. Nema sú sem gildir um alla ökumenn og er að finna í VII kafla umferðarlaganna í 44.greininni:
VII. Um ökumenn.
Veikindi, áfengisáhrif o.fl.
44. gr. Ökumaður skal vera líkamlega og andlega fær um að stjórna ökutæki því, sem hann fer með.
Enginn má stjórna eða reyna að stjórna ökutæki, ef hann vegna veikinda, hrörnunar, ofreynslu, svefnleysis, neyslu áfengis eða annarra örvandi eða deyfandi efna eða annarra orsaka er þannig á sig kominn, að hann er ekki fær um að stjórna ökutækinu örugglega.
Þannig virðist sem að leigubílstjórum sem treystandi fyrir því að hafa vit á því að hætta að keyra er þeir eru orðnir þreyttir og slæptir en hinsvegar virðist ekki vera hægt að treysta atvinnubílstjórum sem aka bifreiðum með ökuritum í til þess að finna út hvort að þeir séu orðnir þreyttir. Hvað veldur þessari mismunum veit ég ekki. En ég tel að þetta sé hugsanlega brot á jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar.
Eitt veit ég fyrir víst að það eru til leigubílstjórar sem halda áfram að keyra þrátt fyrir þreytu. Enda þegar mikil törn er, til dæmis aðfaranætur laugardaga og sunnudaga þá eru menn ekkert að hætta að aka þegar fjöldinn allur bíður eftir leigubíl í miðbæ Reykjavíkur. Eins eru oft svokallaðir harkarar (eins og ég) að keyra bíla á þessum tíma, sumir leyfishafar setja beint eða óbeint pressu á þá að ná inn góðri upphæð. Því keyra menn þó að þeir séu örþreyttir. Reyndar er ég svo heppinn að sá sem ég ek fyrir er ekki með neina pressu á mig. En helgarharkarar eru alls ekki verri bílstjórar en aðrir, jafnvel betri og minna þreyttir enda mega þeir einungis aka frá kl 20 á kvöldin til kl 8 að morgni eða tólf tíma í senn, á meðan að leyfishafinn má aka allan sólarhringinn sýnist honum svo, gegn því að hann meti svo að hann sé óþreyttur skv. umferðarlögunum!!
Stundum hef ég spáð í það hvort að löggjafinn þykir minna koma til öryggis þeirra sem ferðast með leigubifreiðum en stærri bifreiða! En eitt er víst að syfjaður ökumaður hvort sem hann ekur um á leigubíl, rútu eða vörubíl getur ollið stórslysi jafnvel dauðaslysi.
Reyndar má geta þess að það eru nokkrar undantekningar í reglugerðinni um hvíldartíma stórra ökutækja. Eigi get ég skilið hví það er nauðsynlegt að veita þeim sem aka með búnað fyrir fjölleikahús og tívoli undanþágu!!
Reglugerð þessi gildir ekki um bifreið sem:
a) | notuð er til farþegaflutninga í reglubundnum ferðum, sé ökuleiðin ekki lengri en 50 km |
b) | lögregla, slökkvilið eða almannavarnir nota |
c) | notuð er í tengslum við störf við fráveitu, flóðavernd, vatns-, gas- og rafmagnsveitu, viðhald á vegum og eftirlit, sorphreinsun, símaþjónustu, póstflutninga, útvarps- og sjónvarpssendingar og við að miða út útvarps- eða sjónvarpssendibúnað eða móttökutæki |
d) | notuð er í neyðartilvikum og við björgunarstörf |
e) | ætluð er sérstaklega til að nota við læknisþjónustu |
f) | notuð er til að flytja búnað fyrir fjölleikahús og tívolí |
g) | ætluð eru sérstaklega til að nota við aðstoð á vegum |
h) | er reynsluekið á vegum vegna tækniþróunar, viðgerðar eða viðhalds eða vegna þess að bifreiðin er ný eða endurbyggð og hefur ekki verið tekin í notkun |
i) | notuð er til að flytja vörur til persónulegra þarfa en ekki í atvinnuskyni |
j) | notuð er til að safna mjólk frá búum og flytja til baka mjólkurílát eða mjólkurafurðir til dýraeldis. |
En að lokum bið ég fólk um að halda sig vakandi við aksturinn til að koma í veg fyrir umferðarslys.
Bætt umferð betra líf.
Góðar stundir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.2.2008 | 12:29
Besti háskólinn í heiminum í dag...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.2.2008 | 22:58
Pólitískar nefndir er það alltaf besta lausnin?
Eru pólitískar nefndir alltaf besta lausnin? Er þá aðalmálið í hvaða flokki nefndarmenn eru? Eigum við að skipta út nefndarmönnum í hvert sinn sem nýr meirihluti tekur við, hvort sem er í ríkisstjórn eða sveita-eða-borgarstjórn? Ég fór aðeins að spá í þetta eftir að hafa óvart kíkt á blogg hjá ungum manni, manni sem styður annan stjórnmálaflokk en ég geri. Reyndar er ég ekki meðlimur í neinum stjórnmálaflokki, en ég myndi seint styðja Samfylkinguna.
Öll hljótum við að geta verið sammála um að við viljum börnunum okkar allt hins besta. Börn eigi að alast upp við sem bestar aðstæður. Ef við verðum vitni að vanrækslu á börnum þá ber okkur að tilkynna það til barnaverndaryfirvalda sbr. 16. gr. Barnaverndarlaga nr. 80/2002
16. gr. Tilkynningarskylda almennings.
Hverjum þeim sem hefur ástæðu til að ætla að barn búi við óviðunandi uppeldisaðstæður, verði fyrir áreitni eða ofbeldi eða stofni heilsu sinni og þroska í alvarlega hættu er skylt að tilkynna það barnaverndarnefnd.
Annars er hverjum manni rétt að gera barnaverndarnefnd viðvart um hvert það tilvik sem telja má að hún eigi að láta sig varða.
Eins og sést á 16.gr. þá ber almenningi að tilkynna slæma meðferð á börnum til barnaverndarnefndar eins og ég hef áður komið að. Hlutverk nefndarinnar kemur svo fram í 12.gr. sömu laga.
12. gr. Almennt um hlutverk barnaverndarnefnda.
Hlutverk barnaverndarnefnda er eftirfarandi:
1. Eftirlit. Barnaverndarnefndir skulu kanna aðbúnað, hátterni og uppeldisskilyrði barna og meta sem fyrst þarfir þeirra sem ætla má að búi við óviðunandi aðstæður, sæti illri meðferð eða eigi í alvarlegum félagslegum erfiðleikum.
2. Úrræði. Barnaverndarnefndir skulu beita þeim úrræðum samkvæmt lögum þessum til verndar börnum sem best eiga við hverju sinni og heppilegust þykja til að tryggja hagsmuni og velferð þeirra.
3. Önnur verkefni. Barnaverndarnefndir hafa með höndum önnur þau verkefni sem þeim eru falin í þessum lögum og öðrum lögum. Heimilt er sveitarstjórn að fela barnaverndarnefndum frekari verkefni sem varða aðstæður barna og ungmenna í umdæmi hennar.
Skylt er barnaverndarnefnd að aðstoða foreldra við að gegna forsjárskyldum sínum og grípa til viðeigandi úrræða samkvæmt ákvæðum þessara laga ef nauðsyn ber til.
Barnaverndarnefnd fer með mjög alvarlegan og vandmeðfarin málaflokk. Því hefði ég haldið að þar væri brýn nauðsyn til að hafa fagaðila í nefndinni óháðan stjórnmálaskoðunum nefndarmanna. Enda hafa stjórnmálaskoðanir ekkert að gera með þennan málaflokk, þar með tel ég óþarfi að skipta út nefndarmönnum í hvert sinn sem nýr meirihluti kemur til. Barnaverndarnefndir þurfa að njóta trausts almennings og því eru örar breytingar á þeim ekki til góðs.
Nýi borgarstjórnarmeirihlutinn skipaði Kristínu Edwald sem nýjan formann nefndarinnar,(sjá hér) en þeir gleymdu bara einum hlut, það er að spyrja hana hvort að hún hefði áhuga og tíma á að taka þetta starf að sér!!! Hún gaf strax út yfirlýsingu um að hún tæki þetta ekki að sér og því verður skipaður nýr einstaklingur í embættið væntanlega núna á þriðjudaginn 5 febrúar. Við skulum vona að það finnist mjög hæfur einstaklingur sem tekur starfið að sér og sinnir því að alúð.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
31.1.2008 | 19:37
Stæði fyrir trjágróður
Þarna hefur einhver skiltagerðamaður ákveðið að setja skllti niður svo að trjágróðurinn vissi hvar þeirra stæði væri.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar