Færsluflokkur: Bloggar
23.9.2008 | 19:11
Hannes Ragnar og Petra Íris
Alltaf gaman að vaða, jafnvel þó svo að maður sé orðinn stærri en pabbi sinn. Verst hvað áin var vatnslítil þarna, eða kannski eins gott þar sem að þau voru bara í strigaskóm.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.9.2008 | 23:30
Staðará
Þessi á, heitir Staðará og skilur að Árbæ og Stað. Þessir sveitabæir eru í Reykhólasveitinni, stutt frá þar sem að Dagvaktin er tekin. En þessi mynd var tekin í Ágúst síðastliðnum upp á fjallinu eftir mikla þurrka og áin því mjög vatnslítil.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.9.2008 | 17:44
Jesus...
Hér um árið kom ég aðeins við á Cayman Islands. Þar rakst ég á þennan vegg sem hafði verið málaður með texta í tilefni fellibylsins Ivan.
Þess skal tekið fram að ég á EKKI leynilegan bankareikning á Cayman Islands.
Góðar stundir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.9.2008 | 18:20
Hvolpar
Fyrr í mánuðinum fæddust nokkrir hvolpar, er þessi mynd var tekinn hafa þeir verið ca. 9 klukkustundagamlir eða svo. Þessi sem sést á myndinni er með áberandi rautt trýni, en enginn af hinum. En áður en maður veit af munu þeir vaxa úr grasi.
Góðar stundir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.9.2008 | 19:14
Jörðin hrækir á mann
Skrapp í sumar til Hveragerðis og vissi ekki fyrr en að jörðin fór að reyna að hrækja á mig allt um kring, það var eins og að landið væri að kúgast, væri með kvef eða eitthvað lasið, allavega skutust upp brúnleitar heitar drulluslettur hér og þar í kringum mig og son minn. En þar sem að jörðin gat ekki miðað á okkur né neinn annan þá fóru flestar sletturnar beint upp i loft og svo aftur niður í sama pollinn. Já náttúran er undarlegt en skemmtilegt fyrirbæri.
Góðar stundir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.9.2008 | 10:37
Vatn
Stundum heillist vatnið yfir mann í formi rigningar, eins heillist vatn yfir mann er maður fer í sturtu. Þarna væri hugsanlega hægt að fara í náttúrulega sturtu, en þarna hefur vatnið safnast saman í svokallaðan árfarveg sem rennur svo í rólegheitum þangað til það kemur að klettum þá steypist það niður og breytist í foss. En þessi tiltekni foss heitir Seljalandsfoss og er enn af þeim fegurri hér á landi að mínu mati.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.9.2008 | 16:52
Kýr
Skepna að virða fyrir sér þessar furðulegu verur sem komu að hitta hana fyrr í sumar. Hvaða fólk skyldi þetta nú eiginlega vera, best að hnusa aðeins að þeim og finna lyktina af þessu fólki. Seinnilegast hef ég nú hitt þetta fólk áður...
Sumar skepnur heilsa með því að rétta fram fót, til dæmis hundar, en þessi skepna ákvað að heilsa með tungunni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.9.2008 | 22:27
Gönguklúbburinn Leifur Lost
Jæja nú eru flestir ef ekki allir meðlimir gönguklúbbsins Leifur Lost fluttir í bæinn. Því mun sá gönguklúbbur fara af stað aftur. Þó ekki fyrr en eftir næstu helgi, enda erum við nokkur úr hópnum að útskrifast um einmitt næstu helgi. Seinnilega munum við þó ekki ganga þar sem að þetta skilti er, en ég rakst á þetta skilti á einu af mörgum ferðalögum mínum um Hveragerði í sumar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.9.2008 | 21:59
Lögfræðingur eða bóndi!
Einhvern veginn líður mér alltaf mjög vel í sveitinni og skrepp á hverju ári í Reykhólasveitina, þar sem ég var í sveit sem stráklingur. Í raun hefði ég kannski frekar átt að fara í nám á Hvanneyri í stað þess að fara í lögfræði á Bifröst. Hugsa að ég hefði alveg notið mín sem bóndi út í afdölum, en þið megið samt ekki misskilja mig, lögfræðin er líka mjög skemmtileg, enda eins gott, því ég er að útskrifast með ML-gráðu núna á laugardaginn kemur.
Á þessari mynd má sjá þrjá heimalinga fá sér smá mjólkursopa.
Góðar stundir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.8.2008 | 23:17
Borgarstjórn Reykjavíkur
Einhvern veginn held ég að þessir tveir tuddar væru skárri í Borgarstjórn Reykjavíkur en núverandi borgarfulltrúar og þá á ég bæði við fulltrúa minnihluta og fulltrúa meirihluta. Hef enga trú á þessu fólki og svo hafa pottþétt verið mikil baktjaldamakk í flokkunum við að ákveða hverjir fengu að vera í hvaða nefndum. Vona bara að það muni hæft fólk bjóða sig fram við næstu kosningar. Einhvern veginn grunar mig að þá munu einungis þrír flokkar fá menn inn, það er Sjálfstæðisflokkurinn, Samfylkingin og Vinstri Grænir. En þetta mun koma í ljós eftir næstu kosningar.
En tuddunum þarna treysti ég vel, enda góðir og saklausir tuddar.
Góðar stundir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar