Færsluflokkur: Bloggar
6.3.2008 | 21:54
Klipping
Þar sem að ég var orðinn nokkur hárprúður og hafði farið í vinnuna á mínum eigin bíl þá ákvað ég að skoða aðeins bæinn og fara í klippingu. Fann rakarastofu, þar sem að eldri maður var að klippa,gott og vel mér veitti ekki af klippingu. Áður en ég settist í stólinn hafði konan hans hringt og spurt hvenær væri von á honum. Jú jú hann sagðist alveg fara að koma, ætlaði að klippa mig og loka svo. Ok, gott mál hugsaði ég. Við röbbum aðeins saman um hvernig klippingin ætti að vera og hann byrjar að klippa kemur þá inn annar kúnni, rakarinn tjáði honum að hann skyldi klippa hann, enda hafði hann víst komið fyrr um daginn er rakarinn hafði skroppið frá. Rakarinn sagði mér allt um son sinn, virðist vera greindar strákur. En á köflum talaði hann bæði hratt og óskiljanlega að mínu mati, en ég lét sem ekkert væri. Svo byrjaði gemsinn hans að hringja, á endanum svarar hann og ÖSKRAR í símann; "ég má EKKERT vera að því að tala við þig" og sleit samtalinu. Svo er hann eiginlega búinn og tekur upp rakhnífinn til að raka hálsinn, var heillengi að bakstra eitthvað við hnífinn og byrjar svo að raka og það FAST, svo segir hann er hann heldur hnífnum að hálsinum á mér "ég veit að þú kemur aftur..." ekki hvarflaði að mér að segja honum á þessum tímapunkti að ég væri nú ekki jafnviss um það, kæmi bara i ljós. En hann rakaði hálsinn svo FAST að það er langur skurður á hálsinum eftir hnífinn. Svo í þokkabót var svo hræðilega mikil svitalykt af manninum að ég var að kafna á meðan á klippingunni stóð.
Spurning hvort að ég eigi að þora til hans aftur næst þegar ég þarf í klippingu?
Yfirleitt slappa ég vel af í klippingu, en þarna var spennustigið full hátt.
Góðar stundir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.3.2008 | 18:20
Elgur með fæðingarþunglyndi!!!!
Í norska bænum Harpefoss sem liggur nokkrar mílur norður af Lillehammer, gerði elgskú sig lítið fyrir og hljóp á hús og beið bana.
Ég hef heyrt talað um að kvenfólk fái fæðingarþunglyndi en þetta er í fyrsta sinn sem ég heyri af elgskú með slíkt þunglyndi. Hvaða önnur ástæða gæti verið fyrir því að elgurinn hljóp á húsið og drap sig? Í fréttinni er tekið fram að eins árs kálfur hennar hafi flúið að vettvangi og að það hafi þurft að aflífa kálf í maga hennar.
Svo geta þeir sem hafa áhuga á skaðabótarétti spáð í það hver beri ábyrgð á tjóninu sem elgurinn olli á húsinu og kostnaðinn við að koma hræinu í burtu og þrífa blóðið.
En um þessa frétt er hægt að lesa hér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.3.2008 | 21:10
Private road
On the road to nowhere or maybe not. Who know what will be? What will be will be.
Stundum er bara gaman að bulla.
Góðar stundir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.3.2008 | 18:12
HÆTTUR
Jebb ég er hættur að keyra "TAXI" og aðra leigubíla. Í framtíðinni mun ég vonandi eingöngu setjast inn í leigubíl sem farþegi. Stundum gat verið gaman að keyra leigubílinn og spjalla við fólk, sérstaklega þegar maður fór til að mynda lengri ferðir með erlenda ferðamenn. Fór nokkrum sinnum gullna hringinn og það var alltaf jafn gaman. En stundum var ekkert gaman að keyra, eins og í gærkvöldi/nótt á síðustu vaktinni minni. En þá tek ég fjórar manneskjur upp við Player´s og ek þeim í skipasund, en á leiðinni byrjaði einn farþeginn sem sat fyrir miðju aftur í að æla og æla. Er ég náði að stoppa út í kanti var hann dreginn út með hausinn og sagt að liggja þarna á meðan að vinur hans reyndi að þrífa þetta eftir bestu getu. Ég ætla rétt að vona að ælupúkinn sé bæði með samviskubit og timburmenn í dag. En þetta þýddi ósköp einfaldlega fyrir mig að vaktinni var lokið hér með. Ég fór upp í Fellsmúla og þreif bílinn ALLANN hátt og lágt, en einhvern veginn fannst mér lyktin setja fast i bílnum, eins kemst maður í gríðarlegt óstuð þegar svona lagað gerist, svo ég skilaði bílnum bara og hafði smá rifur á rúðunum til að lyktin færi. Óþolandi svona lið sem getur ekki passað sig í drykkju og ælir hvort heldur er í bíla eða annarsstaðar. En það var langt síðan að síðast hafði verið ælt í bíl hjá mér. Svekkjandi líka að enda svona, sérstaklega sökum þess að það var nóg að gera.
Bílinn sem myndin er af er eldri bíl sem ég keyrði fyrir þann aðila sem ég ók alltaf fyrir, en bílinn sem ég var á undanfarið er í raun alveg eins, bara nýrri og silfurgrár að lit.
Góðar stundir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.3.2008 | 13:07
Refsingar og lögregluaðgerðir
Síðdegis í gær leið mér eins og glæpamanni er ég ók einn í bíl mínum frá Bifröst og í bæinn fullum af dóti (ekki dópi). Ekki að ég hafði orðið uppvísum að neinum glæp eða gert neitt af mér. Enda er ég fremur einföld og saklaus sál. Hafði um það bil tveim mánuðum áður ákveðið að lokaflutningar í bæinn skyldi verða þann 29 febrúar.
En af hverju leið MÉR þá eins og glæpamanni? Jú sökum þess að yfirvöld höfðuð ákveðið að hefjast til innrásar á Bifröst deginum áður, en þá mættu fjölmennt lögreglulið frá Borgarbyggð, Dölum, fíkniefnalögreglunni í Reykjavik, tollgæslumenn og til að kórana þetta allt saman einnig sérsveit lögreglunnar ásamt hundum. Enda "væntanlega" stórhættulegt lið sem býr á Bifröst. Eftir að hafa hertekið Bifröst var ráðist inn í þrjár íbúðir með húsleitarheimildir. Í þessum þremur íbúðum fundust meint fíkniefni og þar með var "Stóra"dópmálið á Bifröst orðin raunin og komið í alla hélstu fréttamiðla landsins. En skv. fréttum munu efnin vega alls 0,5 grömm. Það gera að meðaltali í þessum þremur íbúðum 0,166 grömm. Nú er ég ekki eðlisfræðingur og þekki ekki heldur til eðlisþyngda þessara efna, né hef ég neina þekkingu alls á fíkniefnum, en einhvern veginn held ég að þessar aðgerðir hafi verið í hróplegu ósamræmi miðað við það magn fíkniefna sem fannst að lokum. En væntanlega hafa yfirvöld talið að um mun stærra mál væri að ræða. Ekki ætla ég að verja gjörðir þessara þriggja einstaklinga, er einungis málkunnugur einum þeirra og er algjörlega mótfallinn dópneyslu. En hinsvegar þykir mér refsing þeirra ná langt út fyrir mörk glæpsins. Það hafa verið birt nöfn og myndir af þessum einstaklingum á sumum netmiðlum, þeir voru ekki bara rekin af háskólasvæðinu heldur einnig líka úr skólanum. Þar með er námið þeirra ónýtt. Svo munu þau væntanlega fá einhverja sekt frá ríkinu fyrir vörslu efnanna.
Er virkilega þörf á að taka fólk af lífi fyrir glæp af þessari stærðargráðu? Heldur fólk að þessar aðgerðir muni hafa fyrirbyggjandi mátt? Ég held ekki, enda er löngu sannað að þyngri refsingar hafa ekki fælingarmátt. Ég hefði talið betra að reka þessa einstaklinga af háskólasvæðinu, áminna þá og gefa þeim þannig kost á að ljúka sínu námi. En það búa ekki allir innan svæðis sem stunda nám á Bifröst.
Þó svo að ég skilji ekki hvernig ungt og greint fólk dettur í hug að fara í sjálfseyðingarhvöt með því að dópa, þá er staðreyndin sú að Bifröst er ekkert öðruvísi en önnur þúsund manna samfélög hér á landi, þú finnur þar fólk sem á við ýmis vandamál að stríða, svo sem þunglyndi, áfengisvandamál og því miður fólk sem neytir fíkniefna. Ætli fólk sem er tekið fyrir vörslu fíkniefna í stúdentagörðum annarsstaðar á landinu sé tekið svona af lífi í fjölmiðlum? Einhvern veginn efast ég um það. Í raun þykir mér það mun athyglisverðari frétt hversu litlu svona stór og fjölmenn lögregluaðgerð skilaði. En reyndar er ekki gott að sjá árangur svona aðgerða fyrirfram.
Þetta mál, þessar aðgerðir ásamt linnulausum fréttaflutningi af því, en þess má geta að Stöð2 var með lið á staðnum í gærdag langt frameftir degi, truflandi kennslutíma og takandi myndir. Þetta þykir mér með ólíkindum að skólayfirvöld hafi leyft, hefur bara svert nafn skólans. Það þykir mér verst af öllu. Því að langflestir nemenda og starfsmenn þessa skóla eru sómafólk og frábærir einstaklingar. Finnst mér því ömurlegt hvernig þetta mál var blásið upp, því í raun var ekki um stórt mál að ræða. En þetta er bara mitt mat á þessu máli, vonandi munu þessir þrír einstaklingar fara i meðferð og taka á sínum málum. Því á endanum er þetta sorglegast fyrir þau og þeirra fjölskyldur. Óska ég þeim alls hins besta í framtíðinni og vonandi mun ég aldrei aftur þurfa að líða eins og glæpamanni er ég ek frá eða til Bifrastar.
Góðar stundir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.2.2008 | 01:38
Breytingar
Jæja spurning hvort að maður sé að komast á breytingaraldurinn eða hvað!!! Allavega eru nokkrar breytingar framundan hjá mér um þessi mánaðarmót. Fór í kvöld upp á Bifröst og kláraði að taka síðustu húsgögnin í bæinn. Er sem sé að flytja í Garðabæinn. Þess má geta að lögreglurassíunni var lokið er ég kom uppeftir svo ég missti af henni til allra lukku. Nú svo við höldum áfram með breytingarnar, þá mun ég hætta að krassa í Teigaselinu um helgar og þegar ég er í bænum, þar sem að ég er eins og áður segir að flytja í Garðabæinn. Nú, ég er búinn að fá vinnu sem fulltrúi hjá Sýslumanni hér rétt fyrir utan höfuðborgina og mun ég hefja störf á mánudaginn, sem þýðir að ég mun hætta að keyra TAXA um helgar og í afleysingum. Væntanlega verður þetta því síðasta helgin mín sem ég mun keyra leigubíl og það er bara góð tilfinning.
Er ég byrjaði á Bifröst þá var nú fyrsta markmiðið bara að klára Frumgreinadeildina og sjá svo til, það tókst og þá var ákveðið að klára bs gráðuna í Viðskiptalögfræði, svo átti nú bara að fara út á vinnumarkaðinn og fara að vinna. Nú það tókst að klára þessa bs gráðu og gekk bara ágætlega, þá fór maður að hugsa að maður þyrfti nú ekki að bæta svo mikið við sig í viðbót og þá væri maður orðinn að lögfræðingi, nú er það komið langleiðina í hús, farið að sjá vel fyrir endanum á því og þá er maður farinn að hugsa um að taka Héraðsdómslögmannsréttindin í byrjun árs 2009. En þetta er búinn að vera mjög skemmtilegur tími og að vissu leyti synt að honum skuli vera að ljúka núna en líka viss tilhlökkun yfir framtíðinni.
Sem sé í stuttu máli, fluttur af Bifröst, fluttur í Garðabæinn, hætti að gista í Teigaselinu um helgar, hætti að keyra TAXA og er kominn með nýja vinnu sem fulltrúi hjá sýslumanni. Svo mun ég í haust klára endanlega ML-gráðuna og verð þá ekki lengur viðskiptalögfræðingur, heldur lögfræðingur. Svo stefnir maður á að taka Héraðsdómslögmannsréttindi innan árs eða svo.
Góðar stundir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.2.2008 | 23:38
Mission Hvanndalshnjúkur
Góð vinkona mín tjáði mig um daginn að hún væri búinn að skrá mig í gönguferð með vinnunni sinni. Ég sagði bara flott, líst vel á það, hvert á annars að fara? Jú það er HVANNADALSHNJÚKUR, takk fyrir. Búinn að vera að velta þessu soltið fyrir mig, vissulega spennandi að fara á Hnjúkinn, en ég verð bara að vera hreinskilinn, ég gæti verið í betra formi og einhvern veginn tel ég að það sé lykilatriði að vera í góðu formi fyrir slíkt mission sem Hvannadalshnjúkur er.
Nú ekki ætla ég að gefast upp fyrirfram og hef því ákveðið að koma mér í form. Í dag var æðislegt veður hér i höfuðborginni og sá ég mér færi á að plata hana til að ganga upp Esjuna. Það átti sko að taka á því og fara nánast alla leið upp, en ég ætla ekki að segja ykkur hvað þetta var erfitt. Svo í þetta sinn fórum við rétt aðeins upp í hlíðarnar, vorum nú ekki alveg sammála um hversu langt við höfðum farið, en ég hefði viljað geta sagt að það hefði verið mun lengra. En eins og áður segir þá gefst maður ekkert upp, heldur setur sér bara takmark. Nú á að labba á Esjuna hið minnsta þrisvar í viku og ég skal ná toppinum áður en langt um liður. Ég hef þrjá mánuði í að koma mér í gott form fyrir gönguna stóru og það skal takast. Hún er að vísu í betra formi en ég, kannski er það sökum þess að hún er helmingi léttari en ég og talsvert yngri en ég. En ég stefni á að vera ekki í síðra formi en hún þegar á hólminn eða réttara sagt Hnjúkinn verður komið.
Að lokum skal geta þess að ég er eini meðlimi Gönguklúbbsins Leifur Lost sem fer í þessa göngu, en sá ágæti gönguklúbbur hefur einnig á prjónunum einhverjar göngur í sumar, allavega var verið að tala um Leggjabrjót. Svo að sumarið fer í gönguferðir, vinnu og mastersritgerð.
Góðar stundir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
26.2.2008 | 23:23
Dómar sem vert er að kynna sig.
Í dag féllu tveir héraðsdómar sem ég tel vert að skoða. Hugsanlega verður þeim báðum áfrýjað til Hælstarrétts, það á eftir að koma í ljós.
Annars vegar er um að ræða dóm í Héraðsdóm suðurlands í svokölluðu þvagleggsmáli. En þar var kona ákærð fyrir ölvunarakstur og var neydd til að gefa þvagsýni. Fróðlegt að vita hversu langt má ganga í svona málum.
Hins vegar er það dómur frá Héraðsdómi Reykjavíkur, þar sem að maður var dæmdur fyrir bloggskrif. Verð að segja eins og er að ég fagna því að menn séu dæmdir fyrir bloggskrif, svo lengi sem að bloggskrifin séu ærumeiðandi. En sumir aðilar virðast telja sig geta skrifað hvað sem er á blogginu, sjálfur hef ég fengið athugasemdir þar sem að mér er líkt við Hitler og Satan af aðila sem ég þekki ekki neitt. Spurning hvort að ég ætti að stefna viðkomandi, sjáum til.
Það verður fróðlegt að vita hvort að þessir dómar verði áfrýjaðir, að mörgu leyti væri það ágætt ef svo yrði, svo að Hæstarétti gæfist tækifæri til að fara yfir þessa dóma.
Góðar stundir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.2.2008 | 11:37
Syngjandi kalkúnn
Nú kemur hvert lagið á fætur öðru sem mun berjast um sigur í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva.
Einhvern veginn þykir mér þetta lag ekki líklegt til sigurs, en hver veit.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.2.2008 | 12:42
Merzedes, nei meina Eurobandið
Þá er orðið ljóst hvaða lag fer út og keppir fyrir Íslands hönd í Eurovision. Eins og kemur fram í síðustu færlsu þá bjóst ég við því að Merzedes myndu vinna en annað kom á daginn og Eurobandið sigraði. Óska þeim til hamingju með sigurinn, það verður gaman að fylgjast með þeim. Þess má geta að ég vann einu sinni með Regínu, það var hjá Pennanum.
Vonast allavega til að við fáum að vera með í aðalkeppninni í ár.
Góðar stundir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar