Miðbærinn

Eins og áður hefur komið fram þá ég ég leigubíl um helgar. Þess vegna fylgist ég aðeins með umræðunni um vöntun á leigubílum. Margir hafa talað um að það sé mikil vöntun á þeim um helgar. Ég skal alveg viðurkenna að það er óþolandi að þurfa að standa í einhverji biðröð eftir að fá þjónustu hverju nafni sem hún nefnist. En það furðulega er að aldrei heyrir maður fólk kvarta yfir því að þurfa að bíða í hálftíma eftir að geta keypt sér drykk á sneisafullum bar, eða að þurfa að bíða í röð í bönkunum eða stórmörkuðum, það sem meira er fólk beið í löngum röðum eftir að komast inn í leikfangaverslun sem var opnuð um daginn. Samt er til nóg af leikfangaverslunum sem selja vörur á sama verði.

En nóg um biðraðir, ég tel samt sem áður að leigubílstjórar upp til hópa bjóða upp á góða þjónustu á Íslandi. Bílarnir eru allavega snyrtilegir, ca 99% bílanna taka við greiðslukortum og allflestir eru með leiðsögutæki í bílunum (Garmin eða álika).  En leigubílar í New York hafa einmitt farið í verkfall undanfarið til að mótmæla leiðsögutækjum og posum. Svo mikil er nú þjónustan þar í landi.

taxistrike

En auðvitað er það bara pólitisk spurning hvort að fjölga eigi leigubílaleyfum á höfuðborgarsvæðinu eða jafnvel bara gefa þau alveg frjáls. Persónulega er ég ávallt hrifnari af frjálsri samkeppni og tel því ekkert til fyrirstöðu að breyta þessu kerfi. Að sjálfsögðu munu leyfishafar mótmæla harðlega, en er ekki staðreyndin samt sú að öll höft eru til hins verra? Það er allavega mín skoðun.


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Hvernig hefurðu þá hugsað þér eftirlitið í óskafrjálsræðinu þínu ?

Ragnheiður , 12.11.2007 kl. 17:33

2 identicon

Ég sé ekki að eftirlitið þurfi nú að breytast neitt, þó svo að menn afnemi kvóta á fjölda leigubíla. Í dag fær maður leyfi frá vegagerðinni að uppfylltum ákveðnum skilyrðum til að aka leigubíl. Svokallaðir harkarar/afleysingabilstjórar fá þar leyfi til að aka svo lengi sem þeir hafa próf til aksturs leigubíla, hreint sakarvottorð og hafa lokið svokölluðu harkaranámskeiði. Sé ekkert því til fyrirstöðu að menn geri út bíla svo lengi sem að starfsmenn sem aka bílunum uppfylli þessi skilyrði.

Leifur (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 18:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Leifur Runólfsson
Leifur Runólfsson
Hér mun höfundur blogga um sín hugarefni. Vert er þó að geta þess að hann mun forðast í lengstu lög að blogga um sín persónuleg málefni enda á slíkt ekki heima á bloggsíðum.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • pamela anderson
  • pamela anderson
  • island3
  • her
  • island1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband