12.11.2007 | 17:34
Í upphafi
Jæja tilraun tvö, var búinn að skrifa þessa færslu áðan en skrifaði óvart yfir hana og færsla númer tvö birtist. En það flokkast undir byrjunarörðugleika hins óvana bloggara ekki satt?
En það sem ég sagt vildi hafa, var að það mun væntanlega ekki líða á löngu þar til að ég muni sigra þennan blogg heim með mínum ótrúlegum skrifum eða þannig. En eitt skal þó vera á hreinu, ég hef ekki hugsað mér að skrifa um nein mjög persónuleg málefni, enda tel ég slík málefni ekki eiga heima á bloggsíðum yfirhöfuð.
En maðurinn sem hér ritar, fór í háskólanám eftir að hafa þroskast aðeins. Stunda ég nú nám við Háskólann á Bifröst eins og hann heitir í dag. Þar er ég í mastersnámi í lögfræði sem ég hyggst klára næsta haust ef allt gengur upp, en um helgar ek ég Taxa, eins og kemur fram í færslunni sem kom óvart í stað þessarar. Eins á ég tvö yndisleg börn sem búa í Svíaríki.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta var nú aldeilis falleg og hjartnæm, persónuleg bloggfærsla. Meira svona
Til hamingju með að vera farinn að tjá þig opinberlega
Harpa (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 22:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.