19.11.2007 | 14:16
Dauðarefsingar, bjarga þær mannslífum?
Rakst á grein í The New York Times um dauðarefsingar. En Prófessorar í hagfræði annars vegar og lögfræði hins vegar hafa verið að velta fyrir sér kostum og göllum dauðarefsingar almennt séð. Sumir vilja meina að hver dauðarefsing bjargi um það bil 3-18 mannslífum sbr.
"According to roughly a dozen recent studies, executions save lives. For each inmate put to death, the studies say, 3 to 18 murders are prevented"
Þar með eru þær víti til varnaðar. Á meðan að aðrir vilja meina að þetta sé ekki rétt, enda séu morðingjar lítið að íhuga viðurlög við refsingum er þeir fremja glæpinn. Eins benda þér á að í Kanada hefur þróun morða verið svipuð og í Bandaríkjunum, þrátt fyrir að þar í landi sé ekki dauðarefsing við lýði lengur. Eins bendir hagfræðiprófessor á hve dýrar dauðarefsingar eru, sbr.
There is also a classic economics question lurking in the background, Professor Wolfers said. Capital punishment is very expensive, he said, so if you choose to spend money on capital punishment you are choosing not to spend it somewhere else, like policing.
Skv. 2.mgr. 69.gr. hinnar Íslensku stjórnarskrá nr.33/1944, þá eru dauðarefsingar bannaðar.
En hvað gerist ef að maður sem er dæmdur til dauða veikist og fær ólæknandi og jafnvel kvalarfullan sjúkdóm, breytist þá refsing fangans í "Líknardráp"? Hver er þá refsingin? Eiga dauðdómar almennt rétt á sér eiður ei? Svarið hver sem vill.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er auðvitað spurning um grundvallarafstöðu. Sá sem telur rangt að drepa saklaust fólk getur alls ekki verið hlynntur dauðarefsingum. Ástæðan er sú að það er útilokað að tryggja að saklaust fólk sé aldrei sakfellt fyrir rétti.
Þorsteinn Siglaugsson, 19.11.2007 kl. 14:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.