20.11.2007 | 00:32
Rwanda afnemur dauðarefsingar
Ekki er langt síðan að ég sá mynd sem heitir Hótel Rwanda en hún fjallar um þjóðarmorðin sem áttu sér stað þar í landi fyrir röskum áratug. En í dag er tíðin sem betur fer önnur þar í landi, hafa þeir meðal annars bannað dauðarefsingar, á meðan að ríki sem við teljum mun þróaðri og beri meiri virðingu fyrir mannréttindum halda enn í dauðarefsinguna svo sem Bandaríkin og Kína. Skv. skýrslu frá Amnesty International, sem má nálgast á þessari slóð, þá voru að MINNSTA kosti 1.591 fangi tekinn af lífi í 25 löndum, sprautaðir með banvænni sprautu, hálshöggnir, notuð aftökusveit, rafmagnsstól eða hreinlega grýttir til dauða, að auki voru 3.861 dæmdir til dauða í 55 löndum. En jafnvel er talið að mun fleiri hafi verið teknir af lífi, jafnvel allt að 7.500-8.000 manns bara í Kína. En þessar upplýsingar teljast til þjóðarleyndarmáls þar í landi. Kínverjar hafa reyndar verið manna duglegastir við að taka fólk af lífi. Ef það má þá kalla dugnað!!!!
Þann 10. október 2007 var alheimsdagur gegn dauðarefsingum þar sem að beint var augun að tillögu Sameinuðu þjóðanna um samþykkt gegn aftökum. Því miður varð ég ég ekki var við fréttaflutning tengd þessu hér á landi, en þeir sem vilja, geta skrifa undir áskorun gegn dauðarefsingum á netinu. Hægt er að gera það á þessari slóð, hvet ég sem flesta til að gera slíkt. Óskandi væru að allar þjóðir heims færu að ráði Rwanda í þessu máli og létu af dauðarefsingum. Batnandi þjóð er best að lífa.
Vert er að hafa í huga, þegar dauðarefsing hefur verið framkvæmd þá er ekki hægt að taka hana tilbaka. Þannig að ef að saklaus maður er dæmdur til dauða, og tekinn af lífi, þá verður hann ekki endurlífgaður.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.