Athyglisverður dómur

Hrd. 1962 bls 907

Málavextir eru þeir að verið var að flytja lítin bát á palli vörubifreiðar. Þegar á áfangastað var komið átti að láta bátinn sem var af asdic gerð síga af pallinum og inn í skemmu. Skyldi þetta gert með því að lyfta vörubílspallinum upp rólega og láta hann síga niður á spírur sem komið hefði verið fyrir, voru svo nokkrir verkamenn tilbúnir að taka á móti bátnum. Þegar báturinn rann af stað, virðast þeir, sem áttu að styðja við hann, ekki hafa ráðíð við hann sökum ferðar hans og þyngdar. Lenti báturinn ofan á spírunum og velti þeim á undan sér með þeim afleið­ingum, að stefnandi og P. urðu á milli með fæt­urna, þegar spírurnar runnu saman, en við þetta brotnaði hægri fótur stefnanda og fór úr líði um ökla. Þar sem að talið var að þetta væri hluti af "eðlilegri" notkun vörubifreiðar, þ.e. að lyfta palli þá taldist að hin hlutlæga ábyrgðarregla ætti við og fékk stefnandi því bætur.

En hlutlæg ábyrgðarregla er þegar skaðabótaábyrgð stofnast án tillits til þess hvort að tjón verði rakið til sakar. Til dæmis ef að lamb hleypur í veg fyrir bíl og drepst þá ber eigandi bílsins ábyrgð á tjóninu.

Þess má geta að báturinn á myndinni er algjörlega óviðkomandi þessum dómi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Leifur Runólfsson
Leifur Runólfsson
Hér mun höfundur blogga um sín hugarefni. Vert er þó að geta þess að hann mun forðast í lengstu lög að blogga um sín persónuleg málefni enda á slíkt ekki heima á bloggsíðum.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • pamela anderson
  • pamela anderson
  • island3
  • her
  • island1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband