Jafnrétti og femínistar

Ég hef stundum verið að velta fyrir mér hvað femínistar séu að gera, fyrir hverju eru þær að berjast. Svo ég ákvað að gera örlitla rannsókn á málinu. Tek fram LITLA rannsókn. En á heimasíðu femínistafélags Íslands, segir: "Femínisti er karl eða kona sem veit að jafnrétti kynjanna hefur ekki verið náð og vill gera eitthvað í því." Í markmiðum félagsins kemur svo eftirfarandi fram:

"Markmið Femínistafélags Íslands er að efla gagnrýna og femíníska umræðu á öllum sviðum þjóðlífsins og berjast gegn hverskonar birtingarmyndum kynjamisréttis."

Þetta er mjög fallegt og gott málefni í alla staði, að berjast fyrir jafnrétti og bæta land og þjóð. Að sumu leyti hafa þær gert góða hluti, en einhvern veginn hefur mér virst að femínistar í dag séu að berjast fyrir röngum málefnum. Til dæmis þegar ég les um að eitt af fyrstu verkum þingkonunnar Steinunnar Valdísar sé að berjast fyrir samþykki þingsályktunartillögu um breytingu á stjórnarskránni til að breyta orðinu "Ráðherra" þannig að bæði konur og karlar geti borið það til jafns. Hún kemur ekki einu sinni fram með tillögu að nafni, nema að það sé minister, sem hún virðist mjög hrifin af. Er ekki til mikilvægari málefni til að berjast fyrir á hinu háttvirta alþingi.Ætlar hún þá líka að berjast gegn orðinu Herranótt, Formanni, forseti, vélstjóri, skipstjóri osfrv. Hvaða rugl er þetta?

Eins hafa feminístar verið að berjast gegn vændi. Atli Gíslason lögfræðingur vill til dæmis fara hina sænsku leið eins og sjá mátti í Silfri Egils. Þar er ég algjörlega sammála Brynjari Níelssyni lögmanni um að hún er eins heimskuleg og hægt er. Eins og hann segir, þetta er eins og að dæma fíkniefnakaupandann en ekki fíkniefnasalann, það væri jafnvitlaust. Annað hvort dæmir maður báða aðila eða hvorugan. Ef þú vilt berjast gegn mannsali þá eru lög til sem banna slíkt.

Í dag frétti ég að femínistar fagni ógurlega því að borgarráð tók ólögmæta ákvörðun um að neita öllum nektardansstöðum um rekstrarleyfi. Fer Sóley Tómasdóttir þar fremst í flokki.

Í sama þætti af Silfri Egils bendir Arnþrúður Karlsdóttir á að femínistafélag Íslands er aðallega fyrir sérréttinda hópa. Það er fyrir konur sem hafa náð góðum árangri í lífinu. Til þess eins að þær komist í stjórnir félaga. Maður spyr sig af því hvort að slíkt sé ekki rétt þegar maður sér frumvarp þar sem að lagt er til hina norsku leið, það er að valdahlutfalli í stjórnum félaga skuli vera að lágmarki 40% konur og karla. Skal það gilda um opinber hlutafélög svo og fyrirtækja sem ríki og sveitarfélög eru aðaleigendur að.

Ég er fylgjandi jafnrétti kynjanna, en ég er á MÓTI forréttindum. Ég tel að það eigi ávallt að ráða hæfasta einstaklinginn í starfið, hvaða máli skiptir hvort að það er karl eða kona? Því get ég ekki séð að það skiptir neinu máli hvort að það sé karl eða kona í stjórnum fyrirtækja á meðan að sá hæfasti er ráðinn.

Eitt að lokum, nú er Rúv opinbert hlutafélag, ekki hef ég séð neinn gera athugasemdir við það að í "kvennastarfinu" þulan, starfi eingöngu konur. Nú um daginn var verið að ráða nýjar þulur og þrátt fyrir að eina karlþulan til margra ára hafi verið að hætta ásamt annarri þulu, þá var samt sem áður eingöngu ráðnar kvenkyns þulur. Ekki heyrist bofs frá feminístum út af þessari ráðningu, enda virðist sem að jafnréttið gildi eingöngu á annan veginn hjá þeim eða geta karlmenn kannski ekki sagt: "Næst á dagskrá er..." með sómasamlegum hætti?

Góðar stundir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Leifur Runólfsson
Leifur Runólfsson
Hér mun höfundur blogga um sín hugarefni. Vert er þó að geta þess að hann mun forðast í lengstu lög að blogga um sín persónuleg málefni enda á slíkt ekki heima á bloggsíðum.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • pamela anderson
  • pamela anderson
  • island3
  • her
  • island1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband