4.12.2007 | 18:44
Kynbundið ofbeldi
Ég hef aldrei skilið þegar karlar berja konur sínar, eða konur berja karlanna sína. Það er víst til líka. Hví er fólk saman ef það ber ekki meiri virðingu fyrir maka sínum, eða sjálfum sér að það þurfi að slást? Þekki því miður of mörg dæmi af fólki sem er saman eða hefur verið saman sem á alls ekki að koma nálægt hvort öðru. Í því tilfelli sem ég þekki til þá kemur áfengi mikið við sögu. Í raun ættu viðkomandi að hætta að drekka, en hvort að það leysir allan vandann skal ég ekki segja til um. En ég ætla ekki að ræða það mál né kommentera neitt á það. Hinsvegar rakst ég á bloggsíðu á netinu, sem er reyndar á sænsku, þar sem að kona er að segja frá sínu máli. Hvernig hún tekst á við lífið í dag eftir að hafa búið með ofbeldismanni. Lýsir hræðslu sinni, hvernig hún eigi erfitt með að sofa á nóttunni, sem er ekki skrýtið, því í einni færslunni er til dæmis gluggi brotinn er grjóti er kastað inn og á grjótinu stendur "du är död", þú ert dauð.!!! Hér er slóð á heimasíðuna sem ber heitið words of a woman.
Hvernig væri að fólk væri vinir hvers annars. Kannski soltið væmin færsla, en ég hef of oft keyrt fólk sem hefur verið að slást, ekið konur í kvennaathvarfið og eins ekið konum heim sem hafa verið með gróðurauga og marin og blá. Sem hafa beðið mig um að bíða, ef ske kynni að þær þyrftu að flýja aftur út af sínu eigin heimili. Þetta er alltaf jafnsorglegt að verða vitni að svona löguðu.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.