Skaðlegur

Jæja gott fólk, ég er búinn að komast að því að ég er sérlega skaðlegur umhverfinu, í raun er ég svo skaðlegur að réttast væri að loka mig inni og henda lyklinum. Nú í fyrsta lagi er ég í gönguklúbbinum Leifur Lost. Við förum reglulega út að ganga, göngum reyndar mislangt. En skv. þessari frétt þá væri í raun betra ef við færum út í bíltúr.Errm Við sem höfum verið að telja okkur trú um að þetta væru heilsubótargöngur, en þá erum við bara að menga umhverfið. Þekki reyndar einn sem hjólar alltaf í og úr vinnu. Sá hlýtur að vera með slæmt samviskubít núna. Vá maður!!!!!!!!! Hann á sér varla viðreisnar von.

Nú ekki nóg með að ég sé í gönguhóp, neeeiiiiiii, ég skildi lika hér um árið!!! það ku víst vera sérlega slæmt umhverfinu samkvæmt nýjustu rannsóknum frá Bandaríkjunum. Þá vitiði það, það er eins gott að sambandið haldi, alveg sama hversu slæmt það er!! því ekki viljum við vera skaðvaldar í umhverfinu.Heart

Nú svo ek ég leigubíl yfirleitt um helgar, það hlýtur að vera skaðlegt umhverfinu, sérstaklega þegar kalt er úti og maður lætur vélina ganga til að halda hita á sjálfum sér og bílnum.Alien

Ég ek um á 7 ára gömlum golf með 2ja lítra vél. Auðvitað ætti ég nú bara að fá mér einhvern pínulítinn sparneytin bíl. Yfirleitt er ég hvort eð er einn að þvælast í bílnum. Ekki gott.

Að vísu fer ég með dósirnar í endurvinnslu, en til þess þarf ég að keyra 30 km. hvora leið, alls um 60 km. Þar sem ég bý á Bifröst og næsta endurvinnsla er í Borgarnesi. Spurning hvort að ég sé ekki bara að skaða umhverfið með að fara með dósirnar.

Er hægt að vera öllu skaðlegri?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar F. Valsson

Eftir að hafa lesið fréttina sem þú vísar í hér að ofan þá get ég ekki annað en vitnað í Dýrin í Hálsaskógi þegar Mikki Refur sagði bið Hérastubb bakara. "Þetta er það mesta bull og vitleysa sem ég hef nokkurn tíman heyrt."

Þessi maður miðar við að allir borði nautakjöt og ekkert annað en nautakjöt.  Þetta eru álíka góðar forsendur og að segja að það mengi meira að ferðast með strætó en bíl miðað við að það sé einn farþegi í strætó í einu.

Ég hjólaði í vinnuna í morgun og hjóla aftur heim á eftir og hef ekki vott af samviskubiti. 

Þú þarft ekki að hafa samviskubit yfir gönguhópnum þínum.

Ekki nema að Leifur Lost verði virkilega lost.  Þá þurfa koma björgunarsveitir á mismengandi farartækjum að leita að ykkur.

Eina sem ég held að þú þurfir að hafa samviskubit yfir eru nagladekkin undir bílnum þínum sem gera ekkert gagn en menga heilmikið.

Ragnar F. Valsson, 6.12.2007 kl. 15:13

2 identicon

.................. eitt stórt PRUMP ........ á þessa kenningu..... ég er búin að MENGA svo mikið að ég er lögst í dvala  ....... glætan!!!!

maddaman (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 21:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Leifur Runólfsson
Leifur Runólfsson
Hér mun höfundur blogga um sín hugarefni. Vert er þó að geta þess að hann mun forðast í lengstu lög að blogga um sín persónuleg málefni enda á slíkt ekki heima á bloggsíðum.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • pamela anderson
  • pamela anderson
  • island3
  • her
  • island1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband