7.12.2007 | 18:12
Litháen, The Hill of Crosses, Kryzių Kalnas
Eins og áður hefur komið fram á þessari síðu þá fór ég í ferðalag til Litháens sumarið 2005. Þar sá ég þá alflesta krossa sem ég hef séð á minni ævi samankomna á einni og sömu hæðinni. Hér má sjá fleiri myndir af þessum merkilega stað sem ég tók er ég var staddur þar.
En þessi staður heitir á ensku The Hill of Crosses. Á smá hæð standa fleiri þúsund krossar. Allavega tókst mér ekki að telja þá. Þarna eru krossar af öllum stærðum og gerðum. Frá því að vera 3ja metra háir niður í að vera pínulitlir hangandi á öðrum krossum.
Þessi staður er seinnilega álíka mikilvægur fyrir Litháana og þingvellir eru fyrir íslendinga.
Talið er að fyrstu krossarnir hafi byrjað að koma eftir uppreisn bænda 1831-1863. 1895 voru krossarnir taldir vera um 150 stk. Síðan hafi þeim smáfjölgað, 1940 verið um 400 stórir krossar og þúsundir minni.
Allavega þrívegis hefur þessi staður verið jafnaður við jörðu af Sovéska hernum, en það voru árin 1961, 1973 og 1975. Þá voru krossarnir brenndir til grunna og járnarusl og skolp huldi svæðið. En staðarbúar og pílagrímar allstaðar að úr Litháen komu jafnskjótt aftur og settu aftur upp krossa.
Í dag koma pílagrímar allstaðar að úr heiminum á þennan stað. Meðal annars kom Páll Páfi II þangað í september 1993.
Hér getið þið séð heimasíðu um þennan merka stað.
Í dag tengja íslendingar því miður of mikið af slæmum hlutum við Litháen en þar er margt fallegt að sjá og gott fólk einnig. Gleymum því ekki.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Blessaður frændi... bara að kvitta fyrir komunni og þakka þér kvittið... ólíkt þér blogga ég um mín persónulegu málefni og finnst þau eiga heima á bloggsíðu... hehehehe.... mátti til að skjóta á höfundarlýsinguna þína.
Verðum í bandi
Kristín Snorradóttir, 9.12.2007 kl. 21:29
Hæ hæ
Þú ert svo sem ekki sú fyrsta sem skýtur á höfundalýsinguna. En einn vinur minn sagði einu sinni eitthvað á þessa leið er við vorum að ræða um skoðanir fólks á bloggsíðum :
"Skoðanir eru eins og rassgöt. Það hafa allir rassgöt en fólk hefur takmarkaðan áhuga á rassgötum annarra."
En ég ætla að taka fram að þín bloggsíða er mjög góð. Vorum að ræða um bloggsíður þar sem að full persónulegar upplýsingar koma fram. Ekki bloggsíðu í anda þinnar.
Heyrumst
Leifur Runólfsson, 10.12.2007 kl. 11:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.