Foreldrahús

Sá hana litlu frænku mína í fréttum sjónvarpsins í gærkvöldi. En þar var viðtal við hana sökum þess að hún er að berjast fyrir því að foreldrahús fái nýjan samanstað. En núna um áramótin verða þau að yfirgefa núverandi húsnæði þar sem að það á að rífa það hús og byggja nýtt. En hefur ekki verið fundið nýtt húsnæði fyrir þeirra starfsemi. En foreldrahús veitir meðal annars aðstandendum fíkla stuðning með fræðslu.

Ég vil hvetja alla, eða allavega þessa örfáu sem lesa þessa síðu, að kvitta hjá henni Stínu frænku á heimasíðu hennar við þessa færslu hér.  Vonandi fá foreldrahús nýtt húsnæði í jólagjöf. Veitir ekki af að hjálpa bæði fíklum og aðstandendum þeirra eins og hægt er.

En núna er mér dauðans alvara með að fara að læra fyrir þessi tvö próf sem ég á að taka í vikunni.

Góðar stundir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Snorradóttir

Litla, ég er nú ekkert mikið minni en þú  en ég er búin með öll próf...ligaligalá....

Kristín Snorradóttir, 10.12.2007 kl. 16:42

2 Smámynd: Leifur Runólfsson

Þú ert samt bæði minni og yngri en ég og ert því "litla"

Til hamingju með að vera búinn með prófin. Vildi óska að ég væri einnig búinn. En það verður bara enn meira gleðiefni á fimmtudaginn er ég klára síðasta prófið.

Leifur Runólfsson, 10.12.2007 kl. 18:24

3 Smámynd: Kristín Snorradóttir

Jebb. skil þig vel. Ég kláraði prófin á föstudag og finnst gott að vera kominn í jólafrí.

Gangi þér vel í prófalestri og prófunum.

Kristín Snorradóttir, 10.12.2007 kl. 23:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Leifur Runólfsson
Leifur Runólfsson
Hér mun höfundur blogga um sín hugarefni. Vert er þó að geta þess að hann mun forðast í lengstu lög að blogga um sín persónuleg málefni enda á slíkt ekki heima á bloggsíðum.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • pamela anderson
  • pamela anderson
  • island3
  • her
  • island1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband