11.12.2007 | 13:41
Jólasveinn
Eins gott að vera þægur og góður í dag. Því í nótt kemur fyrsti jólasveinninn. Þessi er búinn að vera að fylgjast með okkur í langan tíma og ef við höfum verið óþekk þá fáum við bara kartöflu.
Í Svíaríki kemur Santa Lucia alltaf fyrir jólin, nánar tiltekið þann 13.desember. En þann dag ganga Sænskar stelpur um í hvítum kyrtli með logandi kerti og krans á höfðinu og syngja að auki. Hvað ætli margar sænskar stelpur séu með brunasár á höfðinu og jafnvel sköllóttar um jólin? En hér má fræðast nánar um þessa hefð þeirra í Svíþjóð. En ég sá gott myndband í dag um Santa Luciu.
http://www.wulffmorgenthaler.com/albinowithcrayons/index.html
En ef að fólk er mjög viðkvæmt þá myndi ég kannski ekki horfa á þetta.
Ekki nóg með að fyrsti jólasveinninn komi í nótt, heldur á hún Svana systir afmæli í dag. Til hamingju með það.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.