12.12.2007 | 22:22
Athyglisverður dómur
HRD 1968 bls 972.
Fyrsta bóta- og fjárkrafa stofnanda er sú, að hinir stefndu ofan og neðanskráðir aðilar verði dæmdir til þess að skaffa stofnanda nýjar falskar tennur, nánar nýja falska tanngarða, er passa á tanngóma stofnanda, sem eru rétt formaðir að allri gerð og lögun án aukakostnaðar fyrir hina nýsmíðuðu tanngarða, er G, tannlæknir, tróð upp í munn stofnanda á tannlækningastofu db, S H, tannlæknis.
Þess má geta að málinu var vísað frá ex officio.
Af því, sem að framan er rakið, þykir nægjanlega í ljós leitt, að stefnandi er óhæfur til að flytja mál þetta sjálfur. Samkvæmt því brestur stefnanda réttarfarsskilyrði, þ.e. málflutningshæfi (processhabilitet).
Af þeim sökum ber þegar ex officio að vísa máli þessu frá dómi.
Hvort að mann greyjið fékk aðrar falskar tennur veit ég eigi svo gjörla.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.