Andstæður

Undanfarið hafa andstæðurnar í lífi mínu verið ótrúlegar. Hef átt gífurlegar hamingjustundir og svo allt í einu hefur öllu verið snúið á hvolf. Síðan hefur allt lagast á nýjan leik, til þess eins að hrynja aftur. Núna horfir allt til hins betra, en maður þorir samt varla að vona að það endist, en vonar samt. Annað er ekki hægt. Ákveðin manneskja í lífi mínu hefur glímt við mikla erfiðleika en nú er verið að taka á þeim. Vona ég að allt endi vel þar á bæ.

Eitt hefur þó glatt mig mikið undanfarið, en það eru börnin mín tvö sem eru í stutta heimsókn hjá mér. Á morgun ætlum við á Bifröst og slappa aðeins af þar saman. Þessi tími með þeim hefur verið dýrmætur og góður, verst þykir mér að þau fara aftur af landi brott á sunnudaginn kemur.

Eitt hef ég þó lært undanfarið, lífið er dýrmætt og því er best að njóta hverjar mínútu af því. Hvað gerist á morgun er eigi svo gott að vita.Study as if you were going to live forever, live as if you were going to die tomorrow. Þessi málsháttur segir allt sem segja þarf.

Sýnum kærleika og verum góð við hvort annað.

Góðar stundir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Leifur Runólfsson
Leifur Runólfsson
Hér mun höfundur blogga um sín hugarefni. Vert er þó að geta þess að hann mun forðast í lengstu lög að blogga um sín persónuleg málefni enda á slíkt ekki heima á bloggsíðum.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • pamela anderson
  • pamela anderson
  • island3
  • her
  • island1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband