5.1.2008 | 02:09
Jólasveinar og forsetaembættið
Fyrir jólin koma jólasveinarnir til byggða hver á fætur öðrum. Allir hafa það markmið að skemmta landanum og þá sérstaklega börnunum. Sumir þessara jólasveina hafa verið notaðir til að vekja athygli á ákveðnum stöðum, eins og verslunum, verslunarmiðstöðum, verslunargötum nú síðan hafa þeir haft mjög gaman af því að poppa upp á svokölluðum jólaböllum.
Einn maður í jólasveinabúning kemur þó ekki alveg eins ört til byggða, enda er ekki vitað með vissu hvort að hann sé jólasveinn eða friðarpostuli. Kannski að hann sé hvort tveggja. En að einhverri ástæðu þá birtist hann oft þegar kemur að forsetakjöri, allavega birtist hann bæði 1996 og svo aftur 2004. Nú heyrist að von sé á honum aftur á árinu 2008.
Sumir tala um að jólasveinar séu alls ekki gáfulegir, oft er talað um þá í niðrandi samhengi, til dæmis; þú ert alveg eins og jólasveinn!!! En mín skoðun er reyndar sú að jólasveinar séu alls ekki vitlausir, enda kunna þeir ógrynnin allan af jólalögum, vita svo hvar öll börnin búa og ekki nóg með það heldur einnig hvaða börn séu góð og hvaða börn hafa verið óþekk. Eins hlýtur að þurfa svakalegt skipulag til að einn jólasveinn getur sett í skóinn til allra barna á einni nóttu.
Ef að þessi maður í jólasveinabúningnum er eitthvað skyldur hinum jólasveinunum þá gerir hann sér væntanlega grein fyrir því að hann eigi í raun litla möguleika á að verða forseti, en hví þá að fara í framboð? Mín hugdetta er sú að það sé gert til að koma á framferði sínum skoðunum og sínum friðarboðskap.
Margir hafa gagnrýnt þessa aðferð hans við að koma sér á framfæri. Því að það sé svo dýrt fyrir ríkið!! Allt í einu vill fólk fara að spara. Get eigi að því gert að mér þykir þau rök gegn framboði hans ekki haldbær. Enda væri slæmt ef fólk mætti ekki bjóða sig fram í lýðræðisríki nema að það teldist sigurstranglegt strax í upphafi. En engu að síður tel ég að það megi gera mönnum aðeins erfiðara fyrir en gert er i dag til að fólk geti farið í forsetaframboð. Því tel ég nauðsynlegt að taka forsetakjör og forsetaembættið til umræðu á næstunni, þó ekki fyrr en eftir þessar væntanlegu kosningar eru yfirstaðnar. Viljum við breyta forsetaembættinu? Viljum við yfirleitt hafa forsetaembættið? Hvaða skilyrði viljum við hafa til að fólk geti boðið sig fram til forseta? Á forsetinn að geta boðið sig endalaust fram? Skal hann vera þjóðkjörinn? Á hann að hafa málskotsrétt? Osfrv þessar spurningar og fleiri þurfum við að svara. Eftir þjóðfélagslega og pólitíska umræðu þarf svo hugsanlega að gera einhverjar lagabreytingar, jafnvel stjórnarskrárbreytingu varðandi forsetakjör og forsetaembættið. Því er nauðsynlegt að hefja þessa vinnu um leið og fyrirhuguðum forsetakosningum er lokið.
Í dag tel ég réttast að hafa sama forsetann við völd, hann hefur staðið sig ágætlega svo sem, en jafnframt tel ég nauðsynlegt að fara í allsherjarnaflaskoðun á þessu embætti og öllu í kringum það strax að loknum kosningum eins og áður hefur komið fram.
Góðar stundir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.