7.1.2008 | 01:10
Ímynd Ryanairs
Ryanair lággjaldaflugfélagið er auðsjáanlega að reyna að bæta ímynd sýna, allavega hjá karlkyns farþegum þess. Sjálfsagt veitir þeim ekki af því að bæta hana, því árið 2006 var sýnt heimildarmynd í erlendum sjónvarpsstöðvum um hversu slakt öryggið er hjá þeim. Til dæmis má lesa um það hérna.
Leiðin sem Ryanair valdi til að bæta ímynd sína mun væntanlega seint falla i kramið hjá femínistum, þrátt fyrir málefnið. En Ryanair gaf út dagatal með fáklæddum flugfreyjum sem er svo selt um borð og allur hagnaður af því fer til góðgerða, munu samtökin Angels Quest njóta góðs af, en það eru samtök fyrir börn með sérþarfir. Þess má geta að dagatalið er víst nú þegar uppselt. En hægt er að sjá fleiri myndir úr dagatalinu og frétt um það hér.
Sjálfur hef ég flogið með Ryanair, en ég hefði samt frekar kosið að sjá frétt um að þeir hefðu sett öryggið á oddinn í framhaldi af heimildarmyndinni um flugöryggið. Allavega mun þetta dagatal ekki bæta mína ímynd á þessu flugfélagi.
Spurning hvort að markaðsstjórinn þeirra sé að standa sig? Allavega tókst honum að fá athygli og fría fréttir um flugfélagið. Er ekki stundum sagt að öll athygli sé betri en enginn?
Góðar stundir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
... ég bara spyr - hvaða helvítis rugl er þetta. Kannski kallast þetta að setja "öryggið á oddinn" - hver veit.
p.s. ég er ekki feministi.
maddaman (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 13:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.