9.1.2008 | 02:18
Hvert er hlutverk ríkisins?
Rakst á skemmtilega grein á blogginu hans Sigurðar Kára þingmanns. Um hlutverk ríkisins. En þar segir hann eitthvað á þessa leið að hans pólitíska sannfæring sé sú að ríkið eigi ekki að vera að vesenast í verkefnum sem einstaklingar geti sinnt, héldur eigi ríkið frekar að beina kröftum sínum og fjármunum í önnur verkefni. Þarna er ég hjartanlega sammála honum. Svo tekur hann nokkur dæmi um óheppilegan ríkisrekstur svo sem Íslandspóst, ÁTVR og rekstur fasteignafélagsins sem á húsnæði Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og leigir út aðstöðu til kaupmanna ásamt því sem ríkið reki sjálft þar verslun með snyrtivörur, sælgæti ofl.
Ég er á því að það eigi að fækka ríkisfyrirtækjum eins og hægt er. Að mínu mati sé ég enga ástæðu fyrir því að ríkið sé að reka fjölmiðla eins og RÚV, eins skil ég ekki af hverju verið er að stofna nýtt ríkisfyrirtæki með Landsvirkjun Power. Af hverju er ríkisfyrirtækið Landsvirkjun að stofna útrásarfyrirtæki? Er ekki eðlilegra að einstaklingsframtakið sjái um áhættusöm útrásarfyrirtæki og standi og falli með sínum gjörðum?
Ég tel að ríkið og sveitarfélög eigi fyrst og fremst að koma að öryggisþáttum, svo sem lögreglu, slökkvilið, Landhelgisgæslu, heilbrigðisstofnunum (samt sé ég ekkert af því að leyfa mönnum að setja á stofn einkaspítala eða læknastofur ef menn kjósa svo), samgöngumálum (skipulagning vega til dæmis og borgun fyrir vegi) og eins að aðstoða menn við nýsköpun innanlands í hóflegum mæli, ásamt annarri nauðsynlegri aðstoð til þegnanna, þar á ég við til dæmis félagsaðstoð.
Að lokum en ekki síst á ríkið að setja sanngjarnar leikreglur fyrir samfélagið. Þessar leikreglur kallast í daglegu tali lög.
Ég óska Sigurði Kára góðs gengis við að vekja fólk til umhugsunar um hlutverk ríkisins ásamt því sem ég vona að honum og ríkisstjórninni muni fækka ríkisfyrirtækjum á þessu kjörtímabili en ekki auka fjölda þeirra en meir.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.