Pólitískar nefndir er það alltaf besta lausnin?

Eru pólitískar nefndir alltaf besta lausnin? Er þá aðalmálið í hvaða flokki nefndarmenn eru? Eigum við að skipta út nefndarmönnum í hvert sinn sem nýr meirihluti tekur við, hvort sem er í ríkisstjórn eða sveita-eða-borgarstjórn? Ég fór aðeins að spá í þetta eftir að hafa óvart kíkt á blogg hjá ungum manni, manni sem styður annan stjórnmálaflokk en ég geri. Reyndar er ég ekki meðlimur í neinum stjórnmálaflokki, en ég myndi seint styðja Samfylkinguna.

Öll hljótum við að geta verið sammála um að við viljum börnunum okkar allt hins besta. Börn eigi að alast upp við sem bestar aðstæður. Ef við verðum vitni að vanrækslu á börnum þá ber okkur að tilkynna það til barnaverndaryfirvalda sbr. 16. gr. Barnaverndarlaga nr. 80/2002

16. gr. Tilkynningarskylda almennings.
Hverjum þeim sem hefur ástæðu til að ætla að barn búi við óviðunandi uppeldisaðstæður, verði fyrir áreitni eða ofbeldi eða stofni heilsu sinni og þroska í alvarlega hættu er skylt að tilkynna það barnaverndarnefnd.
Annars er hverjum manni rétt að gera barnaverndarnefnd viðvart um hvert það tilvik sem telja má að hún eigi að láta sig varða.

Eins og sést á 16.gr. þá ber almenningi að tilkynna slæma meðferð á börnum til barnaverndarnefndar eins og ég hef áður komið að.  Hlutverk nefndarinnar kemur svo fram í 12.gr. sömu laga.

  12. gr. Almennt um hlutverk barnaverndarnefnda.
Hlutverk barnaverndarnefnda er eftirfarandi:
   
1. Eftirlit. Barnaverndarnefndir skulu kanna aðbúnað, hátterni og uppeldisskilyrði barna og meta sem fyrst þarfir þeirra sem ætla má að búi við óviðunandi aðstæður, sæti illri meðferð eða eigi í alvarlegum félagslegum erfiðleikum.
   
2. Úrræði. Barnaverndarnefndir skulu beita þeim úrræðum samkvæmt lögum þessum til verndar börnum sem best eiga við hverju sinni og heppilegust þykja til að tryggja hagsmuni og velferð þeirra.
   
3. Önnur verkefni. Barnaverndarnefndir hafa með höndum önnur þau verkefni sem þeim eru falin í þessum lögum og öðrum lögum. Heimilt er sveitarstjórn að fela barnaverndarnefndum frekari verkefni sem varða aðstæður barna og ungmenna í umdæmi hennar.
Skylt er barnaverndarnefnd að aðstoða foreldra við að gegna forsjárskyldum sínum og grípa til viðeigandi úrræða samkvæmt ákvæðum þessara laga ef nauðsyn ber til.

Barnaverndarnefnd fer með mjög alvarlegan og vandmeðfarin málaflokk. Því hefði ég haldið að þar væri brýn nauðsyn til að hafa fagaðila í nefndinni óháðan stjórnmálaskoðunum nefndarmanna. Enda hafa stjórnmálaskoðanir ekkert að gera með þennan málaflokk, þar með tel ég óþarfi að skipta út nefndarmönnum í hvert sinn sem nýr meirihluti kemur til. Barnaverndarnefndir þurfa að njóta trausts almennings og því eru örar breytingar á þeim ekki til góðs.

Nýi borgarstjórnarmeirihlutinn skipaði Kristínu Edwald sem nýjan formann nefndarinnar,(sjá hér) en þeir gleymdu bara einum hlut, það er að spyrja hana hvort að hún hefði áhuga og tíma á að taka þetta starf að sér!!! Hún gaf strax út yfirlýsingu um að hún tæki þetta ekki að sér og því verður skipaður nýr einstaklingur í embættið væntanlega núna á þriðjudaginn 5 febrúar. Við skulum vona að það finnist mjög hæfur einstaklingur sem tekur starfið að sér og sinnir því að alúð.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Snorradóttir

Kvitt fyrir komunni.

Kristín Snorradóttir, 3.2.2008 kl. 23:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Leifur Runólfsson
Leifur Runólfsson
Hér mun höfundur blogga um sín hugarefni. Vert er þó að geta þess að hann mun forðast í lengstu lög að blogga um sín persónuleg málefni enda á slíkt ekki heima á bloggsíðum.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • pamela anderson
  • pamela anderson
  • island3
  • her
  • island1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband