Hvildartími ökumanna bara fyrir suma ekki fyrir alla eða hvað?

Er atvinnubílstjóri og atvinnubílstjóri ekki það sama? Eru sumar stéttir af atvinnubílstjórum betur treystandi en öðrum stéttum af atvinnubílstjórum til að meta áhrif þreytu á hæfni sína til aksturs?  

Ökumenn sem aka um á rútum og flutningabílum skulu skv. 44.gr.a umferðarlaganna (lög nr. 50/1987) hlíta reglum um hvíldartíma sem ráðherra setur. Í reglugerð nr. 662/2006 hefur ráðherra sett svo nánari reglur um hvíldartíma þeirra sem aka um á bifreiðum með ökurita. Þarna er tiltekið nákvæmlega hversu margar klukkustundir á viku ökumaður má aka viðkomandi bifreiðum, hversu langa hvíld hann þurfi á að halda áður en hann ekur aftur af stað. Þessar reglur eru settar til að auka öryggið í umferðinni. En það eru fleiri atvinnubílstjórar sem aka mikið og lengi í umferðinni en þeir sem aka bifreiðum með ökuritum. Til dæmis leigubílstjórar. En það furðulega er að það eru engar slíkar reglur til um hvíldartíma leigubílsstjóra. Nema sú sem gildir um alla ökumenn og er að finna í VII kafla umferðarlaganna í 44.greininni:

 VII. Um ökumenn.
Veikindi, áfengisáhrif o.fl.
44. gr. Ökumaður skal vera líkamlega og andlega fær um að stjórna ökutæki því, sem hann fer með.
Enginn má stjórna eða reyna að stjórna ökutæki, ef hann vegna veikinda, hrörnunar, ofreynslu, svefnleysis, neyslu áfengis eða annarra örvandi eða deyfandi efna eða annarra orsaka er þannig á sig kominn, að hann er ekki fær um að stjórna ökutækinu örugglega.

Þannig virðist sem að leigubílstjórum sem treystandi fyrir því að hafa vit á því að hætta að keyra er þeir eru orðnir þreyttir og slæptir en hinsvegar virðist ekki vera hægt að treysta atvinnubílstjórum sem aka bifreiðum með ökuritum í til þess að finna út hvort að þeir séu orðnir þreyttir. Hvað veldur þessari mismunum veit ég ekki. En ég tel að þetta sé hugsanlega brot á jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar.

Eitt veit ég fyrir víst að það eru til leigubílstjórar sem halda áfram að keyra þrátt fyrir þreytu. Enda þegar mikil törn er, til dæmis aðfaranætur laugardaga og sunnudaga þá eru menn ekkert að hætta að aka þegar fjöldinn allur bíður eftir leigubíl í miðbæ Reykjavíkur. Eins eru oft svokallaðir harkarar (eins og ég) að keyra bíla á þessum tíma, sumir leyfishafar setja beint eða óbeint pressu á þá að ná inn góðri upphæð.  Því keyra menn þó að þeir séu örþreyttir. Reyndar er ég svo heppinn að sá sem ég ek fyrir er ekki með neina pressu á mig. En helgarharkarar eru alls ekki verri bílstjórar en aðrir, jafnvel betri og minna þreyttir enda mega þeir einungis aka frá kl 20 á kvöldin til kl 8 að morgni eða tólf tíma í senn, á meðan að leyfishafinn má aka allan sólarhringinn sýnist honum svo, gegn því að hann meti svo að hann sé óþreyttur skv. umferðarlögunum!!

Stundum hef ég spáð í það hvort að löggjafinn þykir minna koma til öryggis þeirra sem ferðast með leigubifreiðum en stærri bifreiða! En eitt er víst að syfjaður ökumaður hvort sem hann ekur um á leigubíl, rútu eða vörubíl getur ollið stórslysi jafnvel dauðaslysi.

Reyndar má geta þess að það eru nokkrar undantekningar í reglugerðinni um hvíldartíma stórra ökutækja. Eigi get ég skilið hví það er nauðsynlegt að veita þeim sem aka með búnað fyrir fjölleikahús og tívoli undanþágu!!

 Reglugerð þessi gildir ekki um bifreið sem:

a)notuð er til farþegaflutninga í reglubundnum ferðum, sé ökuleiðin ekki lengri en 50 km
b)lögregla, slökkvilið eða almannavarnir nota
c)notuð er í tengslum við störf við fráveitu, flóðavernd, vatns-, gas- og rafmagnsveitu, viðhald á vegum og eftirlit, sorphreinsun, símaþjónustu, póstflutninga, útvarps- og sjónvarpssendingar og við að miða út útvarps- eða sjónvarpssendibúnað eða móttökutæki
d)notuð er í neyðartilvikum og við björgunarstörf
e)ætluð er sérstaklega til að nota við læknisþjónustu
f)notuð er til að flytja búnað fyrir fjölleikahús og tívolí
g)ætluð eru sérstaklega til að nota við aðstoð á vegum
h)er reynsluekið á vegum vegna tækniþróunar, viðgerðar eða viðhalds eða vegna þess að bifreiðin er ný eða endurbyggð og hefur ekki verið tekin í notkun
i)notuð er til að flytja vörur til persónulegra þarfa en ekki í atvinnuskyni
j)notuð er til að safna mjólk frá búum og flytja til baka mjólkurílát eða mjólkurafurðir til dýraeldis.
 

En að lokum bið ég fólk um að halda sig vakandi við aksturinn til að koma í veg fyrir umferðarslys. 

Bætt umferð betra líf.

Góðar stundir 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Leifur Runólfsson
Leifur Runólfsson
Hér mun höfundur blogga um sín hugarefni. Vert er þó að geta þess að hann mun forðast í lengstu lög að blogga um sín persónuleg málefni enda á slíkt ekki heima á bloggsíðum.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • pamela anderson
  • pamela anderson
  • island3
  • her
  • island1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband