6.2.2008 | 16:29
Lögmenn og siðferði
Oft á tíðum skilur fólk ekki hvernig lögmenn geti tekið að sér að verja sakborninga. Sérstaklega þá sakborninga sem hafa framið gróf og alvarleg brot. Til að mynda barnaperra og morðingja. Margir halda að lögmenn séu gjörsamlega siðblindir ef þeir taka að sér að verja slíka menn. En þar fer fólk í raun villu vegar, því að lögmaðurinn er í raun ekki að verja brot þessara manna heldur er hann að verja réttvísina. Það er að sakborningurinn fái réttlát réttarhöld. Hann á að sjá til þess að allt komi fram sem getur komið sakborningi til refsilækkunar og að saksóknarinn fari ekki út fyrir sitt svið, heldur notist eingöngu við þau lagalegu úrræði sem eru til staðar. Þannig á lögmaður að efla rétt og hindra órétt eins og kemur fram í 1.gr. siðareglna lögmannafélagsins, síðan segir í 8.gr. að lögmaður skuli leggja sig fram um að gæta hagsmuna skjólstæðinga sinna. Ber honum að vinna það starf án tillits til eigin hagsmuna eða persónulegra skoðana osfrv.
Góðar stundir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
velborguð skítadjobb sem einhverjir verða að gera.
Brynjar Jóhannsson, 6.2.2008 kl. 16:33
Vel borgað skítajobb segir Brynjar, ok sumum kunna að þykja það. Það fer allt eftir því hvernig þú skilgreinir "vel borgað" annars vegar og hins vegar "skítajobb". Sumum finnst stjórnmálamaðurinn vera í ílla borgaðri skítavinnu, öðrum til dæmis leigubílstjórum eða þá ruslaköllum. Allt fer þetta eftir hugarfari hvers og eins og sem betur fer erum við ekki öll eins. En persónulega þykir mér starf verjanda ekki síður virðingarvert starf en starf saksóknarans. Án verjanda væri ákveðin hætta á að menn væri teknir af lífi án dóms og laga eins og á miðöldum.
Leifur Runólfsson, 6.2.2008 kl. 17:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.