12.2.2008 | 17:40
Nafnabreytingar, lögrétta og lögsögumaður alþingis.
Fór áðan á ansi skemmtilega málstofa sem haldinn var í Háskólanum á Bifröst. En þar var Sigurður Líndal lagaprófessor með erindi sem bar heitið: Alþingi á Þingvöllum.
Kom hann þar fram með meðal annars hugmyndir um að taka upp gömul nöfn á ýmsu tengdu starfsemi Alþingis. svo sem að kalla þingsalinn lögréttu og að forseti alþingis yrði kallaður lögsögumaður, reyndar taldi hann að stytta mætti það í lögmann. Persónulega líst mér betur á lögsögumanninn. En fyrrum þingmaður var þarna á staðnum og reyndar annar fyrrum varaþingmaður. Gat ég ekki heyrt betur en að þeim lítist vel á þessar hugmyndir, allavega tjáði Bryndís Hlöðversdóttir að sér þætti þetta áhugaverðar hugmyndir sem ætti fyllilega rétt á sér að skoða.
Eins kom Sigurður Líndal með hugmyndir um að setja Alþingi á þingvöllum að sumri til, það er á sama tíma og Alþingi var sett hið forna, þar sem að forsætisráðherra myndi flytja hélstu stefnumál sinnar ríkisstjórnar og síðan yrði fundi frestað og haldið áfram að hausti í Reykjavík.
Að mínu mati eru þessar hugmyndir bæði mjög þjóðlegar og áhugaverðar. Auðvitað eru ákveðin vandkvæði við að setja þing á þingvöllum, spurning hvort að það þyrfti að reisa hús undir það, því ekki getum við treyst á gott veður og ófært er að láta alþingismenn hýra í roki og rigningu við setningu þings. En vissulega væri þetta þjóðlegt og áhugavert.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég styð heilshugar þá hugmynd að koma með lögsögumann á Lögréttu.
Ragnar F. Valsson, 13.2.2008 kl. 11:03
...ef ég tjái mig um fyrrum varaþingmanninn þá tjáði hann sig ekki um þetta - en mjög áhugavert hjá Sissalín. Sér í lagi er ég hrifin af Þingvallahugmyndinni. Mér er alveg sama um titlatogið......
maddaman (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 18:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.