18.2.2008 | 11:19
Laust embætti héraðsdómara
Rakst á auglýsingu um laust embætti héraðsdómara við héraðsdóm Reykjaness. Var svona að spá í hvort að ég ætti að sækja um, en þá mundi ég eftir öllum látunum út af skipunum í dómaraembætti undanfarið og ákvað að sleppa því að senda inn umsókn. Enda hef ég ekki setið í dómnefnd bókmenntaverðlauna Tómasar Guðmundssonar, en ég hef samt víðtæka reynslu af félagsstörfum. Kannski að ég leggist bara undir feld og íhugi málið. Ætla að taka svona ca 10 sekúndur í það.
Jæja eftir smá umhugsun ef ég endanlega afráðið að sækja um starfið. Enda tel ég bráðnauðsynlegt að sátt skapist um veitingu dómaraembætta og ætla rétt að vona að það finnist hæfari einstaklingur en ég í það. Kannski eftir 10 ár verði ég sá hæfasti, en það er langt í frá að ég sé það núna. Vona bara að hæfir menn þori að sækja um og að sá hæfasti verði skipaður. Eitt er víst að það verður bæði fróðlegt og skemmtilegt að fylgjast með störfum dómnefndar og svo ekki síður hvort að farið verði eftir hennar áliti. En eins og hinn mæti lagaprófessor Sigurður Líndal, sem er að fara að kenna mér eftir nokkra daga, en ég tel það sé mikill fengur fyrir Bifröst að hafa fengið hann,(Verst eða best að hann les örugglega ekki þetta blogg.)en það sem skyldi sagt er, er að Sigurður ritar eftirfarandi í greiná visir.is
"Nú var megintilgangurinn með því að setja í lög nr. 92/1989 ákvæði um dómnefnd sem síðan voru sett í dómstólalög nr. 15/1998 að styrkja sjálfstæði dómstóla og auka traust almennings á því að dómarar séu óháðir handhöfum framkvæmdarvalds. Þetta var gert vegna dóms Mannréttindadómstóls Evrópu þar sem niðurstaðan var, að ekki væri nægilega greint milli dómsvalds og framkvæmdarvald í héraði. Auk þess átti nefndin að vera hvatning til lögfræðinga sem hygðu á dómsstörf að afla sér framhaldsmenntunar og leggja stund á fræðistörf á sviði lögfræði."
Gæti haldið áfram mikið lengur, en læt þetta duga í bili. Vona bara að hæf manneskja sæki um og fái starfið verðskuldað.
Góðar stundir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
...Þessi pistill er SNILLD...... þarf ekki að hafa fleiri orð um það.
maddaman (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 11:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.