Áfall, lestarsamgöngur og Vinstri grænir

Á dauða mínum átti ég von á en að ég og Vinstri grænir yrðum sammála um eitthvað var það síðasta sem mér datt í hug. Þetta er eiginlega áfall fyrir mig. Sérstaklega í ljósi þess að "Vinstri Grænn" er skammarorð hjá einum kunningja mínum. En þetta hljóta að vera mistök, ég meina Vinstri Grænir eru alltaf á móti öllu, hvernig í ósköpunum geta þér þá verið sammála mér!!!!!!!!! Hvað hef ég gert til að verðskulda þetta, já þetta er stórt áfall. Er kannski komin stefnubreyting hjá Vinstri grænum, þ.e. að vera sammála mér.

Ætli ég sé kannski á undan minni samtíð,Woundering en þann 16 nóvember, sem var 10 bloggfærslan mín á þessari síðu talaði ég um lestarsamgöngur, að það væri sniðugt að reikna út í dag hagkvæmni þess að taka slíkar samgöngur upp á Íslandi og þá sérstaklega á milli Keflavíkur og Reykjavíkur. Viti menn, núna er Árni Þór Sigurðsson þingmaður VG að tala um þetta á heimasíðunni sinni og ekki nóg með það heldur er einnig búið að flytja þingsályktunartillögu um þetta.

Ég vona bara svo sannarlega að ég sé ekki að breytast í Vinstri Grænn. Sick En ég er samt enn á því að það eigi að athuga með hagkvæmni lestarsamgangna. Að vísu hef ég ekki góða reynslu af lestum, þær eiga það til að bila þegar ég nýti mér þær erlendis. Var einu sinni heillengi í Boston að reyna að kaupa mér miða í lest, því að það var svertingi á undan mér á einhverjum efnum og vildi kaupa lestarfar frá Boston, USA yfir til Afríku og var ekki að skilja að lestir færu ekki frá USA til Afríku. Loksins tókst mér að kaupa minn lestarmiða frá Boston til New York, en lestin bilaði á leiðinni og í það sinn komst ég ekki til New York. Í Englandi tók ég einu sinni lest frá Birmingham til Stanstead og getið hvað, lestin bilaði á leiðinni þannig að ég og ferðafélagi minn urðum að hoppa yfir í aðra lest.

En að lokum vill ég biðja vini og kunningja um að pikka í mig ef þeim sýnist hætta á því að ég fari að styðja eða kjósa Vinstri Græna.

Góðar stundir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar F. Valsson

Þegar ég er í útlöndum nýti ég lestar mikið.  Í mörgum borgum eru lestar fljótlegasta og einfaldasta leiðin til að ferðast milli staða.

En ég get ekki séð að lestarsamgöngur séu raunhæfur möguleiki hjá okkur eins og lestar eru í dag.

Á Reykjavíkursvæðinu get ég ekki séð að lestir séu raunhæfur kostur.  Fyrir það fyrsta þá vill engin fá lestarteina nálægt sér.  Lestar eru mjög háværar og plássfrekar.   Ef það á að grafa teinana í jarðgöng verður að taka tillit til þess að Reykjavík er nær öll á klöpp sem gerir jarðgangagerð í þéttbýli mjög erfiða.

Margir nefna kosti þess að setja upp lest milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar.   Sem valkostur gagnvart því að fara á bíl þá tekur meiri tíma fyrir flesta að fara heiman frá sér á flugvöllinn.  Fyrst þarf að komast á brautarstöðina, bíða eftir lestinni og svo fara með lestinni á flugvöllinn.

Fyrir þá sem taka rútu á flugvöllinn í dag er þetta vissulega betra.  En hversu stórt hlutfall farþega tekur rútuna í dag?

Svo má ekki gleyma því að fjárfesting í lestakerfi er stór fjárfesting og það þurfa mjög margir að nýta sér þau kerfi svo þau standi undir sér.

Í alþingiskosningum árið 1991 bauð T listi Öfgasinnaðra jafnaðarmanna fram í Reykjaneskjördæmi.  Meðal stefnumála þeirra var vatnsrennibraut frá Akranesi til Reykjavíkur.

Mér þykir vera jafn mikið vit í þeirri hugmynd og hugmyndum um lestarsamgöngur.

Ragnar F. Valsson, 20.2.2008 kl. 17:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Leifur Runólfsson
Leifur Runólfsson
Hér mun höfundur blogga um sín hugarefni. Vert er þó að geta þess að hann mun forðast í lengstu lög að blogga um sín persónuleg málefni enda á slíkt ekki heima á bloggsíðum.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • pamela anderson
  • pamela anderson
  • island3
  • her
  • island1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband