21.2.2008 | 15:55
Er það löglegt ef...
...nógu margir framkvæma verknaðinn?
Miðað við að lesa viðtal við Guðna Ágústsson formann Framsóknar þá mætti halda það. En haft er eftir honum í grein á visir.iseftirfarandi "Ég ætla því ekki að fordæma þessa þáttöku Birkis enda stunda þúsundir manna þetta hér á landi," segir Guðni." Þarna er hann að vitna i pókermót/fjárhættuspil sem þingmaður flokksins, Birkir Jón Jónsson tók þátt í um daginn. Ekki ætla ég að gagnrýna það að formaðurinn skuli ekki fordæma þátttöku þingmannsins í fjárhættuspilinu, en rökin fyrir því að hann ætli sér ekki að fordæma manninn eru ekki góð að mínu mati. Enda mætti með sömu rökum segja að það sé óþarfi að fordæma þá sem aka of hratt, því að þúsundir manna aka of hratt. Lögbrot eru ekki lögleg þó svo að þúsundir manna framkvæmi þau, það kallast virðingarleysi fyrir lögunum.
Ef að þingmaðurinn er í mun að spila fjárhættuspil, hvernig væri þá að byrja á því að leggja fram frumvarp um breytingu á lögunum til að gera fjárhættuspil lögleg, það er ef það er á gráu svæði eins og Birkir segir, áður en hann byrjar að spila á opinberum vettvangi?
Framsókn er reyndar einn af þrem flokkum sem ég hef kosið um ævina, ef þeir halda þessari stefnu áfram viljiði þá hnippa í mig ef ég er líklegur til að fara að kjósa þá næst.
Góðar stundir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Grundvallaratriðið hér er að ekki var um fjárhættuspil að ræða. Þarna var um að ræða mót, þar sem menn greiða þátttökugjald og ef þeir standa sig vel þá geta þeir unnið til verðlauna. Í þessum mótum eru ekki lagðir undir fjármunir þegar spilað er og þar af leiðandi ekki undir neinum kringumstæðum hægt að kalla þetta fjárhættuspil, jafnvel þó það heiti póker. Menn geta þess vegna lagt undir eldspýtur í póker.
Sjálfur spila ég ekki póker, ekki heldur bridge eða félagsvist (þar sem samskonar fyrirkomulag er hvað mót varðar), en sú forræðishyggja sem fyllir hausa háværs fólks er komin út í öfgar og er gjörsamlega óþolandi.
Sigurður Jónsson (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 16:19
Fullur hlýtur að vera undir áhrifum. Því það er nokkuð ljóst að hann hefur ekki náð innihaldi þessara greinar. Ég er að gagnrýna röksemdarfærslu formansins en ekki hvort að Birgir sé að spila póker eður ei.
Vinsamlegast lesið áður en þið gagnrýnið.
Leifur Runólfsson, 21.2.2008 kl. 17:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.