26.2.2008 | 23:23
Dómar sem vert er að kynna sig.
Í dag féllu tveir héraðsdómar sem ég tel vert að skoða. Hugsanlega verður þeim báðum áfrýjað til Hælstarrétts, það á eftir að koma í ljós.
Annars vegar er um að ræða dóm í Héraðsdóm suðurlands í svokölluðu þvagleggsmáli. En þar var kona ákærð fyrir ölvunarakstur og var neydd til að gefa þvagsýni. Fróðlegt að vita hversu langt má ganga í svona málum.
Hins vegar er það dómur frá Héraðsdómi Reykjavíkur, þar sem að maður var dæmdur fyrir bloggskrif. Verð að segja eins og er að ég fagna því að menn séu dæmdir fyrir bloggskrif, svo lengi sem að bloggskrifin séu ærumeiðandi. En sumir aðilar virðast telja sig geta skrifað hvað sem er á blogginu, sjálfur hef ég fengið athugasemdir þar sem að mér er líkt við Hitler og Satan af aðila sem ég þekki ekki neitt. Spurning hvort að ég ætti að stefna viðkomandi, sjáum til.
Það verður fróðlegt að vita hvort að þessir dómar verði áfrýjaðir, að mörgu leyti væri það ágætt ef svo yrði, svo að Hæstarétti gæfist tækifæri til að fara yfir þessa dóma.
Góðar stundir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll.
Kíkti á þennan pistil af því ég skildi ekki fyrirsögnina. Náði svo meiningunni með samhenginu. Þú þyrftir nú að lesa allan pistilinn yfir með málfræðigleraugun á nefinu. Ekki meiningin að vera leiðinlegur en sem fulltrúi hjá sýslumanni geturðu ekki verið þekktur fyrir að láta svona frá þér fara.
Legg til að þú lagir pistilinn og eyðir svo þessari athugasemd.
Landfari, 1.3.2008 kl. 14:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.