26.2.2008 | 23:38
Mission Hvanndalshnjúkur
Góð vinkona mín tjáði mig um daginn að hún væri búinn að skrá mig í gönguferð með vinnunni sinni. Ég sagði bara flott, líst vel á það, hvert á annars að fara? Jú það er HVANNADALSHNJÚKUR, takk fyrir. Búinn að vera að velta þessu soltið fyrir mig, vissulega spennandi að fara á Hnjúkinn, en ég verð bara að vera hreinskilinn, ég gæti verið í betra formi og einhvern veginn tel ég að það sé lykilatriði að vera í góðu formi fyrir slíkt mission sem Hvannadalshnjúkur er.
Nú ekki ætla ég að gefast upp fyrirfram og hef því ákveðið að koma mér í form. Í dag var æðislegt veður hér i höfuðborginni og sá ég mér færi á að plata hana til að ganga upp Esjuna. Það átti sko að taka á því og fara nánast alla leið upp, en ég ætla ekki að segja ykkur hvað þetta var erfitt. Svo í þetta sinn fórum við rétt aðeins upp í hlíðarnar, vorum nú ekki alveg sammála um hversu langt við höfðum farið, en ég hefði viljað geta sagt að það hefði verið mun lengra. En eins og áður segir þá gefst maður ekkert upp, heldur setur sér bara takmark. Nú á að labba á Esjuna hið minnsta þrisvar í viku og ég skal ná toppinum áður en langt um liður. Ég hef þrjá mánuði í að koma mér í gott form fyrir gönguna stóru og það skal takast. Hún er að vísu í betra formi en ég, kannski er það sökum þess að hún er helmingi léttari en ég og talsvert yngri en ég. En ég stefni á að vera ekki í síðra formi en hún þegar á hólminn eða réttara sagt Hnjúkinn verður komið.
Að lokum skal geta þess að ég er eini meðlimi Gönguklúbbsins Leifur Lost sem fer í þessa göngu, en sá ágæti gönguklúbbur hefur einnig á prjónunum einhverjar göngur í sumar, allavega var verið að tala um Leggjabrjót. Svo að sumarið fer í gönguferðir, vinnu og mastersritgerð.
Góðar stundir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vá, gott hjá þér!! Hnjúkurinn hefur verið mission hjá mér síðustu 3 ár, en alltaf hef ég hætt við vegna þess að mér finnst ég í of lélegu formi..... eða öllu heldur því ég hef verið of löt til þess að koma mér í form fyrir tilsettan tíma. Er þó þokkalega vön að ganga á fjöllum og hef farið í margar göngurnar, en einhvernveginn ímynda ég mér þessa sem erfiðari en margar aðrar.
Gangi þér vel með undirbúninginn!!
Lilja G. Bolladóttir, 27.2.2008 kl. 00:50
...úff ég sit hér og svitna við tilhusunina........
maddaman (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 08:34
Kæri vinur. Það vill til að ég er að stefna á Hnjúkinn líka í sumar og var að byrja á æfingunum nú í kvöld.
Kveðja
Hörður Agnarsson, 27.2.2008 kl. 23:13
Sæll Hörður
Gaman að heyra í þér. En þú ert auðsjáanlega í betra formi en ég. En stefnan er að fara í blálokin á Maí upp Hnjúkinn og það skal bara takast.
Leifur Runólfsson, 28.2.2008 kl. 01:27
Lilja, ég er viss um að þú gætir meikað þetta og Maddama Vigga það þýðir lítið að svitna við tilhugsanir. Stórir Skógar - Bifröst var skemmtileg ganga, sem við svitnuðum yfir á þeim tíma, reyndar voru aðilar sem lögðu ekki í ferðina víst búnir að spá því að hópurinn myndi villast. En ég legg til að aðrir meðlimir Gönguklúbbsins Leifur Lost leggja lönd undir legg og leggi af stað í eina Esjugöngu með mér einhverja helgina áður en langt um líður, eða eitthvert kvöld ef það hentar ykkur "sveitafólkinu" betur. haha
Leifur Runólfsson, 28.2.2008 kl. 01:35
geggjað!!!
Kristín Snorradóttir, 28.2.2008 kl. 17:53
Jamm ég er að æfa með mönnum sem hafa farið þetta áður. En mér skilst að það sé nauðsynlegt að æfa sig með bakpoka og hafa þyngsli því þú þarft að bera á bakinu upp á topp um 10 kg. það sem þú þarft að bera er eins og föt, nesti, drykkir o.fl. Eins skilst mér að þetta sé ekki eins erfitt og þetta lítur út fyrir að vera því að það er bara farið fetið og allir í einni röð. Nokkrir saman í kaðli. Þú ferð í för annars fólks.
Kveðja
Hörður Agnarsson, 28.2.2008 kl. 18:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.