HÆTTUR

Taxi

Jebb ég er hættur að keyra "TAXI" og aðra leigubíla. Í framtíðinni mun ég vonandi eingöngu setjast inn í leigubíl sem farþegi. Stundum gat verið gaman að keyra leigubílinn og spjalla við fólk, sérstaklega þegar maður fór til að mynda lengri ferðir með erlenda ferðamenn. Fór nokkrum sinnum gullna hringinn og það var alltaf jafn gaman. En stundum var ekkert gaman að keyra, eins og í gærkvöldi/nótt á síðustu vaktinni minni. En þá tek ég fjórar manneskjur upp við Player´s og ek þeim í skipasund, en á leiðinni byrjaði einn farþeginn sem sat fyrir miðju aftur í að æla og æla. Angry Er ég náði að stoppa út í kanti var hann dreginn út með hausinn og sagt að liggja þarna á meðan að vinur hans reyndi að þrífa þetta eftir bestu getu. Ég ætla rétt að vona að ælupúkinn sé bæði með samviskubit og timburmenn í dag. En þetta þýddi ósköp einfaldlega fyrir mig að vaktinni var lokið hér með. Ég fór upp í Fellsmúla og þreif bílinn ALLANN hátt og lágt, en einhvern veginn fannst mér lyktin setja fast i bílnum, eins kemst maður í gríðarlegt óstuð þegar svona lagað gerist,  svo ég skilaði bílnum bara og hafði smá rifur á rúðunum til að lyktin færi. Óþolandi svona lið sem getur ekki passað sig í drykkju og ælir hvort heldur er í bíla eða annarsstaðar. En það var langt síðan að síðast hafði verið ælt í bíl hjá mér. Woundering  Svekkjandi líka að enda svona, sérstaklega sökum þess að það var nóg að gera.

Bílinn sem myndin er af er eldri bíl sem ég keyrði fyrir þann aðila sem ég ók alltaf fyrir, en bílinn sem ég var á undanfarið er í raun alveg eins, bara nýrri og silfurgrár að lit.

Góðar stundir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Leifur Runólfsson
Leifur Runólfsson
Hér mun höfundur blogga um sín hugarefni. Vert er þó að geta þess að hann mun forðast í lengstu lög að blogga um sín persónuleg málefni enda á slíkt ekki heima á bloggsíðum.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • pamela anderson
  • pamela anderson
  • island3
  • her
  • island1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband