Klipping

haircut-~-haircut

Þar sem að ég var orðinn nokkur hárprúður og hafði farið í vinnuna á mínum eigin bíl þá ákvað ég að skoða aðeins bæinn og fara í klippingu. Fann rakarastofu, þar sem að eldri maður var að klippa,gott og vel mér veitti ekki af klippingu.  Áður en ég settist í stólinn hafði konan hans hringt og spurt hvenær væri von á honum. Jú jú hann sagðist alveg fara að koma, ætlaði að klippa mig og loka svo. Ok, gott mál hugsaði ég. Við röbbum aðeins saman um hvernig klippingin ætti að vera og hann byrjar að klippa kemur þá inn annar kúnni, rakarinn tjáði honum að hann skyldi klippa hann, enda hafði hann víst komið fyrr um daginn er rakarinn hafði skroppið frá. Rakarinn sagði mér allt um son sinn, virðist vera greindar strákur. En á köflum talaði hann bæði hratt og óskiljanlega að mínu mati, en ég lét sem ekkert væri. Svo byrjaði gemsinn hans að hringja, á endanum svarar hann og ÖSKRAR í símann; "ég má EKKERT vera að því að tala við þig" og sleit samtalinu. Svo er hann eiginlega búinn og tekur upp rakhnífinn til að raka hálsinn, var heillengi að bakstra eitthvað við hnífinn og byrjar svo að raka og það FAST, svo segir hann er hann heldur hnífnum að hálsinum á mér "ég veit að þú kemur aftur..." ekki hvarflaði að mér að segja honum á þessum tímapunkti að ég væri nú ekki jafnviss um það, kæmi bara i ljós. En hann rakaði hálsinn svo FAST að það er langur skurður á hálsinum eftir hnífinn. Svo í þokkabót var svo hræðilega mikil svitalykt af manninum að ég var að kafna á meðan á klippingunni stóð.

Spurning hvort að ég eigi að þora til hans aftur næst þegar ég þarf í klippingu?

Yfirleitt slappa ég vel af í klippingu, en þarna var spennustigið full hátt.

Góðar stundir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

...... alt svo - enda er umhverfið allt þarna á nýja staðnum með hátt spennustig - mannstu... finnið dóma - hmmm segi ekki meir.

maddaman (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 23:31

2 identicon

Humm....er það ekki bara þannig með suðurnesin eins og öll önnur samfélög að það eru svartir sauðir inn á milli alls staðar? Bý sjálf í Keflavík og hef búið þar s.l. árið og hef sjaldan fundist ég eins örugg eins og hér. Hér er lögreglan mun sjáanlegri en í Reykjavík til að mynda og rekur öfluga löggæslu. Í mörgum smærri bæjarfélögum eru ekki einu sinni lögreglumenn til staðar um helgar - í Mosfellsbæ t.d. var ekki lögregla á vakt um helgar og veit ég ekki hvort bætt hafi verið úr. En þannig var það í mörg ár þegar ég bjó þar. Hér hef ég aldrei orðið vitni að neinu slæmu og er hundrað sinnum hræddari í miðbæ Reykjavíkur en í miðbæ Keflavíkur. Þú getur bókað það að ef eitthvað kemur upp á hérna og þú ert stelpa, að fólk kemur þér til hjálpar. Hér þori ég að labba heim úr miðbænum um helgar og verð aldrei fyrir ónæði. Ég hefði aldrei þorað því í Reykjavík. Er sjálf lögfræðingur og búin að starfa sem slíkur hérna suðurfrá og vísa því alfarið á bug að þetta sé eitthvað verri staður en annars staðar. Þessi "klippari" er væntanlega enginn "glæpamaður" en hefur átt slæman dag. Hver á það ekki af og til?...

Linda (IP-tala skráð) 8.3.2008 kl. 19:46

3 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Hahaha, er nú ekki svitalyktin svolítið aðlaðandi??  .....jakk....

Lilja G. Bolladóttir, 10.3.2008 kl. 03:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Leifur Runólfsson
Leifur Runólfsson
Hér mun höfundur blogga um sín hugarefni. Vert er þó að geta þess að hann mun forðast í lengstu lög að blogga um sín persónuleg málefni enda á slíkt ekki heima á bloggsíðum.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • pamela anderson
  • pamela anderson
  • island3
  • her
  • island1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband