12.3.2008 | 21:55
Bifröst. Próf. Borgarnes/Akranes. Esjan.
Jæja, dagurinn í dag byrjaði á því að keyra upp á Bifröst til að taka eitt próf. En það var próf í einkamálaréttarfari II hjá honum Einari Karli. Held að prófið hafi gengið ágætlega þó svo að ég hafi ekki fengið alveg þær spurningar sem ég vildi. En ég fékk fyrst að tala um milliliðalausa sönnunarfærslu og svo um kröfugerð fyrir félagsdómi. Á leiðinni í bæinn, kom ég við bæði í Borgarnesi og á Akranesi, til að láta póstinn vita að ég væri fluttur, skipta um lögheimili og ná svo í nýtt skattkort.
Svo lá leið mín að rótum Esjunnar, en þegar þangað var komið strippaði ég úr jakkafötunum og fór í önnur þægilegri föt og gekk upp Esjuna. Fór reyndar ekki alveg alla leið upp, lét nægja að fara upp í 392 metra hæð og sneri þá við, enda þurfti ég að koma við í fatahreinsun fyrir lokun meðal annars.
Í kvöld var svo farið á fund um fyrirhugaða ferð á Hvannadalshnjúk og líst mér bara betur og betur á þá ferð. Sérstaklega leist mér vel á þegar farastjórinn sagði að það væri RANGT að maður þyrfti að vera í formi lífs síns til að fara þarna upp, vissulega væri betra að vera í góðu formi en aðalmálið væri að hafa úthald. Þetta væri ekki eins erfitt og menn héldu. Svo að nú er spurning um að leggjast bara með fætur upp í sófa og slappa af. hehehe Nei nei, ég stefni á að fara upp Esjuna reglulega núna á næstunni. Svo ef einhver vill labba upp hana með mér, þá er það velkomið.
Set inn myndir síðar er ég verð komin með netið í fartölvuna mína og búinn að finna allar snúrur eftir flutninganna.
Góðar stundir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er ekkert til sem heitir röng svör á prófi
Bara rangar spurningar
Ragnar F. Valsson, 12.3.2008 kl. 22:01
Jú ég væri alveg til að ganga með þér á Esjuna, maður þarf að koma sér í gott form
Hörður Agnarsson, 12.3.2008 kl. 22:29
Líst vel á Esjuna. Þá kíkiru kannski í kaffisopa í leiðinni því þú keyrir í gegnum Mosó
Linda (IP-tala skráð) 13.3.2008 kl. 00:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.