Esjan

Jæja gott fólk, síðastliðinn sunnudag fór ég upp Esjuhlíðar í frábæru veðri. Fór reyndar ekki alveg upp á toppinn, lét mér nægja að fara að skriðunum.

Er ég kom að þessari brú þá fannst mér eins og hún væri í styttra lagi. En kannski að það sé bara orðin svona mikil landeyðing við annan enda brúarinnar af ágangi göngufólks.

Við þennan stiga staðnæmdist ég og var lengi að spekúlera í því, hvort að ég ætti að ganga yfir hann eða öðru hvorumegin við hann. Þá er spurning hvorum megin sé betra að fara, hægra megin eða vinstra megin? 

Kannski að hann hafi verið settur fyrir ljósmyndara, þannig að þeir gætu séð yfir eitthvað. Nema að einhvern tímann hafi verið girðing þarna! Gæti verið skýringin.

Útsýnið af Esjunni er ágætt. Eins er Esjan frábært fjall til að ganga á og ná upp þoli. Það er líka miklu skemmtilegra að ganga upp Esjuna en að fara í einhvern líkamsræktarstað. Er ég var að verða kominn upp að skilti 4, sæll og ánægður með árangur minn, en jafnframt orðinn frekar þreyttur og sveittur, haldiði ekki að það hafi komið maður gangandi eins og ekkert væri upp fjallið sem væri ekki í frásögur færandi nema hvað hann var með ungabarn á bakinu og gekk þetta eins og ekkert væri. Þarna sat barnið í stólnum/bakpokanum eða hvað þetta heitir með snudduna og sólgleraugu á meðan að pabbi hans labbaði þarna upp. Eiginlega var ekki hægt annað en að dást að þeim. Því miður náði ég ekki mynd af þeim.

En um páskanna ætla ég að halda áfram með mastersritgerðina mína sem fjallar um ólögmæltar refsilækkunarástæður og svo ætla ég allavega einu sinni upp Esjuna líka.

Fleiri myndir frá Esjunni má sjá í myndaalbúminu sem er aðeins neðar vinstra megin á síðunni.

Góðar stundir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Agnarsson

Sæll. Ég hef verið lítið í löngum göngum en fór í dag. Svo datt ég inn í félagsskap sem heitir Sólo, www.soloklubburinn.com sem er fyrir fólk sem er einhleypt. Sjálfur hef ég farið á skemmtikvöld þarna, spilakvöld, bíó og ekki síður gönguferðir. Það

Hörður Agnarsson, 22.3.2008 kl. 00:31

2 Smámynd: Hörður Agnarsson

nú athugasemdin datt inn en hér er smá framhald en það kostar sáralítið að vera þarna eða um 2000 kr á ári og fólk skipuleggur gönguferðir sjálft og hvað eina sem fólki dettur í hug.

Kveðja

Hörður Agnarsson, 22.3.2008 kl. 00:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Leifur Runólfsson
Leifur Runólfsson
Hér mun höfundur blogga um sín hugarefni. Vert er þó að geta þess að hann mun forðast í lengstu lög að blogga um sín persónuleg málefni enda á slíkt ekki heima á bloggsíðum.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • pamela anderson
  • pamela anderson
  • island3
  • her
  • island1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband