23.3.2008 | 16:13
Tónleikar
Fór á tónleika á föstudaginn langa til styrktar XA-Radíó. Verð að viðurkenna að ég hef aldrei hlustað á þessa útvarpsstöð, en þarna voru margir þekktir tónlistarmenn að spila. Ég og vinkona mín ákváðum á síðustu stundu að fara. Vorum fyrst ekki viss um hvort að það væru til miðar, en jú jú við fengum miða og ákváðum að mæta rétt fyrir opnum til að tryggja okkur góð sæti víst að þau voru ekki númeruð. Hefðum því miður ekki þurft að hafa áhyggjur af því, því satt að segja voru afskaplega fáir mættir.
En þeir tónlistarmenn sem spiluðu voru eftirfarandi:
Bubbi
Pikknikk
KK
Ellen og Eyþór
Einar Ágúst
Poetrix
og Páll Óskar.
Kynnir kvöldsins var Davíð Þór Jónsson
Þetta voru ágætis tónleikar, hefði að vísu verið skemmtilegra að hafa fleiri áhorfendur. Ef þetta hefði verið raunveruleikaþáttur þá hefði ég sent Bubba heim. Hann spilaði einhver voðalega drungaleg lög sem ég þekkti ekki. Allt í lagi að taka kannski eitt af þekktari lögunum einnig, en hann spilaði 3 lög og fannst mér hann mjög þungur í brún eitthvað. Einar Ágúst kom mér aðeins á óvart, en mér hefur fundist nýja platan hans, bara leiðinleg. En hann var bæði með húmor fyrir sjálfum sér og stóð sig bara fantavel. Eins stóð Poetrix sig vel, hafði gaman að honum þó svo ég sé ekki mikið fyrir hipphopp eða rapp tónlist. Pikknikk voru í smá vandræðum með sándið, en þetta er lofandi dúett, KK er alltaf ágætur, Ellen og Eyþór voru frábær. En performer kvöldsins var Palli að öllum ólöstuðum, en hann náði upp feiknastuði í lokinn.
Góðar stundir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heyrðu frændi....hvet þig til að hlusta á XA-radíó bara gott fyrir sálina. er alltaf með hana á í bílnum.
Hvernig var þetta með að þiggja kaffibolla?
Kristín Snorradóttir, 24.3.2008 kl. 21:32
Já frænka, er alltaf á leiðinni í kaffi til þín. Mun láta verða af því mjög fljótlega.
Leifur Runólfsson, 25.3.2008 kl. 21:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.