9.4.2008 | 23:00
Einu sinni var...
...fjölskylda sem bjó í þessu húsi. Sjálfsagt hefur hún átt kindur og jafnvel eina eða tvær beljur. Eins get ég ímyndað mér að það hafi verið hundur á heimilinu. Þarna hefur bóndinn farið út á sumrin og slegið grasið með orf og ljá til að eiga hey fyrir veturinn. Kannski hefur hann átt hest eða hesta til að selflytja heyið heim í hús.
Á þessar rústir rakst ég með gönguhópnum mínum, Leifi Lost í sumar er við gengum frá stóru Skógum að Bifröst, ef okkur telst rétt til þá var þarna bær sem hét Stapasel, en er farinn í eyði. Alltaf gaman að reyna að ímynda sér hvernig lífið hefur verið fyrr á öldum á svona stað. En þessi bær hefur verið frekar einangraður að því virðist. En vonandi hefur fólkið sem bjó þarna átt gott líf.
Góðar stundir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Skemmtilegt nafn á gönguhópnum þínum!!!
Lilja G. Bolladóttir, 12.4.2008 kl. 01:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.