Dagurinn í dag

Var upp á Bifröst í dag í Réttarsögu hjá Sigurði Líndal. Tíminn var mjög skemmtilegur. En er ég ók undir Esjuna á leiðinni heim þá dauðlangaði mig að stoppa, hoppa út úr bílnum og labba upp Esjuna eða allavega eitthvað upp Esjuhlíðarnar. En ég lét það ógert í þetta sinn. Enda brjálað að gera núna, milliskil á mastersritgerðinni, próf í Sifjarétti hjá Láru Júlíusdóttir og svo 20 bls ritgerð í Réttarsögunni hjá Sigurði Líndal. Svo ég ákvað að Esjuferðin yrði að bíða betri tíma í þetta sinn. Eins hef ég líka hætt við ferðina á Hvannadalshnjúk af persónulegum aðstæðum, sem verður ekki farið út í nánar hér. Spurning að ég plati gönguklúbbinn minn, Gönguklúbbinn Leifur Lost, til að fara í ferð upp á Hvannadalshnjúk að ári.

En núna ætla ég að fara að lesa Hjúskaparlögin nr. 31/1993.

Góðar stundir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Agnarsson

Mig langar að vita hver eru inntökuskiliðin til að komast í þennan gönguklúbb?

Hörður Agnarsson, 16.4.2008 kl. 07:45

2 Smámynd: Ragnar F. Valsson

Inngönguskiliðin eru líklegast þau að þekkja Leif og eiga í erfiðleikum með að rata.

Ragnar F. Valsson, 16.4.2008 kl. 08:13

3 Smámynd: Hörður Agnarsson

Mér sýnist ég þá eiga ágætlega í hheim í klúbbnum  

Hörður Agnarsson, 16.4.2008 kl. 09:26

4 Smámynd: Leifur Runólfsson

Hingað til hafa allir verið velkomnir í þennan klúbb. En þeir sem eru í honum núna eiga það öll sameiginlegt að vera í námi á Bifröst. Fyrsta ferðin okkar var frá Stóru-Skógum að Bifröst, sú ferð tók á milli 4 og 5 tíma. Sumir skólafélagar okkar spáðu því að við myndum villast og þannig kom nafnið til. En þar sem að hluti hópsins er fluttur í bæinn, þá hefur ekki verið mikið um göngur undanfarið en það verður allavega ein ganga í næstu viku. Hugsanlega verður gengið um Þverárhlið, en það verður ákveðið eftir helgi.

Leifur Runólfsson, 17.4.2008 kl. 20:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Leifur Runólfsson
Leifur Runólfsson
Hér mun höfundur blogga um sín hugarefni. Vert er þó að geta þess að hann mun forðast í lengstu lög að blogga um sín persónuleg málefni enda á slíkt ekki heima á bloggsíðum.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • pamela anderson
  • pamela anderson
  • island3
  • her
  • island1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband