19.4.2008 | 22:15
Góður staður
Einu sinni var ég fenginn til að gerast liðstjóri þessa ræðuliðs. En um var að ræða úrslitakeppni á landsþingi hjá JCI. Landsþingið sjálft var haldið á Reykjanesi, en þar er gamall héraðsskóli og já sundlaug sem er heitari en heitasti pottur sem ég hef farið í.
Er kom að taka lokaæfinguna og þá einu sem var tekinn á staðnum, þá fór ég að spá í hvar ég gæti haldið hana. Ég sá ekkert svæði í héraðsskólanum/hótelinu sem mér leist á. Því ekki vildi ég að við yrðum fyrir truflun, né að hitt ræðuliðið myndi sjá eða heyra til okkar. En á endanum fannst lausnin. Já ég helt síðustu ræðuæfinguna á þessari líka fínu bryggju. Ef viðkomandi ræðumaður hefði í stressi tekið einu skrefi of mikið afturábak þá hefði viðkomandi endað í sjónum. Þess má geta að ræðuæfingin tókst stórkostlega vel og keppnin ágætlega. Enda bárum við að sjálfsögðu sigur úr býtum.
Hér má sá mynd frá verðlaunaafhendingunni, reyndar er þessi mynd ekkert voðalega góð. Enda tók ég hana ekki. haha
Góðar stundir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.