24.4.2008 | 23:28
Upphaf refsivistar á Íslandi
Margt breytist í áranna rás, eitt af því er hvað þykir refsinæmt. Sumt sem þóttu stórglæpir áður fyrr þykir okkur í dag alveg sjálfsagður hlutur eða allavega þykir okkur ekki eigi að refsa fyrir viðkomandi verknað. Þannig breytist siðferðið og lögin með.
Fram til ársins 1761 voru engin fangelsi til á Íslandi, því þurfti að senda fanga utan til refsivistar fyrst í stað, þá til Danmerkur. Fyrsta lagaboðið sem vitað er af er konungsbréf frá 16. desember 1625. Þar var boðið að senda skyldu konur, sem vildu ekki segja til faðernis barna sinna, til afplánunar í spunahúsinu í Kristjánshöfn. (Heimild: Jónatan Þórmundsson (1992) Viðurlög við afbrotum). Já það breytist margt með tímanum, sem betur fer yrði nú engin kona í dag send í fangelsi hér á landi fyrir að upplýsa ekki hver barnsfaðirinn væri.
Gleðilegt sumar.
Góðar stundir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.