Þorbjörn

Bifröst Apríl 2008 001 (21)

Skrapp um daginn upp á fjallið/fellið eða hólinn Þorbjörn í Grindavík. En ég er á nýjan leik á leiðinni upp á Hvannadalshnjúk svo það veitir ekki af að æfa sig aðeins fyrir þá ferð. Reyndar er mjög auðvelt að klífa upp Þorbjörn.  En um er að ræða móbergsfell sem er 243 m yfir sjávarmáli og þaðan er mikið útsýni yfir Reykjanesfjallagarðinn. Uppi á fellinu er gjá eða sprunga sem heitir Þjófagjá, að sögn eftir 15 þjófum sem höfðust við í gjánni og stálu fé Grindvíkinga.  Voru þeir síðast unnir með prettum að því er sagan segir.  Á Þorbjarnarfelli fórst í flugslysi í síðari heimstyrjöldinni C. Andrews, yfirmaður alls herafla Bandaríkjamanna á Norður-Atlantshafssvæðinu, ásamt fleiri háttsettum foringjum.  Voru þeir að koma vestan frá Ameríku til lendingar á Keflavíkurflugvelli en flugvélin hefur sennilega flogið of lágt.  Aðeins einn maður komst lífs af úr þessu flugslysi og beið hann björgunar á annan sólarhring. (Heimild http://www.reykjanes.is/Um_Reykjanes/Fjoll/THorbjorn/) Ekki veit ég hví maðurinn þurfti að bíða svona lengi eftir björgun.

En fleiri myndir úr ferðinni má sjá í myndaalbúminu með því frumlega nafni Þorbjörn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Agnarsson

Mikið er gott að þú sért á leiðinni upp á Hnjúkinn  En ég er búinn að vera að safna að mér allskyns dóti fyrir fjallaferðir eins og skíðagleraugum broddum o.fl. og þér er velkomið að fá þetta lánað

Hörður Agnarsson, 2.5.2008 kl. 22:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Leifur Runólfsson
Leifur Runólfsson
Hér mun höfundur blogga um sín hugarefni. Vert er þó að geta þess að hann mun forðast í lengstu lög að blogga um sín persónuleg málefni enda á slíkt ekki heima á bloggsíðum.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • pamela anderson
  • pamela anderson
  • island3
  • her
  • island1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband