Til hamingju Hörður

Í gærkvöldi fékk ég skemmtilegt sms frá honum Herði vini mínum. En þar tilkynnti hann mér að ganga upp á Hvannadalshnjúk hefði ekki verið neitt mál. Gaman að heyra það, eins sagði hann mér að hópurinn hans hefði fengið gott veður, var víst mjög hlýtt en að vísu skýjað. Að sjálfsögðu fór hópurinn upp fyrir skýjinn er hann fór á topp Hvannadalshnjúks. Gaman að heyra af þessu. Nú hlakkar manni til að sjá myndir úr ferðinni.

Varðandi mína Hvannadalsgöngu þá er hún áætluð í þessari viku. Mikið búið að ganga á í sambandi við hana, um tíma varð vinaslit á milli mín og vinkonu minnar og allt bendi til að ég færi ekki í þessa göngu, enda er verið að fara með vinnunni hennar. Nú við náðum sáttum aftur, sem er frábært. Fórum eftir það saman í nokkrar göngur, meðal annars eina langa um Esjuna, þó svo að hún hafi ekki orðið eins löng og til stóð. En við urðum frá að hverfa sökum veðurs og skort á búnaði. Ekki sniðugt að ganga í klettum í snjó hálku án þess að hafa brodda. En í gærdag þá varð ég skyndilega 30 árum eldri eða svo.  Veit ekki hvað gerðist, en allt í einu er ég að drepast í bakinu og get varla hreyft mig. Einhverskonar þursabit væntanlegaAngry Ef ég lagast ekki fyrir þriðjudag, þá held ég að útilokað sé að ég gangi eitt eða neitt, hvað þá upp á Hvannadalshnjúk. En þetta verður að fá að koma í ljós. Vona bara hið besta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Agnarsson

Takk ég vona að þú komist í gönguna því þetta var bara frábært og svo er góð veðurspá fyrir helgina. Já þetta kom þægilega á óvart hvað þetta var þægilegt að ganga þetta. Þetta er mikið til hvað þú ert heppinn með færð en við fengum nokkuð þægilegt færi upp á toppinn.

Hörður Agnarsson, 20.5.2008 kl. 09:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Leifur Runólfsson
Leifur Runólfsson
Hér mun höfundur blogga um sín hugarefni. Vert er þó að geta þess að hann mun forðast í lengstu lög að blogga um sín persónuleg málefni enda á slíkt ekki heima á bloggsíðum.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • pamela anderson
  • pamela anderson
  • island3
  • her
  • island1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband