19.5.2008 | 21:55
Fordómar
Ég verð að segja eins og hér að undanfarna daga hef ég ekki verið stoltur af því að vera Íslendingur. Okkur finnst sjálfsagt að ferðast um allan heim, setjast að þar sem að okkur sýnist. Allstaðar er hægt að finna Íslendinga, meira að segja í Zimbabwe. Oft hefur heyrst að Ísland sé eitt af ríkustu löndum veraldar, en svo þegar á að taka við örfáum flóttamönnum, einstæðum mæðrum og börnum þeirra, þá verður allt vitlaust í þjóðfélaginu. Fólk mótmælir hástöfum og ekki eru nú rökin ávallt mikil. Til dæmis var einn strákur á Akranesi spurður út í þetta í kvöldfréttum, hann vill ekki fá flóttamenn því þá telur hann sig ekki geta farið út að djamma. Því það séu svo margir Pólverjar nú þegar á skaganum sem fara á djammið. Give me a break!!!!
Ég vill ekki trúa því að við séum ekki tilbúinn til að taka okkar ábyrgð í hinu alþjóðlegu samfélagi. Þarna eru flóttamenn sem eiga í engin hús að vernda. Þau eru upp á aðra búinn. Vissulega er þetta fólk með aðra trú og aðra siði en við. En það þýðir ekki að við getum ekki opnað hjarta okkar fyrir því og tekið vel á móti því, enda fólki í neyð.
Ég hef verið þeirra gæfu aðnjótandi að búa í nokkrum löndum um ævina, fæddur í New York og ólst þar upp að hluta til, var eitt ár á Nýja-Sjálandi, bjó í Svíþjóð í fáein ár og svo í Noregi i nokkra mánuði. Allsstaðar var mér vel tekið. Í Svíþjóð var ég um tíma í sænsku skóla með útlendingum, meðal annras Kúrdum frá Írak og svo var fólk frá fleiri þjóðlöndum, t.d. Dani. Þetta var allt hið besta fólk. En auðvitað er misjafn sauður innan um, en það á líka við um okkur Íslendinganna. Ekki eru allir Íslendingar sem búa erlendis fyrirmyndarþjóðfélagsþegnar, þó svo að flestir séu það. Það sama á við um aðra útlendinga.
Ég hef ferðast víða, meðal annars um Eystrasaltslöndin, Eistland, Lettland og Litháen. Þar fór ég meðal annars á djammið og varð aldrei var við nein leiðindi, sá aldrei slagsmál eða neitt vesen eins og er í miðbæ Reykjavíkur. Samt var ég í miðbæ á stórum bæ að skemmta mér og skyldi ekki orð í viðkomandi tungumálum. Svo ég held að strákurinn á skaganum þurfi eiginlega að hafa meiri áhyggjur af samlöndum sínum, en það er annað mál.
Ef að hörmungar kæmi upp á Íslandi, þá væri gott að vita til þess að maður væri velkominn til einhvers annars ríkis þar sem að ástandið væri betra.
Tökum vel á móti þessu fólki. Þetta fólk hefur átt erfitt. Miklu erfiðara en við getum ímyndað okkur.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.