7.6.2008 | 12:40
Hvar áttu svo heima?
Í gegnum tíðina hefur það tíðkast að alþingismenn hafa átt lögheimili á hinum undarlegustu stöðum til þess að ná kjöri. Eitt slíkt dæmi er er þessi maður hér til hliðar, en hann er dýralæknir að mennt, en starfar í dag sem alþingismaður og einnig sem Fjármálaráðherra okkar Íslendinga. Hann er reyndar í stjórnmálaflokki sem ég myndi kjósa i dag, ef það yrði boðað til kosningar á morgun, en það er nú frekar ólíklegt að það verði. Þessi maður hefur unnið sér til frægðar að skipa Þorstein son Davíðs son Odds í stöðu héraðsdómara er vinur hans Björn Bjarnarson dæmdi sig réttilega vanhæfan til að skipa viðkomandi héraðsdómara.
En eins og áður hefur komið fram, þá flutti þessi maður lögheimili sitt fyrir síðustu kosningar, því að hann sá fram á að ná ekki kjöri í sínu umdæmi, en sá sér leik á borði og fór fram fyrir suðurlandið. Það er ekkert sem mælir á móti því að stjórnmálamenn séu klókir og flytji sig um set, telji þeir sig eiga meiri möguleika annarsstaðar. Í viðkomandi kjördæmi er annar maður með sama nafni sem hefur einnig náð yfirleitt góðu kjöri og var sá maður reyndar að koma aftur í framboð eftir að hafa afplánað stutta fangelsisdvöl. En í stuttu máli þá komust nafnarnir tveir að og þessi hér til hliðar varð aðeins hlutskarpari, kannski þess vegna sem hann er orðinn fjármálaráðherra, en hinn er einungis þingmaður. Hvað veit ég, er aðeins leikmaður í stjórnmálum. Þó að ég styðji flokk þeirra tveggja í dag, er ekki þar með sagt að ég styðji þá tvo, né allt sem flokkurinn geri.
En sá sem myndin er af hér að ofan hefur verið mikið í fréttum að undanförnu og er sakaður um lögbrot í einum fjölmiðli landsins fyrir að búa annarsstaðar en þar sem að lögheimili hans er skráð. Til eru lög um lögheimili, nr. 21 frá árinu 1990. en þar segir í 1.gr. eftirfarandi:
1. gr. Lögheimili manns er sá staður þar sem hann hefur fasta búsetu.
Maður telst hafa fasta búsetu á þeim stað þar sem hann hefur bækistöð sína, dvelst að jafnaði í tómstundum sínum, hefur heimilismuni sína og svefnstaður hans er þegar hann er ekki fjarverandi um stundarsakir vegna orlofs, vinnuferða, veikinda eða annarra hliðstæðra atvika.
Dvöl í gistihúsi, fangelsi, vinnuhæli, sjúkrahúsi, athvarfi, heimavistarskóla, verbúð, vinnubúðum eða öðru húsnæði, sem jafna má til þessa, er ekki ígildi fastrar búsetu. [Sama gildir um húsnæði í skipulagðri frístundabyggð [og á skipulögðu iðnaðar-, athafna- og hafnarsvæði og öðru svæði innan þéttbýlis sem skipulagt er fyrir atvinnustarfsemi nema búseta sé þar heimil samkvæmt lögum eða stjórnvaldsfyrirmælum].1)]2)
[Þrátt fyrir ákvæði 3. mgr. má heimila tímabundna skráningu lögheimilis í starfsmannabústað.]1)
Samkvæmt þessu ber fólki að hafa sitt lögheimil þar sem það býr að jafnaði. Svokölluð fast búseta. En í 4.gr. segir svo eftirfarandi
4.gr. Enginn getur átt lögheimili hér á landi á fleiri en einum stað í senn
svo segir í 5 og 6.mgr.
Alþingismanni er heimilt að eiga áfram lögheimili í því sveitarfélagi þar sem hann hafði fasta búsetu áður en hann varð þingmaður. Sama gildir um ráðherra.
Verði eigi skorið úr um fasta búsetu manns skv. 2. og 3. mgr. skal maðurinn sjálfur ákveða hvar lögheimili hans skuli vera. Geri hann það ekki ákveður Þjóðskráin það.
Ok, hann flutti lögheimil sitt fyrir núverandi kjörtímabil, en var hann einhvern tímann með fasta búsetu á suðurlandi, það er svo önnur spurning. Hann þarf ekki að hafa haft hana lengi, en samt í nokkra daga. En eins og áður segir þá skil ég manninn vel að hafa flutt sig um kjördæmi, en ég skil hinsvegar ekki fólkið sem kaus hann í prófkjörinu. En það er svo margt sem ég skil ekki, svo það er ekkert að marka.
En við skulum átta okkur alveg á einu, að það finnast væntanlega stjórnmálamenn í öllum stjórnmálaflokkum sem hafa leikið sama leikinn og viðkomandi maður sem er hér til umræðu. En það afsakar samt sem áður ekki hans gjörðir né hinna.
Góðar stundir.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.