10.6.2008 | 20:11
Keyptu fasteign, fáðu aðra fría!!!!
Mikið hefur verið talað um hrun Íslenska fasteignamarkaðarins undanfarið. Fasteignaverð hefur lækkað og eignir seljast hægar. Til að "bæta" ástandið datt Íslensku ríkisstjórninni í hug að breyta lögum um stimpilgjald þannig að þegar fólk kaupir sína fyrstu fasteign, þá verða lánin sem tekin eru stimpilfrjáls, en ekki kaupsamningurinn sjálfur. Þessi breyting tekur gildi 1. júlí í ár. Þannig sértu að fara að kaupa fasteign í fyrsta sinn, þá skaltu bíða fram til 1. júlí með að skrifa undir kaupsamninginn. Því lögin eru að sjálfsögðu ekki afturvirk.
Ég persónulega er fylgjandi því að leggja niður stimpilgjöld, en ég hefði viljað leggja þau niður á fasteignakaup almennt, bæði kaupsamninga og fjármögnun lánanna, óháð því hvort að fólk er að kaupa í fyrsta sinn, eða í tíunda sinn. Vissulega hefði það kostað ríkissjóð pening, en það myndi að sama skapi glæða fasteignamarkaðinn aðeins. Eitt af markmiðum núverandi ríkisstjórnar var einmitt að leggja niður þessi blessuðu stimpilgjöld, því get ég ekki skilið af hverju skrefið var ekki tekið til fulls strax, í stað þess að taka smá skref fyrst. Skref sem er óréttlátt og erfitt að fylgja eftir.
En þessa auglýsingu fékk ég senda frá einni vinkonu minni. Þarna er fasteignamarkaðurinn væntanlega mun hægari en á Íslandi, enda færðu tvær fasteignir á verði einnar. Spurning að bíða þangað til að markaðurinn á Íslandi bregður eins við og kaupa þá eina fasteign og fá tvær. Ég læt mig dreyma áfram.
Góðar stundir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.