17.6.2008 | 23:30
Feigur var hann Ófeigur.
Jæja þá er Ísbjarnarmáli númer tvö lokið. Þó svo að því hafi lokið á versta veg fyrir greyið björninn, verður ekki annað sagt en að minnsta kosti var reynt um tíma að halda lífi í hann. Þó svo að það megi gagnrýni þann kostnað þá er ég samt á því að hann hafi verið réttlætanlegur, enda um að ræða dýr í útrýmingarhættu.
Í sumum fjölmiðlum fékk þessi ísbjörn nafnið Ófeigur, það er nokkuð víst að það nafn reyndist öfugmæli, því fyrir utan að vera feigur, þá reyndist þetta vera birna, sem sé kvenkyns Ísbjörn ef svo má að orði komast. En Ófeigur er náttúrlega karlkyns nafn.
En á heimasiðunnu ljod.is rakst ég á þetta skemmtilega ljóð og komst að því að ég er ekki eins og Ísbjörn sem er fastur i Sahara eyðimörkinni.
| |||||||||||||||
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvaða rugl er þetta, þetta eru rándýr og hvort eru mannslíf eða líf viltra dýra meira virði? Ég vill ekki láta éta mig og mér er slétt sama hvort dýrið er í útrýmingarhættu. Það á að fella það á staðnum. Að fanga það og setja það í búr eða dýragarð er mannvonska.
JG (IP-tala skráð) 18.6.2008 kl. 00:01
Jæja, er það sem sé MEIRI mannvonska að setja dýrið í dýragarð en að drepa það. Ef aldrei skilið þá röksemdafærslu, ekki að ég sé að lofa dýragarða, en hlýtur að vera ögn skárra að vera lífandi en dauður, þannig er það nú bara.
En heyrði ég ekki í kvöldfréttum er ég ók heim, að það eru afskaplegar litlar líkur á því að Ísbjörn ráðist á fólk. Sjálfsagt er Ísbjörninn eins og önnur dýr, hrædd við mannskepnu og flýja frekar af hólmi ef þau mögulega geta, í stað þess að ráðast á okkur.
Einfaldasta leiðin er að skjóta allt kvikt og vera þannig laus við allt sem lifir, laus við öll vandamál, en einfaldasta leiðin er EKKI alltaf besta leiðin. Held að við ættum aðeins að reyna að draga úr drápsfýsn okkar.
Nú þegar hitastig jarðar fer sífellt hækkandi þá má búast við því að ísjakar losni meira og meira frá heimkynjum Ísbjarnanna og þeir fljóti með þeim áleiðis til landsins og syndi svo síðasta spölinn, þú vilt sem sé taka á móti þeim sem eiga eftir að koma með byssukúlu. Það þykir mér sorglegt.
Auðvelt er að halda því fram að dýrið hafi ekki þolað svæfingu, það hafi verið veikburða og svo framvegis. Einhvern veginn er það góð saga til að réttlæta drápið, kannski var dýrið veikburða, en veikburða mannfólk hefur verið svæft og náð sér eftir svæfingu, er eitthvað sem segir að dýr eigi erfiðara með að ná sér eftir svæfingu en mannfólkið?
Lífi Ísbirnirnir, vonandi deyja þeir ekki út eins og Geirfuglinn.
Leifur Runólfsson, 18.6.2008 kl. 21:09
Bull er þetta. Frá dýraverndunarsjónarmiðum þá hefði verið gæfulegra að eyða þessum 5 milljónum sem það kostaði að fá búrið hingað til lands í að rannsaka hvítabirni, vernda þá eða gera eitthvað gáfulegt til framtíðar fyrir þá. Nei, það átti að slökkva elda, umheimurinn var óánægður með íslendinga og því var um að gera að sýnast aðeins. Lítlar líkur á að ísbirnir ráðist á fólk, en ef hann gerir það þá er maðurinn dauður, ekki langar mig í að lenda í faðmlögum við 600 kg kvikindi, en mér finnst að vinstri grænir og annað Reykjavíkurhyski sem hæst hefur um verndun og yfirgefur yfirleitt ekki miðborgina ætti kannski að skreppa norður næst er bjössa ber að landi og klóra helvítinu milli eyrnanna og tala fálglega um verndun á meðan. Þetta er villidýr, rándýr og ætti að umgangast sem slíkt. Þú mátt taka á móti þeim með klappi en ég myndi skjóta hann. Mig langar ekki að mæta bjössa í gönguferð um hornstrandir og hugsa, þeir ráðast ekki alltaf á fólk, kannski er hann ekki svangur og mér liði ekki betur meðan að hann æti mig að hugsa, greyjið, hann er í útrýmingarhættu. Eyðum þessum fjármunum í að búa betur um hvítabirni á þeirra heimaslóðum, en hættum öllum leikaraskap og skjótum þá ef þeir villast hingað. Hvítabirnir eru stórkostlegar skepnur og ég vona innilega að þeir deyji ekki út, en þeir eiga ekki heima á Íslandi og það er rugl að vera eyða stórfé í að reyna að bjarga einum og einum magnþrota birni sem slæðist hingað. Það er bara í ævintýramyndum sem það virkar og slagorðið einn fyrir alla, á ekki við hér.
JG (IP-tala skráð) 18.6.2008 kl. 21:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.