Hundahald

Lengi hafa menn deild um það hvort að það eigi að vera leyft hundahald eður ei. Sumir vilja alls ekki leyfa hundahald í bæjum og þorpum á meðan að aðrir geta ekki án dýra/hunda verið. Núna er ég að skrifa mastersritgerð á sviði refsiréttar og er talsvert að skoða Alþingistíðindi. Er núna að skoða alþingistíðindi frá 1869, um þáverandi hegningarlög og rakst þar á tilskipun um hundahald á Íslandi.

Tilskipun um hundahald á Íslandi.

Vér Kristjan hinn níundi, af guðs náð Danmerkur konungur, Vinda og Gauta, hertogi í Slésvik, Holtsetalandi......

svo kemur 1.grein

Sérhver húsbóndi skal skýra frá á ári hverju, í kaupstöðunum um fardaga og í sveitunum á hreppaskilaþingum á vorin, fyrsta sinn árið 1871, hversu margir hundar séuá heimili hans, hvort sem hann á þá sjálfur eða einhver annar. Fjögli hundarnir á árinu, þá er hann skyldur að segja lögreglustjóranum í kaupstöðunum og hreppstjóranum til sveita til þess, áður 3 vikur séu liðarn. Að því er snertir hunda þá, sem heima-aldir eru, skal frstur þessi talinn frá því, er þeir eru orðnir fullra 4 mánaða, og að því er snertir aðfengna hunda, frá þeim degi, er þeir komu á heimilið.

2.grein.

Löreglustjórarnir í kaupstöðunum og hreppstjórarnir í sveitum skulu árelga á hreppaskilaþingum á vorin ásamt allt að 4 mönnum, sem kaupstaðar- eða hreppsbúar kjósa, ákveða, hversu marga hunda hver húsbóndi þurfi til þess að hirða nautpening sinn, hesta eða sauðfé, og til þess að verja tún og engjar. Fyrir hvern hund, sem haldinn er fram yfir hina ákveðnu tölu, skal eigandi gjalda 2 ríkisdali á ári.

3.grein.

Lögreglustjóri sá eða hreppstóri, sem í hlut á, skal halda sérstaka bók, og rita þar í tölu og nöfn allra húsbænda í kaupstaðnum eða hreppnum, og skal þar um leið tilgreint, hversu marga hunda hann haldi, og skýrt frá, hvort greiða eigi gjald fyrir hundana eður eigi. svo skal hann og sjá vandlega um, að ekki sé neinstaðar í kaupstaðnum eða hreppnum haldnir aðrir hundar eða fleiri en þeir, sem leyfilegt er að hafa afjgaldslaust samkvæmt 2. grein, eða sem sagt hefir verið til til greiðslu hins lögboðna gjalds. fyrir hvern annan hund, sem hittist, skal eigandinn gjalda 5 ríkisdala fésekt; fær uppljóstramaðurinn annan helming sektarinnar en sveitarsjóðurinn hinn helminginn, og ber eigandanum þar á ofan að greiða hið lögboðna gjald fyrir hundinn. Finnist enginn eigandi að slíkum hundi, skal hundurinn drepinn.

4.grein.

Skyldur er hver sá, sem lætur slátra skepnu, er sullir finnast í, að grafa þegar í stað slátur það sem sullmeingað er, að meðtöldum hausum af höfuðsóttar-kindum, svo djúpt í jörð niður, að hundarnir geti ekki náð því, eða að brenna það. Brot gegn ákvörðun þessari varðar 1-5 rd. sekt, og fær sá annan helming sektarinnar, er uppljóstrar, en sveitarsjóðurinn hinn.

5.grein.

Af upphæð gjalds þess, sem um er rætt í 2.grein, sbr. 3.grein, skal fyrst taka kostnaðinn til að útvega bók þá, sem nefnd er í 3. grein. Af afgangnum fær lögreglustjóri sá eða hreppstjóri, sem í hlut á, annan helmginn, en sveitarsjóðurinn hinn helminginn. Gjaldið skal greitt í fyrsta sinn árið 1872; gjalddagi þess er hinn sami og annara sveitargjalda, og má taka það með lögtaki, ef það er ekki greitt í tækan tíma.

6.grein.

Fyrir tekjum þeim, sem sveitirnar fá samvkæmt þessari tilskipun, skal gjörður sérstakur reikningur á hverju ári, og skal fylgja honum til sönnunar eptirrit af bók þeirri, sem getið er um í 3. grein; skal reikningur þessi vera fylgiskjal emð aðalsveitarreikningum.

7.grein

Með mál þau, sem rísa út af brotum á móti ákvörðununum í tilskipun þessari, skal farið sem almenn lögreglumál.

Eptir þessu eiga allir hlutaðeigendur sér þegnalega að hegða. Gefið í vorum konunglega aðsetursstað Kaupmannahöfn 25. júnimánaðar 1869.

Undir vorri konglegu hendi og innsigli.

 

Fróðlegt að sjá svona gamlar tilskipanir þó svo að þær séu ekki í gildi lengur. Allavega virðist hafa verið framsýni í alþingismönnum þarna eða hvað?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er nú soldið merkilegt Leifur og gaman þú skyldir deila þessu með okkur  Þarna kemur uppruni þess að skrá hundahald á Íslandi. Hins vegar finnst mér skrýtið að þessi hefð skuli ekki vera við lýði á hinum Norðurlöndunum. Ég veit ekki hvernig það er í Danmörku en í Noregi og Svíþjóð eru hundar ekki skráðir. Virðist hafa lifað áfram góðu lífi þessi tilskipun hérna heima fyrir.

Linda (IP-tala skráð) 15.7.2008 kl. 22:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Leifur Runólfsson
Leifur Runólfsson
Hér mun höfundur blogga um sín hugarefni. Vert er þó að geta þess að hann mun forðast í lengstu lög að blogga um sín persónuleg málefni enda á slíkt ekki heima á bloggsíðum.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • pamela anderson
  • pamela anderson
  • island3
  • her
  • island1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband